Sauðfjárrækt er lífsstíll Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. október 2022 13:03 Fjöldi fólks sótti Dag sauðkindarinnar í Rangárhöllinni laugardaginn 1. október. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það var mikil stemning á Hellu í gær þegar Dagur sauðkindarinnar var haldin hátíðlegur í Rangárhöllinni. Mikill drifkraftur er í sauðfjárrækt í Rangárvallasýslu og mikill metingur á meðal bænda hver ræktar besta féð. Það var múgur og margmenn í Rangárhöllinni í gær að skoða fallegt sauðfé úr Rangárvallasýslu, auk þess sem keppt var í nokkrum flokkum. Verðlaun voru til dæmis veitt fyrir besta hyrnda lambhrútinn, bestu kollóttu gimbrina, besta veturgamla hrútinn, þykkasta bakvöðvann og síðast en ekki síst litfegurstu gimbrina. Ræktunarbú ársins var líka verðlaunað en það er búið á Kaldbak á Rangárvöllum hjá þeim Sigríði Heiðmundsdóttir og Viðari Steinarssyni. Sigríður var að vonum mjög ánægð með daginn. “Það að vera fjárbóndi er bara lífið, það er það besta en þú verður sjálfsagt alltaf að hafa eitthvað annað með til að lifa, en það að vera fjárbóndi er bara það besta í heimi,” segir Sigríður. En eru lömbin og kindurnar mismunandi karakterar? “Já, já, sumt er alveg snarvitlaust og maður ræður ekkert við það. Ég er að reyna að fara að minnka aðeins féð, því eftir því sem maður eldist, þá er ég ekki eins kraftmikil og ætla því að hafa minna fé í framtíðinni”. Að vera sauðfjárbóndi er það besta í heimi segir Sigríður á Kaldbak.Magnús Hlynur Hreiðarsson Lovísa Herborg Ragnarsdóttir á Hemlu stýrði Degi sauðkindarinnar af mikill röggsemi eins og svo oft áður. “Já, þetta er mjög gaman og margir, sem hafa áhuga á þessu. Þetta er fjórtánda árið, sem við höldum þessa sýningu. Það er öflug sauðfjárrækt í Rangárvallasýslu, það gefur engin eftir þar. Hér er engin að kvarta og kveikna, en að vera með sauðfé er náttúrulega lífsstíll eins og einhvers staðar var sagt. Sauðfjárræktin lifir með þjóðinni, enda hvað er betra en lambalæri með brúnuðum og brúnni sósu,” segir Lovísa Herborg hlægjandi. Lovísa Herborg á Hemlu, sem stýrði Degi sauðkindarinnar eins og herforingi í Rangárhöllinni í gær.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sigríður og Viðar, sauðfjárbændur á Kaldbak, sem eru með ræktunarbú ársins 2021 í Rangárvallasýslu. Hér eru þau með barnabörnum sínum, frá vinstri, Viðar Freyr Garðarsson rétt tæplega 11 ára, Úlfur Ragnarsson 6 ára, Helga Björk Garðarsdóttir 8 ára og Kári Ragnarsson 2 ára.Aðsend Rangárþing ytra Landbúnaður Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Það var múgur og margmenn í Rangárhöllinni í gær að skoða fallegt sauðfé úr Rangárvallasýslu, auk þess sem keppt var í nokkrum flokkum. Verðlaun voru til dæmis veitt fyrir besta hyrnda lambhrútinn, bestu kollóttu gimbrina, besta veturgamla hrútinn, þykkasta bakvöðvann og síðast en ekki síst litfegurstu gimbrina. Ræktunarbú ársins var líka verðlaunað en það er búið á Kaldbak á Rangárvöllum hjá þeim Sigríði Heiðmundsdóttir og Viðari Steinarssyni. Sigríður var að vonum mjög ánægð með daginn. “Það að vera fjárbóndi er bara lífið, það er það besta en þú verður sjálfsagt alltaf að hafa eitthvað annað með til að lifa, en það að vera fjárbóndi er bara það besta í heimi,” segir Sigríður. En eru lömbin og kindurnar mismunandi karakterar? “Já, já, sumt er alveg snarvitlaust og maður ræður ekkert við það. Ég er að reyna að fara að minnka aðeins féð, því eftir því sem maður eldist, þá er ég ekki eins kraftmikil og ætla því að hafa minna fé í framtíðinni”. Að vera sauðfjárbóndi er það besta í heimi segir Sigríður á Kaldbak.Magnús Hlynur Hreiðarsson Lovísa Herborg Ragnarsdóttir á Hemlu stýrði Degi sauðkindarinnar af mikill röggsemi eins og svo oft áður. “Já, þetta er mjög gaman og margir, sem hafa áhuga á þessu. Þetta er fjórtánda árið, sem við höldum þessa sýningu. Það er öflug sauðfjárrækt í Rangárvallasýslu, það gefur engin eftir þar. Hér er engin að kvarta og kveikna, en að vera með sauðfé er náttúrulega lífsstíll eins og einhvers staðar var sagt. Sauðfjárræktin lifir með þjóðinni, enda hvað er betra en lambalæri með brúnuðum og brúnni sósu,” segir Lovísa Herborg hlægjandi. Lovísa Herborg á Hemlu, sem stýrði Degi sauðkindarinnar eins og herforingi í Rangárhöllinni í gær.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sigríður og Viðar, sauðfjárbændur á Kaldbak, sem eru með ræktunarbú ársins 2021 í Rangárvallasýslu. Hér eru þau með barnabörnum sínum, frá vinstri, Viðar Freyr Garðarsson rétt tæplega 11 ára, Úlfur Ragnarsson 6 ára, Helga Björk Garðarsdóttir 8 ára og Kári Ragnarsson 2 ára.Aðsend
Rangárþing ytra Landbúnaður Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira