Efins um sameiningu Skógræktar og Landgræðslu í eina stofnun Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. desember 2022 21:05 Þröstur Eysteinsson, skógræktarstjóri er efins um skynsemi þess að sameina Skógræktina og Landgræðsluna í eina ríkisstofnun enda segir hann að Skógræktarinnar vegna sé engin þörf á sameiningu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýjar höfuðstöðvar Skógræktar- og landgræðslu gætu átt heima á Egilsstöðum, Selfossi, Gunnarsholti eða á Akureyri. Þetta segir skógræktarstjóri, sem situr á Egilsstöðum en Landgræðslustjóri er í Gunnarsholti á Rangárvöllum. Stofnanirnar verða formlega sameinaðar um áramótin 2023 til 2024. Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra hefur ákveðið að Skógræktin og Landgræðslan verði sameinaðar í eina ríkisstofnun. Mörgum finnst þetta skynsamlegt en aðrir eru ekki jafn sannfærðir eins og skógræktarstjóri sjálfur. „Skógræktarinnar vegna er engin þörf á að sameina að mínu mati. Hitti er svo annað mál að ég sé alveg möguleikana í sameiningu og það eru talsverðir möguleikar á að mynda öfluga stofnun en það þarf auðvitað að standa vel að því og allt það,“ segir Þröstur Eysteinsson, skógræktarstjóri og bætir við. „Skógræktarinnar vegna er ekki knýjandi ástæða, það gengur vel hjá okkur, við eru á góðri siglingu, það er framgangur í skógrækt og okkur tekst vel til. Þá er spurning þegar vel gengur hvort að einhver breyting á því sé af hinu góða eða hinu slæma og það veit maður ekkert náttúrulega fyrir fram.“ Um 130 manns vinna hjá báðum stofnunum í dag. Þröstur segist ekki hafa neina sérstaka skoðun á því hvar höfuðstöðvar nýrrar stofunnar ættu að vera en nefnir þó þessa fjóra staði. Höfuðstvöðar Landgræðslunnar eru í Gunnarsholti í Rangárþingi ytra.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Egilsstaðir að sjálfsögðu, Gunnarsholt, Akureyri og Selfoss.“ Hvernig leggst þessi sameining í þitt starfsfólk? „Misjafnlega. Það eru flestir bara blátt áfram um að láta þetta ganga, það er alveg ljóst, hvað svo sem þeim finnst um það, þar að segja hvort þeim finnist það jákvætt eða neikvætt, þá er starfsfólk almennt blátt áfram um að þetta gangi vel,“ segir Þröstur. Höfuðstöðvar Skógræktarinnar eru á Egilsstöðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Landbúnaður Skógrækt og landgræðsla Stjórnsýsla Akureyri Múlaþing Árborg Rangárþing ytra Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra hefur ákveðið að Skógræktin og Landgræðslan verði sameinaðar í eina ríkisstofnun. Mörgum finnst þetta skynsamlegt en aðrir eru ekki jafn sannfærðir eins og skógræktarstjóri sjálfur. „Skógræktarinnar vegna er engin þörf á að sameina að mínu mati. Hitti er svo annað mál að ég sé alveg möguleikana í sameiningu og það eru talsverðir möguleikar á að mynda öfluga stofnun en það þarf auðvitað að standa vel að því og allt það,“ segir Þröstur Eysteinsson, skógræktarstjóri og bætir við. „Skógræktarinnar vegna er ekki knýjandi ástæða, það gengur vel hjá okkur, við eru á góðri siglingu, það er framgangur í skógrækt og okkur tekst vel til. Þá er spurning þegar vel gengur hvort að einhver breyting á því sé af hinu góða eða hinu slæma og það veit maður ekkert náttúrulega fyrir fram.“ Um 130 manns vinna hjá báðum stofnunum í dag. Þröstur segist ekki hafa neina sérstaka skoðun á því hvar höfuðstöðvar nýrrar stofunnar ættu að vera en nefnir þó þessa fjóra staði. Höfuðstvöðar Landgræðslunnar eru í Gunnarsholti í Rangárþingi ytra.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Egilsstaðir að sjálfsögðu, Gunnarsholt, Akureyri og Selfoss.“ Hvernig leggst þessi sameining í þitt starfsfólk? „Misjafnlega. Það eru flestir bara blátt áfram um að láta þetta ganga, það er alveg ljóst, hvað svo sem þeim finnst um það, þar að segja hvort þeim finnist það jákvætt eða neikvætt, þá er starfsfólk almennt blátt áfram um að þetta gangi vel,“ segir Þröstur. Höfuðstöðvar Skógræktarinnar eru á Egilsstöðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Landbúnaður Skógrækt og landgræðsla Stjórnsýsla Akureyri Múlaþing Árborg Rangárþing ytra Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira