Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Valur Páll Eiríksson skrifar 7. maí 2025 09:02 Shane Richardson lést í slysinu. Hann skilur eftir sig tvær ungar dætur. Instagram Banaslys varð í mótorhjólakeppni á Bretlandi í fyrradag. Ellefu mótorhjól lentu saman með þeim afleiðingum að tveir létust og einn hálsbrotnaði. „Það var ekkert hægt að gera,“ segir einn þeirra sem lenti í slysinu. Hinn enski Owen Jenner, 21 árs, og Nýsjálendingurinn Shane Richardson, 29 ára, létu lífið í slysinu sem varð í keppni í bresku SuperSport-mótórhjólamótaröðinni í Oulton Park-brautinni í Chesire. Tom Tunstall hálsbrotnaði en annar ökuþór, Morgan McLaren-Wood, slapp með minniháttar meiðsli og þrír þeirra ellefu sem lentu í slysinu voru ómeiddir. McLaren-Wood tjáði sig um slysið við breska ríkisútvarpið BBC: „Ég var líklega röð fyrir aftan Shane og Owen (þá sem létust). Þetta var bara kaós, það var ekkert sem neinn gat gert. Hjólin voru út um allt og ekkert sem neinn gat farið, þetta er svo þröng braut,“ segir McLaren-Wood, sem þekkti landa sinn frá Nýja-Sjálandi, Shane Richardson vel. Ellefu hjól lentu saman í slysinu.Skjáskot Richardson hafði tekið hann undir sinn verndarvæng þegar McLaren-Wood flutti ungur til Bretlands til að freista gæfunnar í heimi mótorhjólanna. „Shane var yndislegur maður. Við spjölluðum eftir hverja einustu keppni, sögðum frá því hvernig okkur hefði gengið, og hann veitti ráð um hvernig ég gæti bætt mig,“ segir McLaren-Wood um Richardson, sem skilur eftir sig konu og tvær ungar dætur. „Hann var frábær faðir. Ég get ekki ímyndað mér hvað þær eru að ganga í gegnum. Þetta er svo skyndilegur og óvæntur missir.“ We’re saddened to hear that Shane Richardson and Owen Jenner have passed awayOur thoughts are with their family and friends in this difficult time Ride in Peace pic.twitter.com/3nFO7SGAlZ— TNT Sports Bikes (@bikesontnt) May 5, 2025 Um er að ræða fyrstu dauðsföllin á SuperSport-mótaröðinni síðan árið 2022 þegar Chrissy Rouse lést í keppni á Donington Park-brautinni. Mótaröðin er í umsjá Motorsport Vision Racing (MSV). Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir að slysið og aðstæðurnar sem leiddu til þess séu til rannsóknar. „Ég held að það sé ávallt hægt að bæta öryggi í íþróttum,“ segir McLaren-Wood aðspurður um hvað sé hægt að læra af slysinu. „Kannski eru of margir ökuþórar á brautinni, ég er ekki viss. Ég er ekki öryggissérfræðingur, en aðallega er þetta auðvitað harmleikur.“ Akstursíþróttir Bretland Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Fleiri fréttir Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Dagskráin: Bikarmeistarar, Stúkan og VARsjáin á sama kvöldinu Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Ólympíumeistarinn hitti ekki dýnuna og missir af HM Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Sjá meira
Hinn enski Owen Jenner, 21 árs, og Nýsjálendingurinn Shane Richardson, 29 ára, létu lífið í slysinu sem varð í keppni í bresku SuperSport-mótórhjólamótaröðinni í Oulton Park-brautinni í Chesire. Tom Tunstall hálsbrotnaði en annar ökuþór, Morgan McLaren-Wood, slapp með minniháttar meiðsli og þrír þeirra ellefu sem lentu í slysinu voru ómeiddir. McLaren-Wood tjáði sig um slysið við breska ríkisútvarpið BBC: „Ég var líklega röð fyrir aftan Shane og Owen (þá sem létust). Þetta var bara kaós, það var ekkert sem neinn gat gert. Hjólin voru út um allt og ekkert sem neinn gat farið, þetta er svo þröng braut,“ segir McLaren-Wood, sem þekkti landa sinn frá Nýja-Sjálandi, Shane Richardson vel. Ellefu hjól lentu saman í slysinu.Skjáskot Richardson hafði tekið hann undir sinn verndarvæng þegar McLaren-Wood flutti ungur til Bretlands til að freista gæfunnar í heimi mótorhjólanna. „Shane var yndislegur maður. Við spjölluðum eftir hverja einustu keppni, sögðum frá því hvernig okkur hefði gengið, og hann veitti ráð um hvernig ég gæti bætt mig,“ segir McLaren-Wood um Richardson, sem skilur eftir sig konu og tvær ungar dætur. „Hann var frábær faðir. Ég get ekki ímyndað mér hvað þær eru að ganga í gegnum. Þetta er svo skyndilegur og óvæntur missir.“ We’re saddened to hear that Shane Richardson and Owen Jenner have passed awayOur thoughts are with their family and friends in this difficult time Ride in Peace pic.twitter.com/3nFO7SGAlZ— TNT Sports Bikes (@bikesontnt) May 5, 2025 Um er að ræða fyrstu dauðsföllin á SuperSport-mótaröðinni síðan árið 2022 þegar Chrissy Rouse lést í keppni á Donington Park-brautinni. Mótaröðin er í umsjá Motorsport Vision Racing (MSV). Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir að slysið og aðstæðurnar sem leiddu til þess séu til rannsóknar. „Ég held að það sé ávallt hægt að bæta öryggi í íþróttum,“ segir McLaren-Wood aðspurður um hvað sé hægt að læra af slysinu. „Kannski eru of margir ökuþórar á brautinni, ég er ekki viss. Ég er ekki öryggissérfræðingur, en aðallega er þetta auðvitað harmleikur.“
Akstursíþróttir Bretland Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Fleiri fréttir Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Dagskráin: Bikarmeistarar, Stúkan og VARsjáin á sama kvöldinu Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Ólympíumeistarinn hitti ekki dýnuna og missir af HM Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Sjá meira