Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. apríl 2025 19:45 Meðlimir For Women Scotland fagna ákaft eftir uppkvaðningu dómsins. AP Photo/Kin Cheung Hæstiréttur Bretlands dæmdi í dag að ákvæði jafnréttislaga um konur nái aðeins til „líffræðilegs kyns“ en ekki trans kvenna. Aktívisti segir dóminn hafa lítil áhrif á daglegt líf en hættulegt skref í átt að sömu þróun og í Bandaríkjunum. „Það er einróma ákvörðun þessa dómstóls að hugtökin kona og kyn í jafnréttislögunum frá 2010 vísi til líffræðilegrar konu og líffræðilegs kyns. Við ráðum fólki frá því að líta á þennan dóm sem sigur eins eða fleiri hópa í samfélagi okkar á kostnað annars. Það er hann ekki.“ Þetta sagði Lord Patrick Hodge dómari við Hæstarétt Bretlands þegar hann greindi frá niðurstöðu dómsins. Málið sóttu samtökin For Women Scotland, sem eru andstæðingar trans fólks, gegn skoskum stjórnvöldum vegna laga um jöfn kynjahlutföll í stjórnum opinberra stofnana, sem voru samþykkt árið 2018. Virki sem árás á trans fólk Í lögunum er gert ráð fyrir að trans konur teljist konur en stjórnandi samtakanna FWS hefur haldið því fram að með þessu gætu stjórnir opinberra stofnana verið skipaðar eingöngu körlum. Samtökin fögnuðu ákaft þegar dómurinn hafði verið kveðinn upp. „Það þýðir að skilgreiningin á hugtakinu kona er skýr í lögunum. Nú er ljóst að við erum að vísa til líffræðilegs kyns kvenna og að þegar við sjáum rými eingöngu ætlað konum þýðir það nákvæmlega það: Aðeins konur, engir karlar, ekki einu sinni þótt þeir hafi vottorð um kynleiðréttingu,“ sagði Trina Budge, forstöðukona For Women Scotland, eftir dómsuppsögu. Dómurinn er ekki algildur og á eingöngu við þessi tilteknu lög. Ólíklegt er að trans konur muni finna mikið fyrir áhrifum dómsins frá degi til dags en aktívisti segir þetta skref aftur á bak. „Þetta hefur litla þýðingu. Þetta er árás á transfólk þótt dómarinn hafi lagt sig fram um að útskýra að svo væri ekki. Þetta virkar einfaldlega eins og árás á transfólk og skref í átt að Bandaríkjum Trumps,“ sagði Heather Herbert, trans aktívisti. Málefni trans fólks Hinsegin Bretland Tengdar fréttir Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Hæstiréttur Bretlands komst að þeirri niðurstöðu í morgun að ákvæði jafnréttislaga um konur nái aðeins til „líffræðilegs kyns“ en ekki til trans kvenna. Formaður Samtakanna '78 segir dóminn vega að tilverurétti trans fólks. 16. apríl 2025 13:50 Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Hæstiréttur Bretlands komst að þeirri niðurstöðu í dag að ákvæði jafnréttislaga um konur næðu aðeins til „líffræðilegs kyns“ en ekki trans kvenna. Hópur andstæðinga trans fólks háði áralanga baráttu fyrir dómstólum til þess að fá þá niðurstöðu fram. 16. apríl 2025 09:47 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira
„Það er einróma ákvörðun þessa dómstóls að hugtökin kona og kyn í jafnréttislögunum frá 2010 vísi til líffræðilegrar konu og líffræðilegs kyns. Við ráðum fólki frá því að líta á þennan dóm sem sigur eins eða fleiri hópa í samfélagi okkar á kostnað annars. Það er hann ekki.“ Þetta sagði Lord Patrick Hodge dómari við Hæstarétt Bretlands þegar hann greindi frá niðurstöðu dómsins. Málið sóttu samtökin For Women Scotland, sem eru andstæðingar trans fólks, gegn skoskum stjórnvöldum vegna laga um jöfn kynjahlutföll í stjórnum opinberra stofnana, sem voru samþykkt árið 2018. Virki sem árás á trans fólk Í lögunum er gert ráð fyrir að trans konur teljist konur en stjórnandi samtakanna FWS hefur haldið því fram að með þessu gætu stjórnir opinberra stofnana verið skipaðar eingöngu körlum. Samtökin fögnuðu ákaft þegar dómurinn hafði verið kveðinn upp. „Það þýðir að skilgreiningin á hugtakinu kona er skýr í lögunum. Nú er ljóst að við erum að vísa til líffræðilegs kyns kvenna og að þegar við sjáum rými eingöngu ætlað konum þýðir það nákvæmlega það: Aðeins konur, engir karlar, ekki einu sinni þótt þeir hafi vottorð um kynleiðréttingu,“ sagði Trina Budge, forstöðukona For Women Scotland, eftir dómsuppsögu. Dómurinn er ekki algildur og á eingöngu við þessi tilteknu lög. Ólíklegt er að trans konur muni finna mikið fyrir áhrifum dómsins frá degi til dags en aktívisti segir þetta skref aftur á bak. „Þetta hefur litla þýðingu. Þetta er árás á transfólk þótt dómarinn hafi lagt sig fram um að útskýra að svo væri ekki. Þetta virkar einfaldlega eins og árás á transfólk og skref í átt að Bandaríkjum Trumps,“ sagði Heather Herbert, trans aktívisti.
Málefni trans fólks Hinsegin Bretland Tengdar fréttir Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Hæstiréttur Bretlands komst að þeirri niðurstöðu í morgun að ákvæði jafnréttislaga um konur nái aðeins til „líffræðilegs kyns“ en ekki til trans kvenna. Formaður Samtakanna '78 segir dóminn vega að tilverurétti trans fólks. 16. apríl 2025 13:50 Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Hæstiréttur Bretlands komst að þeirri niðurstöðu í dag að ákvæði jafnréttislaga um konur næðu aðeins til „líffræðilegs kyns“ en ekki trans kvenna. Hópur andstæðinga trans fólks háði áralanga baráttu fyrir dómstólum til þess að fá þá niðurstöðu fram. 16. apríl 2025 09:47 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira
Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Hæstiréttur Bretlands komst að þeirri niðurstöðu í morgun að ákvæði jafnréttislaga um konur nái aðeins til „líffræðilegs kyns“ en ekki til trans kvenna. Formaður Samtakanna '78 segir dóminn vega að tilverurétti trans fólks. 16. apríl 2025 13:50
Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Hæstiréttur Bretlands komst að þeirri niðurstöðu í dag að ákvæði jafnréttislaga um konur næðu aðeins til „líffræðilegs kyns“ en ekki trans kvenna. Hópur andstæðinga trans fólks háði áralanga baráttu fyrir dómstólum til þess að fá þá niðurstöðu fram. 16. apríl 2025 09:47