Hin vindmyllan í Þykkvabæ felld: „Við eigum von á að það gangi betur en síðast“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. september 2022 11:05 Gerð verður tilraun til að fella hina vindmylluna í Þykkvabæ með því að saga hana niður í dag. Vísir/Arnar Vindmylla í Þykkvabæ verður felld í dag í heilu lagi. Einn þeirra sem mun sjá um niðurskurð hennar segir að í þetta sinn verði myllan felld á réttan hátt, ekki eins og þegar hin vindmyllan í Þykkvabæ var felld í vetur með miklum vandræðum. Fréttastofa mun að sjálfsögðu fara austur að Þykkvabæ til að fylgjast með niðurrifi vindmyllunnar. Sýnt verður frá því í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi um klukkan 14. Tvær vindmyllur hafa staðið við Þykkvabæ í tæpan áratug en þær eyðilögðust báðar í bruna, önnur árið 2017 og hin um síðustu áramót. Önnur þeirra var sprengd niður af sprengjusveit Landhelgisgæslunnar 4. janúar síðastliðinn og eins og margir muna gekk það einstaklega illa. Sex tilraunum og átta klukkustundum síðar tókst sprengjusveitinni að fella mylluna. En nú á að gera þetta rétt. Til stendur að hefja niðurrif hinnar vindmyllunnar klukkan tvö í dag og hana á að fella í heilu lagi en Hringrás mun sjá um verkið. „Við ætlum að fara að fella niður vindmylluna en við ætlum okkur ekki að sprengja hana, við ætlum að brenna hana niður,“ segir Sigmar Eðvardsson, einn eigenda Hringrásar. Notast verður við skurðartæki til að skera hana í sundur. „Svo er því bara stjórnað hvernig hún fellur,“ segir Sigmar. Lögreglan mun loka veginum að Þykkvabæ um hálf tvö til að tryggja að enginn óviðkomandi hætti sér of nálægt. Sigmar gerir ekki ráð fyrir að verkið taki langan tíma, enda ekki um stóra myllu að ræða. Hún er 56 metra há og 60 tonn að þyngd. Hefði kannski átt að gera þetta svona síðast líka, þetta gekk svo brösulega í vetur? „Ég ætla nú ekki að tjá mig um það fyrr en þessu er lokið, það verður hver og einn að meta fyrir sig ef það gengur betur. En við eigum frekar von á að það gangi betur,“ segir Sigmar. Rangárþing ytra Vindmyllur í Þykkvabæ Tengdar fréttir Baráttu Gæslunnar við vindmylluna lokið Eftir sex tilraunir hafði sprengjusveit Landhelgisgæslunnar loks betur í baráttunni við vindmylluna í Þykkvabæ. Vindmyllan féll til jarðar klukkan um klukkan hálf átta í kvöld, átta klukkustundum eftir að aðgerðir hófust á vettvangi. 4. janúar 2022 19:47 „Það er mjög seigt í turninum“ Það hefur reynst mun erfiðara en reiknað var með að fella vindmylluna í Þykkvabæ. Eftir fimm tilraunir sprengjusveitar Landhelgisgæslunnar er nú beðið eftir fleiri hleðslum frá Reykjavík. 4. janúar 2022 19:03 Twitter fylgist með sprengingunum: „Aldrei haldið jafn mikið með neinu og þessari vindmyllu“ Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar hefur í dag gert nokkrar tilraunir til þess að sprengja niður vindmylluna í Þykkvabæ sem eyðilagðist í bruna í miklu roki á nýársdag. Aðgerðir á vettvangi standa nú yfir og eru í beinni útsendingu hér á Vísi. 4. janúar 2022 18:16 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Fleiri fréttir Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Sjá meira
Fréttastofa mun að sjálfsögðu fara austur að Þykkvabæ til að fylgjast með niðurrifi vindmyllunnar. Sýnt verður frá því í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi um klukkan 14. Tvær vindmyllur hafa staðið við Þykkvabæ í tæpan áratug en þær eyðilögðust báðar í bruna, önnur árið 2017 og hin um síðustu áramót. Önnur þeirra var sprengd niður af sprengjusveit Landhelgisgæslunnar 4. janúar síðastliðinn og eins og margir muna gekk það einstaklega illa. Sex tilraunum og átta klukkustundum síðar tókst sprengjusveitinni að fella mylluna. En nú á að gera þetta rétt. Til stendur að hefja niðurrif hinnar vindmyllunnar klukkan tvö í dag og hana á að fella í heilu lagi en Hringrás mun sjá um verkið. „Við ætlum að fara að fella niður vindmylluna en við ætlum okkur ekki að sprengja hana, við ætlum að brenna hana niður,“ segir Sigmar Eðvardsson, einn eigenda Hringrásar. Notast verður við skurðartæki til að skera hana í sundur. „Svo er því bara stjórnað hvernig hún fellur,“ segir Sigmar. Lögreglan mun loka veginum að Þykkvabæ um hálf tvö til að tryggja að enginn óviðkomandi hætti sér of nálægt. Sigmar gerir ekki ráð fyrir að verkið taki langan tíma, enda ekki um stóra myllu að ræða. Hún er 56 metra há og 60 tonn að þyngd. Hefði kannski átt að gera þetta svona síðast líka, þetta gekk svo brösulega í vetur? „Ég ætla nú ekki að tjá mig um það fyrr en þessu er lokið, það verður hver og einn að meta fyrir sig ef það gengur betur. En við eigum frekar von á að það gangi betur,“ segir Sigmar.
Rangárþing ytra Vindmyllur í Þykkvabæ Tengdar fréttir Baráttu Gæslunnar við vindmylluna lokið Eftir sex tilraunir hafði sprengjusveit Landhelgisgæslunnar loks betur í baráttunni við vindmylluna í Þykkvabæ. Vindmyllan féll til jarðar klukkan um klukkan hálf átta í kvöld, átta klukkustundum eftir að aðgerðir hófust á vettvangi. 4. janúar 2022 19:47 „Það er mjög seigt í turninum“ Það hefur reynst mun erfiðara en reiknað var með að fella vindmylluna í Þykkvabæ. Eftir fimm tilraunir sprengjusveitar Landhelgisgæslunnar er nú beðið eftir fleiri hleðslum frá Reykjavík. 4. janúar 2022 19:03 Twitter fylgist með sprengingunum: „Aldrei haldið jafn mikið með neinu og þessari vindmyllu“ Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar hefur í dag gert nokkrar tilraunir til þess að sprengja niður vindmylluna í Þykkvabæ sem eyðilagðist í bruna í miklu roki á nýársdag. Aðgerðir á vettvangi standa nú yfir og eru í beinni útsendingu hér á Vísi. 4. janúar 2022 18:16 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Fleiri fréttir Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Sjá meira
Baráttu Gæslunnar við vindmylluna lokið Eftir sex tilraunir hafði sprengjusveit Landhelgisgæslunnar loks betur í baráttunni við vindmylluna í Þykkvabæ. Vindmyllan féll til jarðar klukkan um klukkan hálf átta í kvöld, átta klukkustundum eftir að aðgerðir hófust á vettvangi. 4. janúar 2022 19:47
„Það er mjög seigt í turninum“ Það hefur reynst mun erfiðara en reiknað var með að fella vindmylluna í Þykkvabæ. Eftir fimm tilraunir sprengjusveitar Landhelgisgæslunnar er nú beðið eftir fleiri hleðslum frá Reykjavík. 4. janúar 2022 19:03
Twitter fylgist með sprengingunum: „Aldrei haldið jafn mikið með neinu og þessari vindmyllu“ Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar hefur í dag gert nokkrar tilraunir til þess að sprengja niður vindmylluna í Þykkvabæ sem eyðilagðist í bruna í miklu roki á nýársdag. Aðgerðir á vettvangi standa nú yfir og eru í beinni útsendingu hér á Vísi. 4. janúar 2022 18:16