Íslenski hesturinn á forsíðu New York Times Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. september 2022 20:35 Katrín Ólína Sigurðardóttir á Skeiðvöllum, ásamt Stormi, sem er á forsíðu New York Times Magazine blaðsins. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hesturinn Stormur, sem er blesóttur, níu vetra verður heimsfrægur á morgun, því hann prýðir forsíðu New York Times Magazine blaðsins, sem kemur þá út. 150 milljónir manna eru áskrifendur af blaðinu á netinu, og blaðið verður líka gefið út í milljónum prentaðra eintaka. Davíð Jónsson og Katrín Ólína Sigurðardóttir eiga hestabúgarðinn Skeiðvelli í Rangárþingi ytra þar sem þau eru með um hundrað hross. Þau þjónusta mikið ferðamenn, sem koma í ferðir í hestaleigunni hjá þeim og eru Bandaríkjamenn þar áberandi. Nýlega voru ljósmyndarar frá New York Times á Skeiðvöllum í tvo daga til að mynda hestana og hesturinn Stormur frá Hamrahóli er á forsíðu blaðsins. „Já, hann er bara algjör stjarna, stór og fallegur,“ segir Katrín og bætir við. „Ég var ekki alveg að trúa þessu fyrst en svo þegar það var búið að ráða True Nord líka í verkefnið þá sá ég að það var fúlasta alvara á bak við þetta og við bara tókum þátt í þessu.“ Ljósmyndastúdíói var komið fyrir í hesthúsinu þar sem 17 hestar á búinu voru myndaðir í bak og fyrir og verða þær myndir notaðar í blaðinu á nokkrum blaðsíðum, sem kynning á íslenska hestinum. „Þetta eru mjög listrænar myndir, við skulum bara segja það. Það eru miklir litir, ekkert endilega allar í fókus, þetta eru svona allt öðruvísi hestamyndir en maður hefur séð áður að minnsta kosti,“ segir Katrín og hlær. Hestarnir stóðu sig einstaklega vel í myndatökunni.Aðsend “Þetta fær mikla dreifingu því það eru um 150 milljón manns, sem eru áskrifendur af þessu blaði á netinu og einhver milljón eintaka, sem eru prentuð líka. Þetta er góð kynning fyrir íslenska hestinn, mér finnst það alveg frábært,“ segir Katrín. En af hverju er íslenski hesturinn svona vinsæll í útlöndum? „Ég er búin að finna þessar vinsældir bara hérna í sumar hjá okkur, en við erum búin að fá rosalega mikið af hópum til okkar frá Bandaríkjunum á hestasýningar og þá er svolítið gaman að geta bætt þessu við kynninguna, sagt þeim frá þessu, að kíkja í þetta blað þegar það kemur út,“ segir Katrín stolt af íslenska hestinum og þeirri athygli, sem hann er að fá í New York Times og víðar. Hér er Stormur á forsíðunni en myndir af fullt af öðrum hestum frá Skeiðvöllum eru svo inn í blaðinu.Aðsend Rangárþing ytra Hestar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
Davíð Jónsson og Katrín Ólína Sigurðardóttir eiga hestabúgarðinn Skeiðvelli í Rangárþingi ytra þar sem þau eru með um hundrað hross. Þau þjónusta mikið ferðamenn, sem koma í ferðir í hestaleigunni hjá þeim og eru Bandaríkjamenn þar áberandi. Nýlega voru ljósmyndarar frá New York Times á Skeiðvöllum í tvo daga til að mynda hestana og hesturinn Stormur frá Hamrahóli er á forsíðu blaðsins. „Já, hann er bara algjör stjarna, stór og fallegur,“ segir Katrín og bætir við. „Ég var ekki alveg að trúa þessu fyrst en svo þegar það var búið að ráða True Nord líka í verkefnið þá sá ég að það var fúlasta alvara á bak við þetta og við bara tókum þátt í þessu.“ Ljósmyndastúdíói var komið fyrir í hesthúsinu þar sem 17 hestar á búinu voru myndaðir í bak og fyrir og verða þær myndir notaðar í blaðinu á nokkrum blaðsíðum, sem kynning á íslenska hestinum. „Þetta eru mjög listrænar myndir, við skulum bara segja það. Það eru miklir litir, ekkert endilega allar í fókus, þetta eru svona allt öðruvísi hestamyndir en maður hefur séð áður að minnsta kosti,“ segir Katrín og hlær. Hestarnir stóðu sig einstaklega vel í myndatökunni.Aðsend “Þetta fær mikla dreifingu því það eru um 150 milljón manns, sem eru áskrifendur af þessu blaði á netinu og einhver milljón eintaka, sem eru prentuð líka. Þetta er góð kynning fyrir íslenska hestinn, mér finnst það alveg frábært,“ segir Katrín. En af hverju er íslenski hesturinn svona vinsæll í útlöndum? „Ég er búin að finna þessar vinsældir bara hérna í sumar hjá okkur, en við erum búin að fá rosalega mikið af hópum til okkar frá Bandaríkjunum á hestasýningar og þá er svolítið gaman að geta bætt þessu við kynninguna, sagt þeim frá þessu, að kíkja í þetta blað þegar það kemur út,“ segir Katrín stolt af íslenska hestinum og þeirri athygli, sem hann er að fá í New York Times og víðar. Hér er Stormur á forsíðunni en myndir af fullt af öðrum hestum frá Skeiðvöllum eru svo inn í blaðinu.Aðsend
Rangárþing ytra Hestar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira