„Ég er sátt“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 9. janúar 2026 12:08 Ásthildur Lóa Þórsdóttir er nýr formaður þingflokks Flokks fólksins. vísir/vilhelm „Þetta leggst vel í mig. Þetta er stórt hlutverk og stærra en almenningur gerir sér oft grein fyrir. Ég hlakka til að takast á við þetta. Ég tek við þessu af Ragnari Þór og hann hefur verið einstaklega góður í þessu hlutverki svo ég stór fótspor að feta í.“ Þetta segir Ásthildur Lóa Þórsdóttir í samtali við fréttastofu en hún er nýr formaður þingflokks Flokks fólksins eftir nýjasta ráðherrakapal flokksins. Inga kynnti uppröðunina á blaðamannafundi í húsakynnum flokksins í Grafarvogi í morgun. Inga Sæland mun taka við sem mennta- og barnamálaráðherra eftir að Guðmundur Ingi Kristinsson sagði af sér embætti í gær. Ragnar Þór Ingólfsson tekur við embætti Ingu og verður félags- og húsnæðismálaráðherra en Ásthildur Lóa Þórsdóttir tekur við af honum sem formaður þingflokks Flokks fólksins. Sigurjón Þórðarson verður formaður fjárlaganefndar í stað Ragnars og á móti tekur Lilja Rafney Magnúsdóttir við formennsku í atvinnuveganefnd. Þingflokksformenn spiluðu stórt hlutverk á síðasta þingvetri þegar að það gekk erfiðlega að semja um þinglok vegna mikillar umræðu í kringum breytingu á veiðigjöldunum. Ásthildur segist tilbúin að taka slaginn. „Ég er nú öllu vön í baráttu. Þetta verður örugglega áskorun en ég held að þetta verði einnig áhugavert og skemmtilegt. Ég er til í hvað sem er,“ segir Ásthildur .. Eins og frægt er sagði Ásthildur af sér embætti barna- og menntamálaráðherra eftir umfjöllun um ástarsamband hennar við fimmtán ára dreng þegar hún var 22 ára. Þau eignuðust saman son þegar drengurinn var orðinn sextán. Spurð hvort hún hafi vonast eftir því að fá boð að taka aftur við sínu fyrra embætti segist Ásthildur sátt með stöðuna. „Það er ekkert launungarmál að ég sé mjög eftir menntamálaráðuneytinu en þetta var niðurstaðan og ég er sátt,“ segir hún og segist ekkert vera að velta því fyrir sér hvort hún taki við ráðuneyti í framtíðinni. „Maður sinnir því vel sem manni er falið að gera og þetta hlutverk felur í sér traust og ég ætla mér að standa undir því,“ segir hún og bætir því við að hún ætli að leggja áherslu á gott samstarf á þingi. „Þetta var ekki borið undir mig áður en ég heyrði af þessu um svipað leyti og Ragnar Þór, með að hann yrði ráðherra, sem ég fagna mjög. Það að ég yrði þingflokksformaður heyrði ég bara í gær.“ Ertu með góð ráð fyrir Ingu í nýju ráðuneyti? „Inga er vön því að standa sig vel í því sem hún tekur sér fyrir hendur. Ef hún vill tala við mig þá er ég til taks fyrir hana. Hún er að fara í frábært ráðuneyti með frábæru fólki.“ Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Sjá meira
Þetta segir Ásthildur Lóa Þórsdóttir í samtali við fréttastofu en hún er nýr formaður þingflokks Flokks fólksins eftir nýjasta ráðherrakapal flokksins. Inga kynnti uppröðunina á blaðamannafundi í húsakynnum flokksins í Grafarvogi í morgun. Inga Sæland mun taka við sem mennta- og barnamálaráðherra eftir að Guðmundur Ingi Kristinsson sagði af sér embætti í gær. Ragnar Þór Ingólfsson tekur við embætti Ingu og verður félags- og húsnæðismálaráðherra en Ásthildur Lóa Þórsdóttir tekur við af honum sem formaður þingflokks Flokks fólksins. Sigurjón Þórðarson verður formaður fjárlaganefndar í stað Ragnars og á móti tekur Lilja Rafney Magnúsdóttir við formennsku í atvinnuveganefnd. Þingflokksformenn spiluðu stórt hlutverk á síðasta þingvetri þegar að það gekk erfiðlega að semja um þinglok vegna mikillar umræðu í kringum breytingu á veiðigjöldunum. Ásthildur segist tilbúin að taka slaginn. „Ég er nú öllu vön í baráttu. Þetta verður örugglega áskorun en ég held að þetta verði einnig áhugavert og skemmtilegt. Ég er til í hvað sem er,“ segir Ásthildur .. Eins og frægt er sagði Ásthildur af sér embætti barna- og menntamálaráðherra eftir umfjöllun um ástarsamband hennar við fimmtán ára dreng þegar hún var 22 ára. Þau eignuðust saman son þegar drengurinn var orðinn sextán. Spurð hvort hún hafi vonast eftir því að fá boð að taka aftur við sínu fyrra embætti segist Ásthildur sátt með stöðuna. „Það er ekkert launungarmál að ég sé mjög eftir menntamálaráðuneytinu en þetta var niðurstaðan og ég er sátt,“ segir hún og segist ekkert vera að velta því fyrir sér hvort hún taki við ráðuneyti í framtíðinni. „Maður sinnir því vel sem manni er falið að gera og þetta hlutverk felur í sér traust og ég ætla mér að standa undir því,“ segir hún og bætir því við að hún ætli að leggja áherslu á gott samstarf á þingi. „Þetta var ekki borið undir mig áður en ég heyrði af þessu um svipað leyti og Ragnar Þór, með að hann yrði ráðherra, sem ég fagna mjög. Það að ég yrði þingflokksformaður heyrði ég bara í gær.“ Ertu með góð ráð fyrir Ingu í nýju ráðuneyti? „Inga er vön því að standa sig vel í því sem hún tekur sér fyrir hendur. Ef hún vill tala við mig þá er ég til taks fyrir hana. Hún er að fara í frábært ráðuneyti með frábæru fólki.“
Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Sjá meira