Landlæknir sektaður vegna öryggisbrests í Heilsuveru Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. júlí 2023 10:13 Alma Möller landlæknir. Vísir/Vilhelm Embætti landlæknis harmar að alvarlegur öryggisveikleiki hafi verið til staðar í afmörkuðum hluta mæðraverndar og samskiptahluta á Mínum síðum á vefsvæðinu Heilsuvera.is. Embættið hefur sent frá sér tilkynningu þar sem staðhæfingum Persónuverndar um að embættið hafi gefið misvísandi og villandi upplýsingar við meðferð málsins er hafnað. Embættið er sektað um tólf milljónir króna vegna málsins. Úrskurður Persónuverndar var birtur á vef stofnunarinnar á ellefta tímanum í morgun. Vísir hefur sent Perónuvernd fyrirspurn vegna málsins. Um er að ræða annað skiptið á stuttum tíma sem Persónuvernd fjallar um öryggis persónuupplýsinga á vegum embættis landlæknis. Fyrir helgi komst stofnunin að þeirri niðurstöðu að Embættið hefði ekki tryggt öryggi persónuupplýsinga í lyfjaávísanagátt með viðeigandi hætti. Enginn hafi misnotað öryggisveikleikann Í tilkynningu Embættis landlæknis kemur fram að þann 8. júní 2020 hafi uppgötvast alvarlegur öryggisveikleiki í afmörkuðum hluta mæðraverndar og samskiptahluta á Mínum síðum á vefsvæðinu Heilsuvera.is sem er í umsjón Embættis landlæknis en þróað og rekið af upplýsingafyrirtækinu Origo. Innan við klukkustund eftir að tilkynnt hafi verið um veikleikann hafi Origo staðreynt tilvist hans og lokað Heilsuveru. Segir landlæknir að á um fimm klukkutímum hafi verið gerðar breytingar á kerfinu sem lagfærðu veikleikann, þær yfirfarnar og staðfestar af öryggisfyrirtækinu Syndis og kerfinu að því loknu komið aftur í notkun. „Embætti landlæknis harmar að framangreindur öryggisveikleiki skyldi hafa verið til staðar og skorast ekki undan ábyrgð hvað það varðar. Brugðist var strax og fumlaust við veikleikanum um leið og vitneskja barst um hann. Strax í kjölfarið á atvikinu var með ítarlegri greiningu staðreynt að enginn misnotaði öryggisveikleikann þann tíma sem hann var til staðar og að persónuupplýsingar notenda Heilsuveru hafi ekki lent í höndum óviðkomandi aðila.“ Hafna því að hafa veitt Persónuvernd misvísandi upplýsingar Þá segist embættið í tilkynningu sinni hafa tilkynnt Persónuvernd samdægurs um eðli og umfang öryggisbrestsins í samræmi við fyrirmæli laga og á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga á þeim tíma. Persónuvernd hafi í kjölfarið hafið athugun á málinu. Í ákvörðun Persónuverndar, þremur árum síðar, hafi verið komist að þeirri niðurstöðu að embættið hefði ekki tryggt öryggi persónuupplýsinga á hluta vefsvæðis Heilsuveru með fullnægjandi hætti. „Í öllum samskiptum embættisins í tengslum við málið hefur embættið upplýst Persónuvernd um alla þætti málsins af heilindum og samkvæmt bestu aðgengilegum upplýsingum á hverjum tíma. Hafnar embættið alfarið þeim staðhæfingum sem fram koma í ákvörðun Persónuverndar að starfsmenn embættisins hafi gefið Persónuvernd misvísandi og villandi upplýsingar við meðferð málsins.“ Persónuupplýsingar séu tryggar Áréttar embættið aftur að enginn hafi nýtt sér öryggisveikleikann. Embættið hafi í kjölfarið lagt frekari áherslu á þessa þætti með ítarlegri og tíðari öryggisúttektum og bættum ferlum við uppfærslur og viðbætur. Mínar síður á Heilsuvera.is séu eins öruggar og mögulegt er og öryggi heilsufarsupplýsinga Íslendinga tryggt. Embættið segist ætla að fara ítarlega yfir forsendur og niðurstöðu ákvörðunar Persónuverndar á næstu dögum. Embættið hefur verið sektað um tólf milljónir króna vegna þessa. Úrskurður Persónuverndar. Fréttin hefur verið uppfærð með úrskurði Persónuverndar. Heilbrigðismál Persónuvernd Netöryggi Stjórnsýsla Mest lesið Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira
Úrskurður Persónuverndar var birtur á vef stofnunarinnar á ellefta tímanum í morgun. Vísir hefur sent Perónuvernd fyrirspurn vegna málsins. Um er að ræða annað skiptið á stuttum tíma sem Persónuvernd fjallar um öryggis persónuupplýsinga á vegum embættis landlæknis. Fyrir helgi komst stofnunin að þeirri niðurstöðu að Embættið hefði ekki tryggt öryggi persónuupplýsinga í lyfjaávísanagátt með viðeigandi hætti. Enginn hafi misnotað öryggisveikleikann Í tilkynningu Embættis landlæknis kemur fram að þann 8. júní 2020 hafi uppgötvast alvarlegur öryggisveikleiki í afmörkuðum hluta mæðraverndar og samskiptahluta á Mínum síðum á vefsvæðinu Heilsuvera.is sem er í umsjón Embættis landlæknis en þróað og rekið af upplýsingafyrirtækinu Origo. Innan við klukkustund eftir að tilkynnt hafi verið um veikleikann hafi Origo staðreynt tilvist hans og lokað Heilsuveru. Segir landlæknir að á um fimm klukkutímum hafi verið gerðar breytingar á kerfinu sem lagfærðu veikleikann, þær yfirfarnar og staðfestar af öryggisfyrirtækinu Syndis og kerfinu að því loknu komið aftur í notkun. „Embætti landlæknis harmar að framangreindur öryggisveikleiki skyldi hafa verið til staðar og skorast ekki undan ábyrgð hvað það varðar. Brugðist var strax og fumlaust við veikleikanum um leið og vitneskja barst um hann. Strax í kjölfarið á atvikinu var með ítarlegri greiningu staðreynt að enginn misnotaði öryggisveikleikann þann tíma sem hann var til staðar og að persónuupplýsingar notenda Heilsuveru hafi ekki lent í höndum óviðkomandi aðila.“ Hafna því að hafa veitt Persónuvernd misvísandi upplýsingar Þá segist embættið í tilkynningu sinni hafa tilkynnt Persónuvernd samdægurs um eðli og umfang öryggisbrestsins í samræmi við fyrirmæli laga og á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga á þeim tíma. Persónuvernd hafi í kjölfarið hafið athugun á málinu. Í ákvörðun Persónuverndar, þremur árum síðar, hafi verið komist að þeirri niðurstöðu að embættið hefði ekki tryggt öryggi persónuupplýsinga á hluta vefsvæðis Heilsuveru með fullnægjandi hætti. „Í öllum samskiptum embættisins í tengslum við málið hefur embættið upplýst Persónuvernd um alla þætti málsins af heilindum og samkvæmt bestu aðgengilegum upplýsingum á hverjum tíma. Hafnar embættið alfarið þeim staðhæfingum sem fram koma í ákvörðun Persónuverndar að starfsmenn embættisins hafi gefið Persónuvernd misvísandi og villandi upplýsingar við meðferð málsins.“ Persónuupplýsingar séu tryggar Áréttar embættið aftur að enginn hafi nýtt sér öryggisveikleikann. Embættið hafi í kjölfarið lagt frekari áherslu á þessa þætti með ítarlegri og tíðari öryggisúttektum og bættum ferlum við uppfærslur og viðbætur. Mínar síður á Heilsuvera.is séu eins öruggar og mögulegt er og öryggi heilsufarsupplýsinga Íslendinga tryggt. Embættið segist ætla að fara ítarlega yfir forsendur og niðurstöðu ákvörðunar Persónuverndar á næstu dögum. Embættið hefur verið sektað um tólf milljónir króna vegna þessa. Úrskurður Persónuverndar. Fréttin hefur verið uppfærð með úrskurði Persónuverndar.
Heilbrigðismál Persónuvernd Netöryggi Stjórnsýsla Mest lesið Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira