Stjórnsýsla Deila Íslands og Iceland Foods brýtur blað Fjölskipuð áfrýjunarnefnd Hugverkastofu Evrópusambandsins hefur fyrirskipað að haldinn verði munnlegur málflutningur í deilu íslenskra yfirvalda og bresku verslunarkeðjunnar Iceland Foods um yfirráð yfir orðinu Iceland. Deilan brýtur blað í sögu hinnar fjölskipuðu áfrýjunarnefndar þar sem þetta verður í fyrsta sinn sem nefndin hlýðir á munnlegan málflutning í áfrýjunarmáli. Viðskipti innlent 2.8.2022 14:05 Gunnar Axel nýr bæjarstjóri Voga Gunnar Axel Axelsson, viðskipta- og stjórnsýslufræðingur og deildarstjóri á efnahagssviði Hagstofu Íslands hefur verið ráðinn bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga og tekur við af Ásgeiri Eiríkssyni sem var bæjarstjóri Voga í rúm tíu ár. Alls sóttu fjörutíu umsækjendur um starfið. Innlent 1.8.2022 20:05 Mikil óánægja með drög að frumvarpi um einn sýslumann Umsagnir í samráðsgátt um drög dómsmálaráðherra að frumvarpi til laga um sýslumann eru ekki jákvæðar. Til að mynda segir Sýslumannafélag Íslands skorta að málið sé unnið á faglegum forsendum. Innlent 27.7.2022 11:53 Sérstakt hve áköf umræðan um laun sveitarstjóra sé orðin Aldís Hafsteinsdóttir, nýr sveitarstjóri Hrunamannahrepps, segir það hverrar sveitarstjórnar fyrir sig að ákveða hvort biðlaun sveitarstjóra falli niður séu þeir ráðnir í nýtt starf. Sjálf fékk hún tæpar 17 milljónir greiddar frá Hveragerði við starfslok sín í byrjun sumars vegna biðlauna og launatengdra gjalda og þiggur nú laun frá Hrunamannahreppi. Innlent 22.7.2022 13:00 Erlend fjárfesting afþökkuð Erlendir fjárfestar eiga ekki von á góðu hafi þeir í hyggju að beina fjármagni sínu hingað til lands. Innan stjórnsýslunnar, einkum forsætisráðuneytinu að því er virðist, er lögð rík áhersla á að flækja regluverkið og meðferð Samkeppniseftirlitsins á sölunni á Mílu er síst til þess fallin að glæða áhuga á að fjárfesta á Íslandi. Klinkið 22.7.2022 07:01 Sveitarstjóri Rangárþings ytra með 1,7 milljón króna á mánuði Byggðarráð Rangárþings ytra samþykkti ráðningarsamning við Jón G. Valgeirsson, nýjan sveitarstjóra, á mánudag. Föst heildarlaun Jóns munu vera 1,7 milljón króna á mánuði en auk þess fær hann farsíma, spjaldtölvu og fartölvu til eignar á kostnað sveitarfélagsins. Innlent 21.7.2022 16:49 Þórdís Sif Sigurðardóttir nýr bæjarstjóri Vesturbyggðar Tillaga um ráðningu Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur sem bæjarstjóra Vesturbyggðar verður lögð fram á næsta fundi bæjarráðs Vesturbyggðar. Ráðningin tekur formlega gildi þegar hún hefur verið staðfest á fundinum. Innlent 21.7.2022 15:30 Kaup ríkisins á hluta nýbyggingar Landsbankans enn til skoðunar Viðræður hafa farið fram milli ríkisins og Landsbankans um kaup þess fyrrnefnda á 6500 fermetra hluta nýbyggingar Landsbankans við Austurhöfn. Kaupin eru enn til skoðunar og vonast er til að niðurstaða fáist á næstu vikum. Innlent 20.7.2022 11:56 Hélt það væri nóg komið en íslenska ríkið áfrýjar Kjara- og mannauðssýsla ríkisins hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli sem blaðamaðurinn Björn Þorláksson höfðaði gegn stofnuninni. Björn segist ekki hafa áhyggjur af því að dómsniðurstaðan muni breytast fyrir Landsrétti. Innlent 19.7.2022 15:29 Erna og Soffía ráðnar til Matvælastofnunar Erna Reynisdóttir og Soffía Sveinsdóttir hafa verið ráðnar sem sviðsstjórar hjá Matvælastofnun (MAST). Erna tekur við hjá sviði upplýsingatækni og reksturs og Soffía hjá sviði vettvangseftirlits. Innlent 19.7.2022 10:37 Sveitarstjórastöður séu eyrnamerktar „flokksgæðingum“ og „fjóskörlum allra saurbæja landsins“ Glúmur Baldvinsson segist hafa verið að gera að gamni sínu að stuða Framsóknarmenn þegar hann sótti um í hinar ellefu lausu sveitarstjórastöður landsins. Hann hafi ekki átt von á að vera virtur viðlits en segir umhugsunarvert að fólk sem sæki um sé ekki einu sinni boðað í viðtal. Innlent 16.7.2022 08:27 Ókunnugt fólk skrái sig ítrekað til heimilis hjá honum Íbúi í Vík í Mýrdal hefur lent í því þrisvar upp á síðkastið að ókunnugt fólk skrái sig til heimilis í þinglýstri eign hans, án hans samþykkis. Hann gagnrýnir Þjóðskrá fyrir að leyfa hverjum sem er að skrá heimilisfangið sitt hvar sem er, án leyfis eiganda eignarinnar. Innlent 15.7.2022 18:33 Rúmar tvær milljónir króna á mánuði fyrir að stýra Mosfellsbæ Bæjarráð Mosfellsbæjar gerði ráðningarsamning við Regínu Ásvaldsdóttur, nýjan bæjarstjóra Mosfellsbæjar, í gær. Samkvæmt ráðningarsamningi fær Regína rúmlega tvær milljónir króna í mánaðarlaun, ökutækjastyrk að andvirði 150 þúsund króna auk greidds síma og nets. Innlent 15.7.2022 10:01 Vill Landspítalann af fjárlögum og fá greitt fyrir veitta þjónustu Það þarf að einfalda stjórnskipulag Landspítalans og breyta því hvernig hann er fjármagnaður, segir Björn Zoëga, nýr stjórnarformaður Landspítalans og forstjóri Karolinska-sjúkrahússins í Svíþjóð. Innlent 14.7.2022 06:39 Rósa Guðbjarts býður sig fram í formann Sambands íslenskra sveitarfélaga Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnafjarðar, hefur gefið kost á sér til formennsku í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Nýr formaður sambandsins verður kjörinn í ágúst næstkomandi. Innlent 13.7.2022 13:18 Samgöngustofa ekki gerst sek um einelti Samgöngustofa var í gær sýknuð af kröfu Seatrips ehf., sem gerir út skemmtiskipið Amelíu Rose, um að ákvörðun stofnunarinnar um að skipið væri skráð sem nýtt skip væri felld úr gildi. Skipinu hefur ítrekað verið snúið í land af Landhelgisgæslunni að undirlagi Samgöngustofu vegna þess að það hefur siglt með of marga farþega of langt út á haf. Innlent 13.7.2022 10:59 Sveitarstjóri fái að fara suður aðra hverja viku Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri á Tálknafirði hefur leyfi sveitarstjórnar til að fara suður aðra hverja viku og vinna þaðan þegar verkefni sveitarfélagsins krefjast ekki staðsetningar hans á staðnum. Í ráðningarsamningi er ekkert kveðið á um þetta en oddviti sveitarfélagsins segir þetta hluta af stefnu um fjölskylduvæna atvinnustarfsemi. Innlent 12.7.2022 10:50 Sveitarstjóri Dalabyggðar með tæplega 1,7 milljón króna í mánaðarlaun Björn Bjarki Þorsteinsson var í dag ráðinn sveitarstjóri Dalabyggðar en hann fær 1,675 milljón króna í mánaðarlaun auk ökutækjastyrks sem nemur 127 þúsundum króna. Ellefu umsóknir um stöðuna bárust en þeim var öllum hafnað og var Björn Bjarki ráðinn í staðinn. Innlent 11.7.2022 19:28 Ein og hálf milljón króna á mánuði fyrir að stýra 255 manna hreppi Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri Tálknafjarðar, fær 1,55 milljón króna í mánaðarlaun samkvæmt nýgerðum ráðningarsamningi. Hann fær einnig 400 kílómetra akstursstyrk og sveitarfélagið greiðir fyrir hann bæði síma og net. Innlent 11.7.2022 15:03 Aldís fær 1,78 milljón á mánuði og 217 þúsund króna akstursstyrk Aldís Hafsteinsdóttir, sveitarstjóri Hrunamannahrepps, fær 1,78 milljónir í mánaðarlaun og akstursstyrk upp á 217 þúsund samkvæmt oddvita hreppsins. Aldís var bæjarstjóri Hveragerðis síðastliðin sextán ár en náði ekki inn í kosningunum í vor þegar Sjálfstæðisflokkurinn missti meirihluta. Fulltrúar Hrunamannahrepps heyrðu í henni í kjölfarið. Innlent 6.7.2022 10:36 Tilkynnt um eina hópuppsögn í júní Tilkynnt var um eina hópuppsögn til Vinnumálastofnunar í júní þar sem 39 starfsmönnum var sagt upp störfum í opinberri stjórnsýslu vegna flutninga á starfsemi milli stofnana. Viðskipti innlent 5.7.2022 14:11 Aldraðir, öryrkjar og atvinnulausir eigi nú þjáningarsystkini í hópi æðstu ráðamanna Haukur Arnþórsson, stjórnsýslufræðingur, telur sterk rök fyrir því að æðstu embættismenn haldi þeirri ofgreiðslu sem ríkið hefur krafist að verði endurgreidd. Ríkið gæti tapað prófmáli um endurgreiðslukröfuna á hendur æðstu ráðamönnum ef til þess kæmi og það vanti dómafordæmi í málum sem þessum. Innlent 2.7.2022 10:19 Rósa með rúmlega 2,2 milljónir í laun á mánuði Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar samþykkti ráðningarsamning við Rósu Guðbjartsdóttur, bæjarstjóra og oddvita Sjálfstæðisflokksins, á fundi bæjarráðs í gær. Hún fær rúmar 2,2 milljónir í laun á mánuði þegar yfirvinnutímar, ökutækjastyrkur og laun fyrir störf hennar sem bæjarfulltrúi bætast ofan á grunnlaun hennar. Innlent 2.7.2022 09:03 Geta ekki útlendingar lært íslensku? Áslaug Arna og Eiríkur Rögnvaldsson stönguðust hornum nýlega um auglýsingu frá hinu opinbera varðandi þess efnis að hún mestmegnis var á ensku og íslenska útgáfan skrifuð í molum. Var að auglýsa starf fyrir tölfræðing og að mati Áslaugar var engin þörf fyrir íslenskukunnáttu þ.s. starfið faldist í ,,tölum en ekki tungumálanotkun." Skoðun 2.7.2022 07:01 Arnór skipaður forstöðumaður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Arnór Snæbjörnsson hefur verið skipaður forstöðumaður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála til næstu fimm ára af umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Guðlaugi Þór Þórðarsyni. Innlent 1.7.2022 22:50 Áslaug Arna segir gagnrýni málfræðings „dæmigert kerfissvar“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskólamálaráðherra, gefur lítið fyrir gagnrýni á starfsauglýsingu ráðuneytis síns þar sem íslenskukunnátta var ekki skilyrði. Íslenskuprófessor telur auglýsinguna brjóta í bága við lög. Ráðherra segir á Facebook að hún ætli að kanna betur hvort auglýsingin brjóti í bága við lög en hún sé „eðlilegt skref í takt við tímann“ Innlent 1.7.2022 15:59 Útspil iðnaðarráðherra mikil vonbrigði Ráðherra háskóla, iðnaðar og nýsköpunar hefur lagt fram tillögu um afnám á löggildingu 17 iðngreina. Hvorki var haft samráð við meistarafélög einstakra iðngreina né Samtök iðnaðarins áður en þessar tillögur voru lagðar fram líkt og gert er ráð fyrir í lögum um handiðn og reglugerð um löggiltar iðngreinar. Skoðun 1.7.2022 14:30 Engin lagaleg skilgreining á orðinu kona Orðið kona er ekki skilgreint í lögunum og engin lagaleg skilgreining er til á því orði. Innlent 1.7.2022 10:13 Viðurkenndi lögbrot vegna Tónaflóðs eftir vandlega yfirlegu Ríkisútvarpið braut lög vegna kostunar á þáttunum Tónaflóð sem sýndir voru á sumrin 2020 og 2021. Eftir athugun Fjölmiðlanefndar og vandlega yfirlegu Ríkisútvarpsins komst ríkisfjölmiðillinn sjálfur að þeirri niðurstöðu að kostun þáttanna hafi ekki samrýmst lögum um Ríkisútvarpið. Innlent 1.7.2022 08:39 Sér ekkert athugavert við smá ensku í ráðuneytinu Nýsköpunarráðherra hefur auglýst starf til umsóknar þar sem ekki er krafist íslenskukunnáttu sem íslensk málnefnd segir stangast á við lög. Ráðherra vísar því á bug. Innlent 30.6.2022 21:00 « ‹ 22 23 24 25 26 27 28 29 30 … 59 ›
Deila Íslands og Iceland Foods brýtur blað Fjölskipuð áfrýjunarnefnd Hugverkastofu Evrópusambandsins hefur fyrirskipað að haldinn verði munnlegur málflutningur í deilu íslenskra yfirvalda og bresku verslunarkeðjunnar Iceland Foods um yfirráð yfir orðinu Iceland. Deilan brýtur blað í sögu hinnar fjölskipuðu áfrýjunarnefndar þar sem þetta verður í fyrsta sinn sem nefndin hlýðir á munnlegan málflutning í áfrýjunarmáli. Viðskipti innlent 2.8.2022 14:05
Gunnar Axel nýr bæjarstjóri Voga Gunnar Axel Axelsson, viðskipta- og stjórnsýslufræðingur og deildarstjóri á efnahagssviði Hagstofu Íslands hefur verið ráðinn bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga og tekur við af Ásgeiri Eiríkssyni sem var bæjarstjóri Voga í rúm tíu ár. Alls sóttu fjörutíu umsækjendur um starfið. Innlent 1.8.2022 20:05
Mikil óánægja með drög að frumvarpi um einn sýslumann Umsagnir í samráðsgátt um drög dómsmálaráðherra að frumvarpi til laga um sýslumann eru ekki jákvæðar. Til að mynda segir Sýslumannafélag Íslands skorta að málið sé unnið á faglegum forsendum. Innlent 27.7.2022 11:53
Sérstakt hve áköf umræðan um laun sveitarstjóra sé orðin Aldís Hafsteinsdóttir, nýr sveitarstjóri Hrunamannahrepps, segir það hverrar sveitarstjórnar fyrir sig að ákveða hvort biðlaun sveitarstjóra falli niður séu þeir ráðnir í nýtt starf. Sjálf fékk hún tæpar 17 milljónir greiddar frá Hveragerði við starfslok sín í byrjun sumars vegna biðlauna og launatengdra gjalda og þiggur nú laun frá Hrunamannahreppi. Innlent 22.7.2022 13:00
Erlend fjárfesting afþökkuð Erlendir fjárfestar eiga ekki von á góðu hafi þeir í hyggju að beina fjármagni sínu hingað til lands. Innan stjórnsýslunnar, einkum forsætisráðuneytinu að því er virðist, er lögð rík áhersla á að flækja regluverkið og meðferð Samkeppniseftirlitsins á sölunni á Mílu er síst til þess fallin að glæða áhuga á að fjárfesta á Íslandi. Klinkið 22.7.2022 07:01
Sveitarstjóri Rangárþings ytra með 1,7 milljón króna á mánuði Byggðarráð Rangárþings ytra samþykkti ráðningarsamning við Jón G. Valgeirsson, nýjan sveitarstjóra, á mánudag. Föst heildarlaun Jóns munu vera 1,7 milljón króna á mánuði en auk þess fær hann farsíma, spjaldtölvu og fartölvu til eignar á kostnað sveitarfélagsins. Innlent 21.7.2022 16:49
Þórdís Sif Sigurðardóttir nýr bæjarstjóri Vesturbyggðar Tillaga um ráðningu Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur sem bæjarstjóra Vesturbyggðar verður lögð fram á næsta fundi bæjarráðs Vesturbyggðar. Ráðningin tekur formlega gildi þegar hún hefur verið staðfest á fundinum. Innlent 21.7.2022 15:30
Kaup ríkisins á hluta nýbyggingar Landsbankans enn til skoðunar Viðræður hafa farið fram milli ríkisins og Landsbankans um kaup þess fyrrnefnda á 6500 fermetra hluta nýbyggingar Landsbankans við Austurhöfn. Kaupin eru enn til skoðunar og vonast er til að niðurstaða fáist á næstu vikum. Innlent 20.7.2022 11:56
Hélt það væri nóg komið en íslenska ríkið áfrýjar Kjara- og mannauðssýsla ríkisins hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli sem blaðamaðurinn Björn Þorláksson höfðaði gegn stofnuninni. Björn segist ekki hafa áhyggjur af því að dómsniðurstaðan muni breytast fyrir Landsrétti. Innlent 19.7.2022 15:29
Erna og Soffía ráðnar til Matvælastofnunar Erna Reynisdóttir og Soffía Sveinsdóttir hafa verið ráðnar sem sviðsstjórar hjá Matvælastofnun (MAST). Erna tekur við hjá sviði upplýsingatækni og reksturs og Soffía hjá sviði vettvangseftirlits. Innlent 19.7.2022 10:37
Sveitarstjórastöður séu eyrnamerktar „flokksgæðingum“ og „fjóskörlum allra saurbæja landsins“ Glúmur Baldvinsson segist hafa verið að gera að gamni sínu að stuða Framsóknarmenn þegar hann sótti um í hinar ellefu lausu sveitarstjórastöður landsins. Hann hafi ekki átt von á að vera virtur viðlits en segir umhugsunarvert að fólk sem sæki um sé ekki einu sinni boðað í viðtal. Innlent 16.7.2022 08:27
Ókunnugt fólk skrái sig ítrekað til heimilis hjá honum Íbúi í Vík í Mýrdal hefur lent í því þrisvar upp á síðkastið að ókunnugt fólk skrái sig til heimilis í þinglýstri eign hans, án hans samþykkis. Hann gagnrýnir Þjóðskrá fyrir að leyfa hverjum sem er að skrá heimilisfangið sitt hvar sem er, án leyfis eiganda eignarinnar. Innlent 15.7.2022 18:33
Rúmar tvær milljónir króna á mánuði fyrir að stýra Mosfellsbæ Bæjarráð Mosfellsbæjar gerði ráðningarsamning við Regínu Ásvaldsdóttur, nýjan bæjarstjóra Mosfellsbæjar, í gær. Samkvæmt ráðningarsamningi fær Regína rúmlega tvær milljónir króna í mánaðarlaun, ökutækjastyrk að andvirði 150 þúsund króna auk greidds síma og nets. Innlent 15.7.2022 10:01
Vill Landspítalann af fjárlögum og fá greitt fyrir veitta þjónustu Það þarf að einfalda stjórnskipulag Landspítalans og breyta því hvernig hann er fjármagnaður, segir Björn Zoëga, nýr stjórnarformaður Landspítalans og forstjóri Karolinska-sjúkrahússins í Svíþjóð. Innlent 14.7.2022 06:39
Rósa Guðbjarts býður sig fram í formann Sambands íslenskra sveitarfélaga Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnafjarðar, hefur gefið kost á sér til formennsku í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Nýr formaður sambandsins verður kjörinn í ágúst næstkomandi. Innlent 13.7.2022 13:18
Samgöngustofa ekki gerst sek um einelti Samgöngustofa var í gær sýknuð af kröfu Seatrips ehf., sem gerir út skemmtiskipið Amelíu Rose, um að ákvörðun stofnunarinnar um að skipið væri skráð sem nýtt skip væri felld úr gildi. Skipinu hefur ítrekað verið snúið í land af Landhelgisgæslunni að undirlagi Samgöngustofu vegna þess að það hefur siglt með of marga farþega of langt út á haf. Innlent 13.7.2022 10:59
Sveitarstjóri fái að fara suður aðra hverja viku Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri á Tálknafirði hefur leyfi sveitarstjórnar til að fara suður aðra hverja viku og vinna þaðan þegar verkefni sveitarfélagsins krefjast ekki staðsetningar hans á staðnum. Í ráðningarsamningi er ekkert kveðið á um þetta en oddviti sveitarfélagsins segir þetta hluta af stefnu um fjölskylduvæna atvinnustarfsemi. Innlent 12.7.2022 10:50
Sveitarstjóri Dalabyggðar með tæplega 1,7 milljón króna í mánaðarlaun Björn Bjarki Þorsteinsson var í dag ráðinn sveitarstjóri Dalabyggðar en hann fær 1,675 milljón króna í mánaðarlaun auk ökutækjastyrks sem nemur 127 þúsundum króna. Ellefu umsóknir um stöðuna bárust en þeim var öllum hafnað og var Björn Bjarki ráðinn í staðinn. Innlent 11.7.2022 19:28
Ein og hálf milljón króna á mánuði fyrir að stýra 255 manna hreppi Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri Tálknafjarðar, fær 1,55 milljón króna í mánaðarlaun samkvæmt nýgerðum ráðningarsamningi. Hann fær einnig 400 kílómetra akstursstyrk og sveitarfélagið greiðir fyrir hann bæði síma og net. Innlent 11.7.2022 15:03
Aldís fær 1,78 milljón á mánuði og 217 þúsund króna akstursstyrk Aldís Hafsteinsdóttir, sveitarstjóri Hrunamannahrepps, fær 1,78 milljónir í mánaðarlaun og akstursstyrk upp á 217 þúsund samkvæmt oddvita hreppsins. Aldís var bæjarstjóri Hveragerðis síðastliðin sextán ár en náði ekki inn í kosningunum í vor þegar Sjálfstæðisflokkurinn missti meirihluta. Fulltrúar Hrunamannahrepps heyrðu í henni í kjölfarið. Innlent 6.7.2022 10:36
Tilkynnt um eina hópuppsögn í júní Tilkynnt var um eina hópuppsögn til Vinnumálastofnunar í júní þar sem 39 starfsmönnum var sagt upp störfum í opinberri stjórnsýslu vegna flutninga á starfsemi milli stofnana. Viðskipti innlent 5.7.2022 14:11
Aldraðir, öryrkjar og atvinnulausir eigi nú þjáningarsystkini í hópi æðstu ráðamanna Haukur Arnþórsson, stjórnsýslufræðingur, telur sterk rök fyrir því að æðstu embættismenn haldi þeirri ofgreiðslu sem ríkið hefur krafist að verði endurgreidd. Ríkið gæti tapað prófmáli um endurgreiðslukröfuna á hendur æðstu ráðamönnum ef til þess kæmi og það vanti dómafordæmi í málum sem þessum. Innlent 2.7.2022 10:19
Rósa með rúmlega 2,2 milljónir í laun á mánuði Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar samþykkti ráðningarsamning við Rósu Guðbjartsdóttur, bæjarstjóra og oddvita Sjálfstæðisflokksins, á fundi bæjarráðs í gær. Hún fær rúmar 2,2 milljónir í laun á mánuði þegar yfirvinnutímar, ökutækjastyrkur og laun fyrir störf hennar sem bæjarfulltrúi bætast ofan á grunnlaun hennar. Innlent 2.7.2022 09:03
Geta ekki útlendingar lært íslensku? Áslaug Arna og Eiríkur Rögnvaldsson stönguðust hornum nýlega um auglýsingu frá hinu opinbera varðandi þess efnis að hún mestmegnis var á ensku og íslenska útgáfan skrifuð í molum. Var að auglýsa starf fyrir tölfræðing og að mati Áslaugar var engin þörf fyrir íslenskukunnáttu þ.s. starfið faldist í ,,tölum en ekki tungumálanotkun." Skoðun 2.7.2022 07:01
Arnór skipaður forstöðumaður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Arnór Snæbjörnsson hefur verið skipaður forstöðumaður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála til næstu fimm ára af umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Guðlaugi Þór Þórðarsyni. Innlent 1.7.2022 22:50
Áslaug Arna segir gagnrýni málfræðings „dæmigert kerfissvar“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskólamálaráðherra, gefur lítið fyrir gagnrýni á starfsauglýsingu ráðuneytis síns þar sem íslenskukunnátta var ekki skilyrði. Íslenskuprófessor telur auglýsinguna brjóta í bága við lög. Ráðherra segir á Facebook að hún ætli að kanna betur hvort auglýsingin brjóti í bága við lög en hún sé „eðlilegt skref í takt við tímann“ Innlent 1.7.2022 15:59
Útspil iðnaðarráðherra mikil vonbrigði Ráðherra háskóla, iðnaðar og nýsköpunar hefur lagt fram tillögu um afnám á löggildingu 17 iðngreina. Hvorki var haft samráð við meistarafélög einstakra iðngreina né Samtök iðnaðarins áður en þessar tillögur voru lagðar fram líkt og gert er ráð fyrir í lögum um handiðn og reglugerð um löggiltar iðngreinar. Skoðun 1.7.2022 14:30
Engin lagaleg skilgreining á orðinu kona Orðið kona er ekki skilgreint í lögunum og engin lagaleg skilgreining er til á því orði. Innlent 1.7.2022 10:13
Viðurkenndi lögbrot vegna Tónaflóðs eftir vandlega yfirlegu Ríkisútvarpið braut lög vegna kostunar á þáttunum Tónaflóð sem sýndir voru á sumrin 2020 og 2021. Eftir athugun Fjölmiðlanefndar og vandlega yfirlegu Ríkisútvarpsins komst ríkisfjölmiðillinn sjálfur að þeirri niðurstöðu að kostun þáttanna hafi ekki samrýmst lögum um Ríkisútvarpið. Innlent 1.7.2022 08:39
Sér ekkert athugavert við smá ensku í ráðuneytinu Nýsköpunarráðherra hefur auglýst starf til umsóknar þar sem ekki er krafist íslenskukunnáttu sem íslensk málnefnd segir stangast á við lög. Ráðherra vísar því á bug. Innlent 30.6.2022 21:00