Hin vindmyllan í Þykkvabæ felld: „Við eigum von á að það gangi betur en síðast“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. september 2022 11:05 Gerð verður tilraun til að fella hina vindmylluna í Þykkvabæ með því að saga hana niður í dag. Vísir/Arnar Vindmylla í Þykkvabæ verður felld í dag í heilu lagi. Einn þeirra sem mun sjá um niðurskurð hennar segir að í þetta sinn verði myllan felld á réttan hátt, ekki eins og þegar hin vindmyllan í Þykkvabæ var felld í vetur með miklum vandræðum. Fréttastofa mun að sjálfsögðu fara austur að Þykkvabæ til að fylgjast með niðurrifi vindmyllunnar. Sýnt verður frá því í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi um klukkan 14. Tvær vindmyllur hafa staðið við Þykkvabæ í tæpan áratug en þær eyðilögðust báðar í bruna, önnur árið 2017 og hin um síðustu áramót. Önnur þeirra var sprengd niður af sprengjusveit Landhelgisgæslunnar 4. janúar síðastliðinn og eins og margir muna gekk það einstaklega illa. Sex tilraunum og átta klukkustundum síðar tókst sprengjusveitinni að fella mylluna. En nú á að gera þetta rétt. Til stendur að hefja niðurrif hinnar vindmyllunnar klukkan tvö í dag og hana á að fella í heilu lagi en Hringrás mun sjá um verkið. „Við ætlum að fara að fella niður vindmylluna en við ætlum okkur ekki að sprengja hana, við ætlum að brenna hana niður,“ segir Sigmar Eðvardsson, einn eigenda Hringrásar. Notast verður við skurðartæki til að skera hana í sundur. „Svo er því bara stjórnað hvernig hún fellur,“ segir Sigmar. Lögreglan mun loka veginum að Þykkvabæ um hálf tvö til að tryggja að enginn óviðkomandi hætti sér of nálægt. Sigmar gerir ekki ráð fyrir að verkið taki langan tíma, enda ekki um stóra myllu að ræða. Hún er 56 metra há og 60 tonn að þyngd. Hefði kannski átt að gera þetta svona síðast líka, þetta gekk svo brösulega í vetur? „Ég ætla nú ekki að tjá mig um það fyrr en þessu er lokið, það verður hver og einn að meta fyrir sig ef það gengur betur. En við eigum frekar von á að það gangi betur,“ segir Sigmar. Rangárþing ytra Vindmyllur í Þykkvabæ Tengdar fréttir Baráttu Gæslunnar við vindmylluna lokið Eftir sex tilraunir hafði sprengjusveit Landhelgisgæslunnar loks betur í baráttunni við vindmylluna í Þykkvabæ. Vindmyllan féll til jarðar klukkan um klukkan hálf átta í kvöld, átta klukkustundum eftir að aðgerðir hófust á vettvangi. 4. janúar 2022 19:47 „Það er mjög seigt í turninum“ Það hefur reynst mun erfiðara en reiknað var með að fella vindmylluna í Þykkvabæ. Eftir fimm tilraunir sprengjusveitar Landhelgisgæslunnar er nú beðið eftir fleiri hleðslum frá Reykjavík. 4. janúar 2022 19:03 Twitter fylgist með sprengingunum: „Aldrei haldið jafn mikið með neinu og þessari vindmyllu“ Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar hefur í dag gert nokkrar tilraunir til þess að sprengja niður vindmylluna í Þykkvabæ sem eyðilagðist í bruna í miklu roki á nýársdag. Aðgerðir á vettvangi standa nú yfir og eru í beinni útsendingu hér á Vísi. 4. janúar 2022 18:16 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Sjá meira
Fréttastofa mun að sjálfsögðu fara austur að Þykkvabæ til að fylgjast með niðurrifi vindmyllunnar. Sýnt verður frá því í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi um klukkan 14. Tvær vindmyllur hafa staðið við Þykkvabæ í tæpan áratug en þær eyðilögðust báðar í bruna, önnur árið 2017 og hin um síðustu áramót. Önnur þeirra var sprengd niður af sprengjusveit Landhelgisgæslunnar 4. janúar síðastliðinn og eins og margir muna gekk það einstaklega illa. Sex tilraunum og átta klukkustundum síðar tókst sprengjusveitinni að fella mylluna. En nú á að gera þetta rétt. Til stendur að hefja niðurrif hinnar vindmyllunnar klukkan tvö í dag og hana á að fella í heilu lagi en Hringrás mun sjá um verkið. „Við ætlum að fara að fella niður vindmylluna en við ætlum okkur ekki að sprengja hana, við ætlum að brenna hana niður,“ segir Sigmar Eðvardsson, einn eigenda Hringrásar. Notast verður við skurðartæki til að skera hana í sundur. „Svo er því bara stjórnað hvernig hún fellur,“ segir Sigmar. Lögreglan mun loka veginum að Þykkvabæ um hálf tvö til að tryggja að enginn óviðkomandi hætti sér of nálægt. Sigmar gerir ekki ráð fyrir að verkið taki langan tíma, enda ekki um stóra myllu að ræða. Hún er 56 metra há og 60 tonn að þyngd. Hefði kannski átt að gera þetta svona síðast líka, þetta gekk svo brösulega í vetur? „Ég ætla nú ekki að tjá mig um það fyrr en þessu er lokið, það verður hver og einn að meta fyrir sig ef það gengur betur. En við eigum frekar von á að það gangi betur,“ segir Sigmar.
Rangárþing ytra Vindmyllur í Þykkvabæ Tengdar fréttir Baráttu Gæslunnar við vindmylluna lokið Eftir sex tilraunir hafði sprengjusveit Landhelgisgæslunnar loks betur í baráttunni við vindmylluna í Þykkvabæ. Vindmyllan féll til jarðar klukkan um klukkan hálf átta í kvöld, átta klukkustundum eftir að aðgerðir hófust á vettvangi. 4. janúar 2022 19:47 „Það er mjög seigt í turninum“ Það hefur reynst mun erfiðara en reiknað var með að fella vindmylluna í Þykkvabæ. Eftir fimm tilraunir sprengjusveitar Landhelgisgæslunnar er nú beðið eftir fleiri hleðslum frá Reykjavík. 4. janúar 2022 19:03 Twitter fylgist með sprengingunum: „Aldrei haldið jafn mikið með neinu og þessari vindmyllu“ Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar hefur í dag gert nokkrar tilraunir til þess að sprengja niður vindmylluna í Þykkvabæ sem eyðilagðist í bruna í miklu roki á nýársdag. Aðgerðir á vettvangi standa nú yfir og eru í beinni útsendingu hér á Vísi. 4. janúar 2022 18:16 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Sjá meira
Baráttu Gæslunnar við vindmylluna lokið Eftir sex tilraunir hafði sprengjusveit Landhelgisgæslunnar loks betur í baráttunni við vindmylluna í Þykkvabæ. Vindmyllan féll til jarðar klukkan um klukkan hálf átta í kvöld, átta klukkustundum eftir að aðgerðir hófust á vettvangi. 4. janúar 2022 19:47
„Það er mjög seigt í turninum“ Það hefur reynst mun erfiðara en reiknað var með að fella vindmylluna í Þykkvabæ. Eftir fimm tilraunir sprengjusveitar Landhelgisgæslunnar er nú beðið eftir fleiri hleðslum frá Reykjavík. 4. janúar 2022 19:03
Twitter fylgist með sprengingunum: „Aldrei haldið jafn mikið með neinu og þessari vindmyllu“ Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar hefur í dag gert nokkrar tilraunir til þess að sprengja niður vindmylluna í Þykkvabæ sem eyðilagðist í bruna í miklu roki á nýársdag. Aðgerðir á vettvangi standa nú yfir og eru í beinni útsendingu hér á Vísi. 4. janúar 2022 18:16
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent