Ofbýður umræðan um bróður sinn: „Mynduð þið gefa lífið ykkar fyrir eitt hús?“ Eiður Þór Árnason skrifar 28. júní 2023 22:10 Jakub Polkowski og fjölskylda hans verða að óbreyttu borin út á föstudaginn. Stöð 2 Bróðir hins 23 ára gamla Jakubs Polkowski sem missti hús sitt í Reykjanesbæ á nauðungaruppboði segir erfitt að fylgjast með umræðunni um bróður sinn sem hafi ungur þurft að þola mikla erfiðleika í kjölfar læknamistaka. Kveðst hann vera tilbúinn að greiða kaupanda hússins þær þrjár milljónir sem fengust fyrir það á uppboðinu ef hann felst á að færa fjölskyldunni það aftur. Kaupverðið nam um einum tuttugasta af verðmati einbýlisins en kaupandinn hefur sagt að hann hyggist ekki falla frá kaupunum. Í færslu á Facebook-síðu sinni fer Maciek Polkowski yfir harmsögu Jakubs og segir fráleitt að halda því fram að honum einum sé um að kenna hvernig fór þegar húsið var sett á nauðungaruppboð vegna vanskila á húsnæðisgjöldum. Bróðir hans hafi fyrst veikst eftir alvarleg læknamistök fyrir tíu árum og í kjölfarið glímt við þunglyndi og hafið fíkniefnaneyslu um nítján ára aldurinn. „Hann byrjar að hanga með fólki sem kemur honum meira og meira inn í eiturlyfjaheiminn en þegar hann lendir í öllu veseni verður hann einn eftir og allir svokallaðir „vinir“ hans hverfa.“ Jakub var í fyrra dæmdur í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fíkniefnasölu, peningaþvætti og brot á vopnalögum. Fram kemur í dómnum sem féll í Héraðsdómi Reykjaness og DV greindi fyrst frá að hús Jakubs hafi ítrekað verið vettvangur fíkniefnasölu. Maciek segir hafa verið erfitt að horfa upp á bróður sinn sem spilaði fótbolta með honum á hverjum einasta degi skyndilega þurfa að notast við hjólastól restina af ævinni „bara því að læknir nennti ekki að skoða hann almennilega fyrir 10 árum,“ segir Maciek í færslu sinni og heldur áfram: „Ekki bara það að það var lækni að kenna að lífið hans var ónýtt það sem eftir er þegar hann var bara 13 ára, en eina sem hann fékk út úr þessu er peningur sem dugaði til að kaupa eitt hús? Finnst það bara galið til að byrja með. [Mynduð] þið gefa lífið ykkar fyrir eitt hús?“ Hættur að skammast sín Maciek segist áður hafa skammast sín mjög mikið fyrir afdrif bróður síns en ætli aldrei að láta vaða yfir hann. Það eina sem Jakub hafi átt eftir væri umrætt einbýli sem hann hafi ætlað að eiga út ævina og nú hafi það verið selt fyrir smávægilega skuld. „Ég er ekki að segja að Jakub sé saklaus í þessu öllu því hann hefði átt að passa betur uppá þetta. En hvernig getur fólk verið að skrifa núna að hann átti þetta bara skilið því hann passaði þetta ekki sjálfur? Og að þetta sé bara karma því hann er eiturlyfjafíkill?“ „Hverju breytir það að hann var í neyslu er það fólk eitthvað verra en við? Mér finnst þetta allavega galið hvernig þetta kerfi virkar og að sýslumaður og Reykjanesbær leyfa þessu bara að gerast,“ segir Maciek. Lýsir málinu sem fjölskylduharmleik Formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar hefur lýst málinu sem fjölskylduharmleik og óskað þess að sýslumaður hefði upplýst sig um stöðu Jakubs áður en uppboðið fór fram. Jakub og fjölskylda hans verða að óbreyttu borin út úr skuldlausu húsi hans á föstudag. Hann keypti húsið fyrir bætur sem hann fékk árið 2018 vegna áðurnefndra læknamistaka og hefur búið þar síðan með foreldrum sínum og bróður. Jakub borgaði ekki fasteignagjöld, vatnsgjöld eða tryggingar af eigninni og voru heildarskuldir komnar upp í tvær og hálfa milljón þegar farið var í innheimtu. Hann segist ekki hafa vitað af því að hann þyrfti að greiða slík gjöld þar sem hann staðgreiddi húsið. Útlit er fyrir að eina lausnin til að vinda ofan af málinu sé í samstarfi við þann sem keypti eignina, sem var útgerðarstjóri í Reykjanesbæ. Líkt og áður segir hefur hann ekki gefið til kynna að hann hyggist endurskoða kaupin. Reykjanesbær Stjórnsýsla Málefni fatlaðs fólks Fasteignamarkaður Húsnæðismál Nauðungarsala sýslumanns í Reykjanesbæ Tengdar fréttir „Þessi fjölskylda er búin að fá mörg, mörg, mörg tækifæri“ Formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar segir mál ungs fatlaðs manns sem bera á út úr húsi sínu eftir að það var selt á nauðungarsölu, fjölskylduharmleik. Þingmenn sem gagnrýnt hefðu vinnubrögð sýslumanns harðlega, ættu að líta sér nær. 28. júní 2023 12:43 Skora á kaupandann að hætta við kaupin Öryrkjabandalag Íslands skorar á sýslumannsembættið á Suðurnesjum og sveitarfélagið Reykjanesbæ að endurskoða ákvörðun sem leiddi til þess að einbýlishús ungs öryrkja var selt tugmilljónum undir markaðsverði á nauðungaruppboði. Þá skora samtökin á kaupanda hússins að hætta við kaupin. 28. júní 2023 11:40 „Mér er bara svo misboðið“ Þingmenn og fleiri eru afar ósátt með að bera eigi ungan öryrkja í Keflavík úr einbýlishúsi sínu næstkomandi föstudag vegna vanskila á húsnæðisgjöldum. Sýslumaðurinn á Suðurnesjum er harðlega gagnrýndur fyrir sinn hlut í málinu. 28. júní 2023 10:05 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóri Mýrdalshrepp vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Sjá meira
Kveðst hann vera tilbúinn að greiða kaupanda hússins þær þrjár milljónir sem fengust fyrir það á uppboðinu ef hann felst á að færa fjölskyldunni það aftur. Kaupverðið nam um einum tuttugasta af verðmati einbýlisins en kaupandinn hefur sagt að hann hyggist ekki falla frá kaupunum. Í færslu á Facebook-síðu sinni fer Maciek Polkowski yfir harmsögu Jakubs og segir fráleitt að halda því fram að honum einum sé um að kenna hvernig fór þegar húsið var sett á nauðungaruppboð vegna vanskila á húsnæðisgjöldum. Bróðir hans hafi fyrst veikst eftir alvarleg læknamistök fyrir tíu árum og í kjölfarið glímt við þunglyndi og hafið fíkniefnaneyslu um nítján ára aldurinn. „Hann byrjar að hanga með fólki sem kemur honum meira og meira inn í eiturlyfjaheiminn en þegar hann lendir í öllu veseni verður hann einn eftir og allir svokallaðir „vinir“ hans hverfa.“ Jakub var í fyrra dæmdur í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fíkniefnasölu, peningaþvætti og brot á vopnalögum. Fram kemur í dómnum sem féll í Héraðsdómi Reykjaness og DV greindi fyrst frá að hús Jakubs hafi ítrekað verið vettvangur fíkniefnasölu. Maciek segir hafa verið erfitt að horfa upp á bróður sinn sem spilaði fótbolta með honum á hverjum einasta degi skyndilega þurfa að notast við hjólastól restina af ævinni „bara því að læknir nennti ekki að skoða hann almennilega fyrir 10 árum,“ segir Maciek í færslu sinni og heldur áfram: „Ekki bara það að það var lækni að kenna að lífið hans var ónýtt það sem eftir er þegar hann var bara 13 ára, en eina sem hann fékk út úr þessu er peningur sem dugaði til að kaupa eitt hús? Finnst það bara galið til að byrja með. [Mynduð] þið gefa lífið ykkar fyrir eitt hús?“ Hættur að skammast sín Maciek segist áður hafa skammast sín mjög mikið fyrir afdrif bróður síns en ætli aldrei að láta vaða yfir hann. Það eina sem Jakub hafi átt eftir væri umrætt einbýli sem hann hafi ætlað að eiga út ævina og nú hafi það verið selt fyrir smávægilega skuld. „Ég er ekki að segja að Jakub sé saklaus í þessu öllu því hann hefði átt að passa betur uppá þetta. En hvernig getur fólk verið að skrifa núna að hann átti þetta bara skilið því hann passaði þetta ekki sjálfur? Og að þetta sé bara karma því hann er eiturlyfjafíkill?“ „Hverju breytir það að hann var í neyslu er það fólk eitthvað verra en við? Mér finnst þetta allavega galið hvernig þetta kerfi virkar og að sýslumaður og Reykjanesbær leyfa þessu bara að gerast,“ segir Maciek. Lýsir málinu sem fjölskylduharmleik Formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar hefur lýst málinu sem fjölskylduharmleik og óskað þess að sýslumaður hefði upplýst sig um stöðu Jakubs áður en uppboðið fór fram. Jakub og fjölskylda hans verða að óbreyttu borin út úr skuldlausu húsi hans á föstudag. Hann keypti húsið fyrir bætur sem hann fékk árið 2018 vegna áðurnefndra læknamistaka og hefur búið þar síðan með foreldrum sínum og bróður. Jakub borgaði ekki fasteignagjöld, vatnsgjöld eða tryggingar af eigninni og voru heildarskuldir komnar upp í tvær og hálfa milljón þegar farið var í innheimtu. Hann segist ekki hafa vitað af því að hann þyrfti að greiða slík gjöld þar sem hann staðgreiddi húsið. Útlit er fyrir að eina lausnin til að vinda ofan af málinu sé í samstarfi við þann sem keypti eignina, sem var útgerðarstjóri í Reykjanesbæ. Líkt og áður segir hefur hann ekki gefið til kynna að hann hyggist endurskoða kaupin.
Reykjanesbær Stjórnsýsla Málefni fatlaðs fólks Fasteignamarkaður Húsnæðismál Nauðungarsala sýslumanns í Reykjanesbæ Tengdar fréttir „Þessi fjölskylda er búin að fá mörg, mörg, mörg tækifæri“ Formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar segir mál ungs fatlaðs manns sem bera á út úr húsi sínu eftir að það var selt á nauðungarsölu, fjölskylduharmleik. Þingmenn sem gagnrýnt hefðu vinnubrögð sýslumanns harðlega, ættu að líta sér nær. 28. júní 2023 12:43 Skora á kaupandann að hætta við kaupin Öryrkjabandalag Íslands skorar á sýslumannsembættið á Suðurnesjum og sveitarfélagið Reykjanesbæ að endurskoða ákvörðun sem leiddi til þess að einbýlishús ungs öryrkja var selt tugmilljónum undir markaðsverði á nauðungaruppboði. Þá skora samtökin á kaupanda hússins að hætta við kaupin. 28. júní 2023 11:40 „Mér er bara svo misboðið“ Þingmenn og fleiri eru afar ósátt með að bera eigi ungan öryrkja í Keflavík úr einbýlishúsi sínu næstkomandi föstudag vegna vanskila á húsnæðisgjöldum. Sýslumaðurinn á Suðurnesjum er harðlega gagnrýndur fyrir sinn hlut í málinu. 28. júní 2023 10:05 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóri Mýrdalshrepp vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Sjá meira
„Þessi fjölskylda er búin að fá mörg, mörg, mörg tækifæri“ Formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar segir mál ungs fatlaðs manns sem bera á út úr húsi sínu eftir að það var selt á nauðungarsölu, fjölskylduharmleik. Þingmenn sem gagnrýnt hefðu vinnubrögð sýslumanns harðlega, ættu að líta sér nær. 28. júní 2023 12:43
Skora á kaupandann að hætta við kaupin Öryrkjabandalag Íslands skorar á sýslumannsembættið á Suðurnesjum og sveitarfélagið Reykjanesbæ að endurskoða ákvörðun sem leiddi til þess að einbýlishús ungs öryrkja var selt tugmilljónum undir markaðsverði á nauðungaruppboði. Þá skora samtökin á kaupanda hússins að hætta við kaupin. 28. júní 2023 11:40
„Mér er bara svo misboðið“ Þingmenn og fleiri eru afar ósátt með að bera eigi ungan öryrkja í Keflavík úr einbýlishúsi sínu næstkomandi föstudag vegna vanskila á húsnæðisgjöldum. Sýslumaðurinn á Suðurnesjum er harðlega gagnrýndur fyrir sinn hlut í málinu. 28. júní 2023 10:05