Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar í húsi og hægt að hefja verkið næsta sumar Kristján Már Unnarsson skrifar 29. nóvember 2022 22:14 Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Steingrímur Dúi Másson Forstjóri Landsvirkjunar vonast til að framkvæmdir við Hvammsvirkjun hefjist um mitt næsta sumar. Hann telur afgreiðslu virkjunarleyfis frá Orkustofnun hafa tekið óeðlilega langan tíma. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 en Hvammsvirkjun yrði fyrsta virkjunin í neðri Þjórsá, 95 megavött að stærð. Það var í júnímánuði í fyrra, árið 2021, sem Landsvirkjun sótti um virkjunarleyfið. Núna, hálfu öðru ári síðar, er það loksins að komast í höfn. „Það er mjög ánægjulegt að við erum búnir að fá leyfið. Við fyrstu sýn virðist ekki vera neitt óvænt í því. Þannig að við munum núna bara fara yfir það og vonandi klára það bara alveg á næstu vikum,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Hvammsvirkjun yrði fyrsta virkjunin í Þjórsá í byggð.Landsvirkjun En telur hann þetta eðlilegan tíma sem það tók Orkustofnun að afgreiða virkjunarleyfið? „Nei, ég myndi ekki telja það. Áður fyrr hefur þetta tekið svona um þrjá og hálfan mánuð. Þannig að þetta er óheppilegt. En við vonum bara að þetta gangi til dæmis betur núna með Búrfellslund, sem við erum búnir að leggja inn. En þetta tók að okkar mati óeðlilega langan tíma.“ Stöðvarhúsið verður neðanjarðar. Frárennslisskurðurinn sést hægra megin. Ofar sést Búrfell og Skarðsfjall til hægri.Landsvirkjun Hörður segir næsta skref að sækja um framkvæmdaleyfi til sveitarfélaganna og vonast til að það gangi vel. Samhliða því verði útboð undirbúin og síðan þurfi lokaumfjöllun stjórnar Landsvirkjunar. „En við vonum að það eigi allt að geta gengið í gegn svona á næstu mánuðum.“ Hörður áætlaði í fyrra að kostnaður við Hvammsvirkjun yrði á bilinu 300 til 350 milljónir dollara, eða 40 til 45 milljarðar króna, en segir núna að allar kostnaðartölur hafi síðan hækkað. En hvenær gætu framkvæmdir hafist? „Það eru svona möguleikar á því að það geti orðið svona á miðju næsta ári. En að sjálfsögðu er þetta háð samþykki stjórnar Landsvirkjunar,“ segir Hörður. Fyrirhuguð brú sem Landsvirkjun hyggst reisa yfir Þjórsá á móts við Árnes.Landsvirkjun Byrjað yrði á vegagerð og aðstöðusköpun. „Síðan myndum við mjög fljótlega byrja á framkvæmdum tengdum virkjuninni, bæði frárennslisskurðinum, ætlum sem sagt að nýta hluta af efninu þar í vegagerð.“ Nýja Þjórsárbrúin kæmi fyrir ofan eyjuna Árnes og fossinn Búða og myndi nýr Búðafossvegur tengjast Þjórsárdalsvegi við þorpið Árnes. Landsveitarmegin tengist Búðafossvegur Landvegi við bæinn Minnivelli.KORT/HAFSTEINN ÞÓRÐARSON Framkvæmdunum fylgir langþráð brúarsmíði yfir Þjórsá á móts við Árnes, sem styttir vegalengdir um tugi kílómetra milli efstu byggða í Árnes- og Rangárvallasýslu. „Það yrði eitt af fyrstu verkunum sem við myndum ráðast í. Það auðveldar mjög framkvæmdina,“ segir forstjóri Landsvirkjunar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Sumarið 2009 fjallaði Stöð 2 um fyrirhugaða Þjórsárbrú í þessari frétt: Orkumál Landsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Loftslagsmál Umhverfismál Orkuskipti Samgöngur Vegagerð Deilur um Hvammsvirkjun Tengdar fréttir Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar sent Landsvirkjun til yfirlestrar Orkustofnun hefur sent virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar í Þjórsá til umsækjandans, Landsvirkjunar, til yfirlestrar. Eitt og hálft ár er frá því Landsvirkjun sótti um virkjunarleyfið en umsóknin var send inn í júní árið 2021. Ári síðar, í júní 2022, auglýsti stofnunin umsóknina og gaf þeim sem málið varðar færi á að koma á framfæri sjónarmiðum sínum með skriflegum athugasemdum. 29. nóvember 2022 11:44 Vonast til að hefja framkvæmdir við stórvirkjun í Þjórsá í haust Landsvirkjun vonast til að virkjunarleyfi fyrir næstu stórvirkjun landsins, Hvammsvirkjun í Þjórsá, verði auglýst á næstu dögum og stefnir að því að hefja undirbúningsframkvæmdir með haustinu. 25. apríl 2022 21:50 Tvær nýjar brýr yfir Þjórsá í bígerð á þessu og næsta ári Tvær nýjar brýr yfir Þjórsá, sem nú eru í bígerð í tengslum við virkjanaframkvæmdir, gætu haft mikla þýðingu fyrir samgöngur og ferðaþjónustu í uppsveitum Suðurlands. Brú á móts við Árnes styttir vegalengdir um tugi kílómetra. 15. maí 2020 22:52 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 en Hvammsvirkjun yrði fyrsta virkjunin í neðri Þjórsá, 95 megavött að stærð. Það var í júnímánuði í fyrra, árið 2021, sem Landsvirkjun sótti um virkjunarleyfið. Núna, hálfu öðru ári síðar, er það loksins að komast í höfn. „Það er mjög ánægjulegt að við erum búnir að fá leyfið. Við fyrstu sýn virðist ekki vera neitt óvænt í því. Þannig að við munum núna bara fara yfir það og vonandi klára það bara alveg á næstu vikum,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Hvammsvirkjun yrði fyrsta virkjunin í Þjórsá í byggð.Landsvirkjun En telur hann þetta eðlilegan tíma sem það tók Orkustofnun að afgreiða virkjunarleyfið? „Nei, ég myndi ekki telja það. Áður fyrr hefur þetta tekið svona um þrjá og hálfan mánuð. Þannig að þetta er óheppilegt. En við vonum bara að þetta gangi til dæmis betur núna með Búrfellslund, sem við erum búnir að leggja inn. En þetta tók að okkar mati óeðlilega langan tíma.“ Stöðvarhúsið verður neðanjarðar. Frárennslisskurðurinn sést hægra megin. Ofar sést Búrfell og Skarðsfjall til hægri.Landsvirkjun Hörður segir næsta skref að sækja um framkvæmdaleyfi til sveitarfélaganna og vonast til að það gangi vel. Samhliða því verði útboð undirbúin og síðan þurfi lokaumfjöllun stjórnar Landsvirkjunar. „En við vonum að það eigi allt að geta gengið í gegn svona á næstu mánuðum.“ Hörður áætlaði í fyrra að kostnaður við Hvammsvirkjun yrði á bilinu 300 til 350 milljónir dollara, eða 40 til 45 milljarðar króna, en segir núna að allar kostnaðartölur hafi síðan hækkað. En hvenær gætu framkvæmdir hafist? „Það eru svona möguleikar á því að það geti orðið svona á miðju næsta ári. En að sjálfsögðu er þetta háð samþykki stjórnar Landsvirkjunar,“ segir Hörður. Fyrirhuguð brú sem Landsvirkjun hyggst reisa yfir Þjórsá á móts við Árnes.Landsvirkjun Byrjað yrði á vegagerð og aðstöðusköpun. „Síðan myndum við mjög fljótlega byrja á framkvæmdum tengdum virkjuninni, bæði frárennslisskurðinum, ætlum sem sagt að nýta hluta af efninu þar í vegagerð.“ Nýja Þjórsárbrúin kæmi fyrir ofan eyjuna Árnes og fossinn Búða og myndi nýr Búðafossvegur tengjast Þjórsárdalsvegi við þorpið Árnes. Landsveitarmegin tengist Búðafossvegur Landvegi við bæinn Minnivelli.KORT/HAFSTEINN ÞÓRÐARSON Framkvæmdunum fylgir langþráð brúarsmíði yfir Þjórsá á móts við Árnes, sem styttir vegalengdir um tugi kílómetra milli efstu byggða í Árnes- og Rangárvallasýslu. „Það yrði eitt af fyrstu verkunum sem við myndum ráðast í. Það auðveldar mjög framkvæmdina,“ segir forstjóri Landsvirkjunar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Sumarið 2009 fjallaði Stöð 2 um fyrirhugaða Þjórsárbrú í þessari frétt:
Orkumál Landsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Loftslagsmál Umhverfismál Orkuskipti Samgöngur Vegagerð Deilur um Hvammsvirkjun Tengdar fréttir Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar sent Landsvirkjun til yfirlestrar Orkustofnun hefur sent virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar í Þjórsá til umsækjandans, Landsvirkjunar, til yfirlestrar. Eitt og hálft ár er frá því Landsvirkjun sótti um virkjunarleyfið en umsóknin var send inn í júní árið 2021. Ári síðar, í júní 2022, auglýsti stofnunin umsóknina og gaf þeim sem málið varðar færi á að koma á framfæri sjónarmiðum sínum með skriflegum athugasemdum. 29. nóvember 2022 11:44 Vonast til að hefja framkvæmdir við stórvirkjun í Þjórsá í haust Landsvirkjun vonast til að virkjunarleyfi fyrir næstu stórvirkjun landsins, Hvammsvirkjun í Þjórsá, verði auglýst á næstu dögum og stefnir að því að hefja undirbúningsframkvæmdir með haustinu. 25. apríl 2022 21:50 Tvær nýjar brýr yfir Þjórsá í bígerð á þessu og næsta ári Tvær nýjar brýr yfir Þjórsá, sem nú eru í bígerð í tengslum við virkjanaframkvæmdir, gætu haft mikla þýðingu fyrir samgöngur og ferðaþjónustu í uppsveitum Suðurlands. Brú á móts við Árnes styttir vegalengdir um tugi kílómetra. 15. maí 2020 22:52 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar sent Landsvirkjun til yfirlestrar Orkustofnun hefur sent virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar í Þjórsá til umsækjandans, Landsvirkjunar, til yfirlestrar. Eitt og hálft ár er frá því Landsvirkjun sótti um virkjunarleyfið en umsóknin var send inn í júní árið 2021. Ári síðar, í júní 2022, auglýsti stofnunin umsóknina og gaf þeim sem málið varðar færi á að koma á framfæri sjónarmiðum sínum með skriflegum athugasemdum. 29. nóvember 2022 11:44
Vonast til að hefja framkvæmdir við stórvirkjun í Þjórsá í haust Landsvirkjun vonast til að virkjunarleyfi fyrir næstu stórvirkjun landsins, Hvammsvirkjun í Þjórsá, verði auglýst á næstu dögum og stefnir að því að hefja undirbúningsframkvæmdir með haustinu. 25. apríl 2022 21:50
Tvær nýjar brýr yfir Þjórsá í bígerð á þessu og næsta ári Tvær nýjar brýr yfir Þjórsá, sem nú eru í bígerð í tengslum við virkjanaframkvæmdir, gætu haft mikla þýðingu fyrir samgöngur og ferðaþjónustu í uppsveitum Suðurlands. Brú á móts við Árnes styttir vegalengdir um tugi kílómetra. 15. maí 2020 22:52