Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Kjartan Kjartansson skrifar 29. apríl 2025 10:33 Tom Watson undirbýr pútt á Opna mótinu á Turnberry-vellinum í Skotlandi árið 2009, síðast þegar mótið var haldið þar. Bresk stjórnvöld sjá sér hag í að koma mótinu aftur þangað til þess að þóknast sitjandi Bandaríkjaforseta sem á völlinn. Vísir/EPA Bresk stjórnvöld hafa sett þrýsting á skipuleggjendur Opna mótsins, elsta golfmóts í heimi og eitt fjögurra risamóta golfsins, að halda það á velli í eigu Bandaríkjaforseta í Skotlandi. Þau eru sögð leita allra leiða til þess að komast í mjúkinn hjá forsetanum. Embættismenn frá menningar-, fjölmiðla- og íþróttamálaráðuneyti Bretlands eru sagðir hafa spurt stjórnendur Konunglega og forna golfklúbbsins (e. R&A), sem skipuleggur Opna mótið árlega, hvort þeir geti haldið mótið á Turnberry-vellinum í Skotlandi árið 2028. Turnberry er í eigu núverandi Bandaríkjaforseta sem er mikill golfáhugamaður. Heimildarmenn The Guardian segja ýmist að breska ríkisstjórnin beiti klúbbinn beinum þrýstingi til þess að fá forsetanum mótið eða grennslist aðeins fyrir um hvaða hindranir væru í vegi þess. „Ríkisstjórnin er að gera allt sem hún getur til þess að nálgast [Bandaríkjaforseta],“ segir einn þeirra við breska blaðið. Eitt af því sem hún hafi gert sé að halda á lofti þeirri hugmynd að Opna mótið snúi aftur á Turnberry-völlinn. Mikið er í húfi þar sem Bandaríkjastjórn háir nú tollastríð við flest ríki heims og blikur eru á lofti um hvort að hún haldi áfram þátttöku í varnarbandalagi við Bretland og Evrópuríki. Bandaríski forsetinn er sagður hafa spurt Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, ítrekað hvort að völlur hans gæti fengið að halda mótið. Völlurinn hefur verið rekinn með tapi undanfarin ár. Hafa ekki viljað blanda pólitík inn í mótið Opna mótið hefur verið haldið fjórum sinnum á Turnberry. Til stóð að halda það þar árið 2020 en R&A hætti við það eftir að eigandinn var fyrst kjörinn forseti Bandaríkjanna árið 2016. Golfklúbburinn ítrekað síðar að mótið yrði ekki haldið þar í bráð eftir að stuðningsmenn forsetans réðust á bandaríska þinghúsið 6. janúar 2021. Þáverandi forseti klúbbsins sagðist ekki vilja að fjölmiðlafár í kringum forsetann drægi athygli frá mótinu sjálfu síðast í nóvember. Síðan þá hafa orðið stjórnarskipti í klúbbnum. Mark Darbon, nýr forseti, sagði í síðustu viku að hann vildi að Turnberry héldi mótið aftur „einhvern tímann“. Pólitík er þó ekki eina ástæðan fyrir því Turnberry hefur ekki verið talinn fýsilegur kostur til að hýsa Opna mótið. Vinsældir þess hafa vaxið gríðarlega frá því að mótið var haldið síðast á Turnberry árið 2009. Þá komu 123.000 áhorfendur til þess að fylgjast með keppninni. Þeir voru 250.000 talsins á Royal Troon í fyrra. Sumir þeirra sögufrægu valla sem hafa hýst mótið í gegnum tíðina eiga því erfitt með það vegna skorts á innviðum og plássi. Stewart Cink vann síðast þegar Opna mótið var haldið á Turnberry. Hann sigraði goðsögnina Tom Watson sem var þá á sextugasta aldursári og hefði orðið langelsti sigurvegari í sögu mótsins sem nær aftur til 19. aldar. Golf Bandaríkin Bretland Donald Trump Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Handbolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Leik lokið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Íslenski boltinn Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Fleiri fréttir Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Mikilmennin misstíga sig á PGA-meistaramótinu Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Rosalegur ráshópur McIlroy Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Fjórtán ára strákur kominn í lokaúrtökumót fyrir Opna bandaríska Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Sjá meira
Embættismenn frá menningar-, fjölmiðla- og íþróttamálaráðuneyti Bretlands eru sagðir hafa spurt stjórnendur Konunglega og forna golfklúbbsins (e. R&A), sem skipuleggur Opna mótið árlega, hvort þeir geti haldið mótið á Turnberry-vellinum í Skotlandi árið 2028. Turnberry er í eigu núverandi Bandaríkjaforseta sem er mikill golfáhugamaður. Heimildarmenn The Guardian segja ýmist að breska ríkisstjórnin beiti klúbbinn beinum þrýstingi til þess að fá forsetanum mótið eða grennslist aðeins fyrir um hvaða hindranir væru í vegi þess. „Ríkisstjórnin er að gera allt sem hún getur til þess að nálgast [Bandaríkjaforseta],“ segir einn þeirra við breska blaðið. Eitt af því sem hún hafi gert sé að halda á lofti þeirri hugmynd að Opna mótið snúi aftur á Turnberry-völlinn. Mikið er í húfi þar sem Bandaríkjastjórn háir nú tollastríð við flest ríki heims og blikur eru á lofti um hvort að hún haldi áfram þátttöku í varnarbandalagi við Bretland og Evrópuríki. Bandaríski forsetinn er sagður hafa spurt Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, ítrekað hvort að völlur hans gæti fengið að halda mótið. Völlurinn hefur verið rekinn með tapi undanfarin ár. Hafa ekki viljað blanda pólitík inn í mótið Opna mótið hefur verið haldið fjórum sinnum á Turnberry. Til stóð að halda það þar árið 2020 en R&A hætti við það eftir að eigandinn var fyrst kjörinn forseti Bandaríkjanna árið 2016. Golfklúbburinn ítrekað síðar að mótið yrði ekki haldið þar í bráð eftir að stuðningsmenn forsetans réðust á bandaríska þinghúsið 6. janúar 2021. Þáverandi forseti klúbbsins sagðist ekki vilja að fjölmiðlafár í kringum forsetann drægi athygli frá mótinu sjálfu síðast í nóvember. Síðan þá hafa orðið stjórnarskipti í klúbbnum. Mark Darbon, nýr forseti, sagði í síðustu viku að hann vildi að Turnberry héldi mótið aftur „einhvern tímann“. Pólitík er þó ekki eina ástæðan fyrir því Turnberry hefur ekki verið talinn fýsilegur kostur til að hýsa Opna mótið. Vinsældir þess hafa vaxið gríðarlega frá því að mótið var haldið síðast á Turnberry árið 2009. Þá komu 123.000 áhorfendur til þess að fylgjast með keppninni. Þeir voru 250.000 talsins á Royal Troon í fyrra. Sumir þeirra sögufrægu valla sem hafa hýst mótið í gegnum tíðina eiga því erfitt með það vegna skorts á innviðum og plássi. Stewart Cink vann síðast þegar Opna mótið var haldið á Turnberry. Hann sigraði goðsögnina Tom Watson sem var þá á sextugasta aldursári og hefði orðið langelsti sigurvegari í sögu mótsins sem nær aftur til 19. aldar.
Golf Bandaríkin Bretland Donald Trump Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Handbolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Leik lokið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Íslenski boltinn Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Fleiri fréttir Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Mikilmennin misstíga sig á PGA-meistaramótinu Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Rosalegur ráshópur McIlroy Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Fjórtán ára strákur kominn í lokaúrtökumót fyrir Opna bandaríska Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Sjá meira
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn