Bretland

Assange sagður játa sök til að ganga laus
Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, er sagður munu játa sök í sakamáli sem bandarísk stjórnvöld höfða á hendur honum. Það sé hluti af dómsátt sem dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna bjóði honum.

Spænska lögreglan vill enga aðstoð frá Bretum við leitina á Tenerife
Þyrlur, leitarhundar og drónar hafa verið notaðir við letina að hinum 19 ára gamla Jay Slater sem saknað hefur verið á Tenerife síðan á mánudag. Spænska lögreglan hefur afþakkað aðstoð frá kollegum sínum á Bretlandi.

Róbert á lista yfir bestu lögmenn Bretlands
Róbert Spanó, lagaprófessor og fyrrum forseta Mannréttindadómstóls Evrópu, hefur verið valinn á lista yfir bestu lögmenn Bretlands á sviði mannréttinda og þjóðréttar. Þetta er líklega í fyrsta skipti sem það gerist með íslenskan lögfræðing.

Enn ekkert spurst til týnda unga mannsins á Tenerife
Vinir Jay Slater, nítján ára gamals manns sem hefur verið týndur á Tenerife síðan á mánudagsmorgun, hafa beðið bresku og spænsku lögreglurnar um að veita þeim liðsauka í leitinni. Hann var í sínu fyrsta fríi án foreldra sinna þegar hann týndist.

Skömmin sé Breta, Færeyinga og Norðmanna
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) segja nýtt samkomulag Breta, Færeyinga og Noregs festa enn ríkar í sessi óásættanlega ofveiði makríls. „Yfirgangurinn er þeirra og skömmin er þeirra,“ segja samtökin.

Lífvörður Sunaks veðjaði á hvenær yrði kosið
Lögreglumaður sem gætir öryggis Rishis Sunak, forsætisráðherra Bretlands, hefur verið handtekinn vegna gruns um veðmálasvindl. Honum er gefið að sök að hafa veðjað á það hvenær Bretar myndi ganga til kosninga.

Ungur breskur maður týndur á Tenerife
Ungur breskur maður hefur verið týndur á Tenerife frá því í fyrradag. Maðurinn, Jay Slater, er 19 ára gamall og var í sínu fyrsta fríi án foreldra sinna þegar hann týndist. Móðir mannsins, Debbie Duncan, segist ekkert hafa heyrt frá honum í 48 klukkutíma. Maðurinn var með vinum sínum á Tenerife til að fara á tónlistarhátíðina NRG.

Sprautuðu duftmálningu á Stonehenge
Mótmælendur frá samtökunum Just Stop Oil sprautuðu duftmálningu á mannvirkið Stonehenge í Bretlandi fyrr í dag.

McKellen heill á húfi
Ian McKellen er heill á húfi og ber sig vel, eftir að hafa fallið af leiksviði í gær. Búist er við því að hann snúi aftur á leiksviðið í vikunni.

Ian McKellen féll af sviði og var fluttur á sjúkrahús
Breski leikarinn Ian McKellen var fluttur á sjúrkahús í Lundúnum í kvöld eftir að hafa fallið af leiksviði í West End á sýningunni Players Kings, þar sem McKellen fer með aðalhlutverk.

Ísland að detta úr tísku
Staðan í ferðamennskunni út árið er grafalvarleg að sögn sérfræðings í starfrænni markaðssetningu. Ísland er nánast að detta úr tísku hjá ferðamönnum um allan heim.

Katrín kemur fram í fyrsta sinn frá krabbameinsgreiningu
Katrín prinsessa af Wales kom opinberlega fram í fyrsta skipti í dag síðan hún greindist með krabbamein og gekkst undir aðgerð í janúar.

Aðeins fjórðungur Breta vill vera utan ESB
Nú átta árum eftir að meirihluti Breta greiddi atkvæði með því að ganga úr Evrópusambandinu segist aðeins fjórðungur telja að Bretland eigi að standa utan sambandsins. Hlutfallið hefur ekki verið lægra frá þjóðatkvæðagreiðslunni.

Vonast til þess að ráðgátan um Lögréttutjöldin leysist
Lögréttutjöldin eru komin aftur til Íslands eftir að hafa verið í Skotlandi í 166 ár. Verkefnastjóri sýningarinnar segir margt um sögu tjaldanna vera mikla ráðgátu og vonast til þess að læra meira um þau á meðan þau eru til sýnis.

Easyjet flýgur frá Akureyri til Manchester í vetur
Breska lágfargjaldaflugfélagið Easyjet hyggst bjóða upp á áætlunarferðir á milli Akureyrar annars vegar og London og Manchester hins vegar í vetur. Búið er að opna fyrir bókanir á flugleiðunum.

Tólf ára drengir sekir um morð á nítján ára gömlum manni
Tveir tólf ára drengir hafa verið fundnir sekir um að hafa stungið nítján ára gamlan mann til bana í almenningsgarði í bænum Wolverhampton í Bretlandi í nóvember í fyrra.

Lést af náttúrulegum orsökum
Breski sjónvarpslæknirinn, Michael Mosley, sem fannst látinn í gær á grísku eyjunni Symi lést af náttúrulegum orsökum samkvæmt fyrstu krufningu sem var framkvæmd á líki hans í dag.

Myndaveisla: Eliza og Lilja Alfreðs í afmæli Karls Bretakonungs
Breska sendiráðið fagnaði afmæli Karls Bretakonungs í hópi góðra gesta í veislusal Center Hotels Plaza við Aðalstræti í gær. Afmæli þjóðhöfðingja í Bretlandi er vanalega haldið í júní þó afmæli þeirra séu á öllum tímum árs. Þema veislunnar var sustainability eða sjálfbærni og umhverfisvernd, sem hafa lengi verið áhersluatriði konungsins.

Minnist ævintýragjarna og dásamlega mannsins síns
Yfirvöld á grísku eyjunni Symi hafa staðfest að lík sem fannst í morgun sé af breska sjónvarpslækninum Michael Mosley. Eiginkona hans minnist hans og segist niðurbrotin.

Talið að lík Mosley sé fundið
Lík af manni hefur fundist í helli við grísku eyjuna Symi. Talið er að þar sé um að ræða breska sjónvarpsmanninn Michael Mosley sem hefur verið saknað síðan á miðvikudag.

Sunak biðst afsökunar á brotthvarfi frá Normandí
Rishi Sunak segir það hafa verið mistök að yfirgefa minningarathöfn um innrásina í Normandí í gær. Það gerði hann til þess að gefa sjónvarpsviðtal heimafyrir, þar sem hann stendur í harðri kosningabaráttu.

Eltihrellirinn höfðar mál gegn Netflix
Skosk kona sem segist vera innblásturinn að eltihrellinum Mörthu Scott í vinsælu þáttunum Baby Reindeer úr smiðju Netflix hefur höfðað mál á hendur streymisveitunni. Hún krefst 170 milljóna dala í skaðabætur sem nemur um 24 milljörðum íslenskra króna.

Frægs sjónvarpslæknis leitað
Frægur sjónvarpslæknir sem skrifaði bók um 5:2 mataræðið , Michael Mosley, er nú leitað á grísku eyjunni Symi. Viðbragðsaðilar á svæðinu leggja nú allt kapp á að finna Mosley en við leitirnar er notast við leitarhunda og dróna.

„Eins og þetta hafi gerst í gær á þessum stöðum“
Áttatíu ár eru liðin frá árásinni í Normandí, þar sem herlið Bandamanna réðst inn í Frakkland til að frelsa Evrópu undan oki nasismans. Séra Þórhallur Heimisson stendur fyrir ferð á þessar sögulegu slóðir.

Áttatíu ár frá innrásinni í Normandí
Minningarathafnir fara nú fram í Normandí í Frakklandi og á Bretlandseyjum til þess að minnast þess að áttatíu ár eru nú liðin frá því herlið Bandamanna réðst inn í Frakkland til að frelsa Evrópu undan oki nasismans.

Dorrit hvetur Nigel Farage til dáða
Dorrit Moussaieff, fyrrum forsetafrú, birti mynd af sér í dag á Instagram með breska stjórnmálamanninum Nigel Farage, og hvatti hann til dáða.

Sunak og Starmer tókust á um skatta, útlendingamál og NHS
Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands og formaður Íhaldsflokksins, og Keir Starmer, formaður Verkamannaflokksins, mættust í gær í fyrstu kappræðum sínum fyrir þingkosningarnar í Bretlandi sem fara fram 4. júlí næstkomandi.

Fékk mjólkurhristing í andlitið við upphaf kosningabaráttunnar
Ung kona kastaði mjólkurhristingi í andlitið á Nigel Farage þegar hann hóf kosningabaráttu sína fyrir þingkosningar í Bretlandi í dag. Farage sagði skóla landsins „eitra“ hugi ungs fólks í heimsókn sinni í Essex.

Nýfætt barn sem fannst í janúar alsystkini annarra yfirgefinna barna
Nýfætt barn sem fannst yfirgefið í Lundúnum í janúar, þegar hitastig var undir frostmarki, er alsystkini tveggja ungabarna sem einnig fundust yfirgefinn í stórborginni.

Farage snýst hugur og býður sig fram til þings
Nigel Farage, einn helsti hvatamaðurinn að útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, ætlar að bjóða sig fram til þingsetu í kosningunum sem fara fram í næsta mánuði. Upphaflega ætlaði Farage að sitja hjá og hjálpa Donald Trump vini sínum að ná kjöri í Bandaríkjunum.