Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Magnús Jochum Pálsson skrifar 25. apríl 2025 08:59 Þríeykið um borð í Sylvíu með Stúlknakór Húsavíkur að syngja um Húsavík, hvalina og mávana. Tónlistarmyndbandið fyrir „Húsavík (My Hometown)“ í flutningi Remember Monday, sem keppir fyrir hönd Bretlands í Eurovision 2025, er komið út. Myndbandið er tekið upp á Húsavík og syngur stúlknakór Húsavíkur með þríeykinu. Myndbandið hefst á sólríkum degi á Húsavík þar sem tvær stúlkur leika sér saman í fótbolta á bryggjunnni. Sjómaður, leikinn af Stefáni Pétri Sólveigarsyni, stingur þá höfðinu út um glugga á veiðibát og býður góðan dag og geimfari á dekki veifar honum. „Stelpur, ég er svo ótrúlega stoltur af ykkur. Bara muna: Syngja með hjartanu,“ segir gulljakkafatalæddi karakterinn Óskar Óskarsson, sem Sigurður Illugason og sjómaðurinn birtist svo aftur og býður fólk velkomið til Húsavíkur. Stúlknakórinn hefur lagið um borð í bátnum Sylvíu og Remember Monday taka síðan keflinu í ábreiðu sem breytir ekki miklu frá upprunalegu útgáfunni. Í myndbandinu má síðan sjá þríeykið skoða sig um í bænum og fara á Eurovision-safnið sem er þar. Skemmtu sér konunglega á Húsavík Keppendum í Eurovision í ár býðst að taka ábreiðu af lagi að eigin vali, sem svo verður birt á opinberum miðlum keppninnar. Remember Monday valdi „Húsavík“ og lýstu því sem sinni fyrstu ósk að fá að taka það upp á sjálfri Húsavík – með kórnum sem kom fram á Óskarsverðlaununum árið 2021. „Það hefur lengi verið draumur okkar að heimsækja Húsavík,“ sögðu Lauren Byrne, Holly Hull og Charlotte Steele, meðlimir hljómsveitarinnar, í tilkynningu fyrr í mánuðinum. „Síðan Eurovision-myndin kom út hefur okkur dreymt um að koma þangað – og nú hefur keppnin sjálf gefið okkur tækifæri til að láta þann draum rætast. Við erum í skýjunum yfir því að fá að syngja með þessum ótrúlega stúlknakór frá Húsavík.“ Tónlistarmyndbandið er unnið af Film Húsavík og Castor Miðlun fyrir BBC. Leikstjóri er Rafnar Orri Gunnarsson, Örlygur Hnefill Örlygsson er framleiðandi og tökustjórn annast Elvar Örn Egilsson. „Við skemmtum okkur konunglega að taka þetta upp í Húsavík, vonandi elskið þið þetta jafnmikið og við,“ skrifar þríeykið í ummælum við Youtube-myndbandið. Stúlknakór Húsavíkur syngur fallegan inngang að ábreiðu þríeykisins. Eurovision Norðurþing Bretland Tónlist Eurovision-mynd Will Ferrell Eurovision 2025 Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fleiri fréttir Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Sjá meira
Myndbandið hefst á sólríkum degi á Húsavík þar sem tvær stúlkur leika sér saman í fótbolta á bryggjunnni. Sjómaður, leikinn af Stefáni Pétri Sólveigarsyni, stingur þá höfðinu út um glugga á veiðibát og býður góðan dag og geimfari á dekki veifar honum. „Stelpur, ég er svo ótrúlega stoltur af ykkur. Bara muna: Syngja með hjartanu,“ segir gulljakkafatalæddi karakterinn Óskar Óskarsson, sem Sigurður Illugason og sjómaðurinn birtist svo aftur og býður fólk velkomið til Húsavíkur. Stúlknakórinn hefur lagið um borð í bátnum Sylvíu og Remember Monday taka síðan keflinu í ábreiðu sem breytir ekki miklu frá upprunalegu útgáfunni. Í myndbandinu má síðan sjá þríeykið skoða sig um í bænum og fara á Eurovision-safnið sem er þar. Skemmtu sér konunglega á Húsavík Keppendum í Eurovision í ár býðst að taka ábreiðu af lagi að eigin vali, sem svo verður birt á opinberum miðlum keppninnar. Remember Monday valdi „Húsavík“ og lýstu því sem sinni fyrstu ósk að fá að taka það upp á sjálfri Húsavík – með kórnum sem kom fram á Óskarsverðlaununum árið 2021. „Það hefur lengi verið draumur okkar að heimsækja Húsavík,“ sögðu Lauren Byrne, Holly Hull og Charlotte Steele, meðlimir hljómsveitarinnar, í tilkynningu fyrr í mánuðinum. „Síðan Eurovision-myndin kom út hefur okkur dreymt um að koma þangað – og nú hefur keppnin sjálf gefið okkur tækifæri til að láta þann draum rætast. Við erum í skýjunum yfir því að fá að syngja með þessum ótrúlega stúlknakór frá Húsavík.“ Tónlistarmyndbandið er unnið af Film Húsavík og Castor Miðlun fyrir BBC. Leikstjóri er Rafnar Orri Gunnarsson, Örlygur Hnefill Örlygsson er framleiðandi og tökustjórn annast Elvar Örn Egilsson. „Við skemmtum okkur konunglega að taka þetta upp í Húsavík, vonandi elskið þið þetta jafnmikið og við,“ skrifar þríeykið í ummælum við Youtube-myndbandið. Stúlknakór Húsavíkur syngur fallegan inngang að ábreiðu þríeykisins.
Eurovision Norðurþing Bretland Tónlist Eurovision-mynd Will Ferrell Eurovision 2025 Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fleiri fréttir Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Sjá meira