Keldan setur fjórtán ára barn varaþingmanns á áhættulista: „Mér finnst þetta svívirða“ Kristinn Haukur Guðnason skrifar 17. júlí 2023 15:31 Þorgrímur reiddist þegar bréfið kom inn um lúguna. Keldan hefur sett fjórtán ára gamalt barn á lista yfir í áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla á grunni laga um peningaþvott og fjármögnun hryðjuverka. Varaþingmaður og faðir barnsins segir málið svívirðu. „Mér finnst þetta svívirða. Ég velti fyrir mér heimildinni, þetta er eitthvað sem Alþingi þarf að svara um,“ segir Þorgrímur Sigmundsson, varaþingmaður Miðflokksins og faðir barnsins. Peningaþvættislögin, eða lög um peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, eru Evrópulöggjöf sem innleidd var hér á landi árið 2018. Fjármálafyrirtækið Keldan gerir PEP lista yfir einstaklinga með stjórnmálaleg tengsl auk tengdra aðila sem skilgreindir eru í lögunum. Keldan býður meðal annars bönkum, bókhaldsstofum, lögmönnum og fleiri aðgang að listanum gegn gjaldi til að framkvæma áreiðanleikakannanir. „Ég geri ekki athugasemdir við að mitt nafn sé sett þarna inn en látið þið börnin í friði. Þessi upplýsingasöfnun, sem er orðinn gríðarlegur bisness í dag má ekki ná yfir börnin okkar,“ segir Þorgrímur. Getur valdið vandræðum Hann segist hafa reiðst þegar bréfið kom inn um lúguna og segir forkastanlegt að setja barn á svona lista vegna þess að pabbi þess sé að skipta sér af pólitík. Það geri hann reiðan að verið sé að taka áhættu með framtíð barnsins, en hann segist vita til þess að vera á listanum geti valdið vandræðum. Til dæmis við stofnun bankareikninga erlendis. Fólk á PEP listum hafi þurft að fara í sérstök viðtöl til að fá að opna bankareikninga. Oft séu þetta reyndar sýndarviðtöl gerð til að uppfylla lagaskyldu. „Ef markmiðið með þessu er að berjast gegn peningaþvætti og hryðjuverkum er verið að dreifa starfsorkunni eftirlitskerfisins svo víða að það er þá ekkert eftirlit þar sem þess er þörf,“ segir Þorgrímur. Löggjöf á færibandi Hann segir þetta mál sýna fram á veikleika þess að innleiða í sífellu lög og reglur frá Evrópusambandinu. „Við erum aðeins með 63 þingmenn en síðan er afkasta færiband frá ESB sem kemur inn í gegnum EES samninginn og menn hafa ekki undan að setja sig inn í þessi mál,“ segir hann. Þorgrímur segist ekki ætla að hætta fyrr en barnið er komið af listanum. Þorgrímur segist ekki hafa haft samband við Kelduna enn þá en næsta skref sé sennilega að leita til Persónuverndar. Málinu sé ekki lokið. „Ég mun ekki hætta fyrr en barnið er farið af listanum,“ segir hann. Enginn greinarmunur á aldri Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir Keldan að tilkynningarskyldum aðilum sé skylt að hafa viðeigandi kerfi til að vakta einstaklinga í áhættuhópi. Þar sem ríkið viðhaldi ekki slíkum lista sé það í verkahring einkaaðila að viðhalda slíkum listum til að geta uppfyllt skyldur sínar. „Hlutverk Keldunnar er því að veita tilkynningarskyldum aðilum þau tæki og tól sem þeim eru nauðsynleg til að geta uppfyllt þá lagaskyldu sem hvílir á þeim samkvæmt pþvl., þ.e. starfrækja, viðhalda og uppfæra gagnagrunninn,“ segir í svarinu. Fjármálaeftirlitið gefur út leiðbeiningar um hvað teljist til háttsettra opinberra starfa og falli undir stjórnmálaleg tengsl og nánustu fjölskyldu og samstarfsmenn. „Samkvæmt skilgreiningunni á einstaklingi með stjórnmálaleg tengsl er ekki gerður sérstakur greinarmunur á því hversu gamall einsaklingur er. Ef einhver undir 18 ára er fjölskyldumeðlimur eða náinn samstarfsaðili PEP, gæti hann verið talinn PEP samkvæmt peningaþvætttislreglum. Má hér t.d. nefna barn háttsetts einstaklings sem á bankareiking hjá fjármálafyrirtæki. Er viðkomandi fjármálafyrirtæki þannig skyldugt til að framkvæma aukið eftirlit á þeim einstaklingi í ljósi PEP flokkunar viðkomandi einstaklings óhað aldri hans,“ segir í svarinu. „Kann þannig að vera mikilvægt að hafa slíka einstaklinga á listanum þrátt fyrir ungan aldur þannig að viðkomandi tilkynningarskyldur aðili geti fullnægt skyldum sínum.“ Íslenskir bankar Miðflokkurinn Stjórnsýsla Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
„Mér finnst þetta svívirða. Ég velti fyrir mér heimildinni, þetta er eitthvað sem Alþingi þarf að svara um,“ segir Þorgrímur Sigmundsson, varaþingmaður Miðflokksins og faðir barnsins. Peningaþvættislögin, eða lög um peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, eru Evrópulöggjöf sem innleidd var hér á landi árið 2018. Fjármálafyrirtækið Keldan gerir PEP lista yfir einstaklinga með stjórnmálaleg tengsl auk tengdra aðila sem skilgreindir eru í lögunum. Keldan býður meðal annars bönkum, bókhaldsstofum, lögmönnum og fleiri aðgang að listanum gegn gjaldi til að framkvæma áreiðanleikakannanir. „Ég geri ekki athugasemdir við að mitt nafn sé sett þarna inn en látið þið börnin í friði. Þessi upplýsingasöfnun, sem er orðinn gríðarlegur bisness í dag má ekki ná yfir börnin okkar,“ segir Þorgrímur. Getur valdið vandræðum Hann segist hafa reiðst þegar bréfið kom inn um lúguna og segir forkastanlegt að setja barn á svona lista vegna þess að pabbi þess sé að skipta sér af pólitík. Það geri hann reiðan að verið sé að taka áhættu með framtíð barnsins, en hann segist vita til þess að vera á listanum geti valdið vandræðum. Til dæmis við stofnun bankareikninga erlendis. Fólk á PEP listum hafi þurft að fara í sérstök viðtöl til að fá að opna bankareikninga. Oft séu þetta reyndar sýndarviðtöl gerð til að uppfylla lagaskyldu. „Ef markmiðið með þessu er að berjast gegn peningaþvætti og hryðjuverkum er verið að dreifa starfsorkunni eftirlitskerfisins svo víða að það er þá ekkert eftirlit þar sem þess er þörf,“ segir Þorgrímur. Löggjöf á færibandi Hann segir þetta mál sýna fram á veikleika þess að innleiða í sífellu lög og reglur frá Evrópusambandinu. „Við erum aðeins með 63 þingmenn en síðan er afkasta færiband frá ESB sem kemur inn í gegnum EES samninginn og menn hafa ekki undan að setja sig inn í þessi mál,“ segir hann. Þorgrímur segist ekki ætla að hætta fyrr en barnið er komið af listanum. Þorgrímur segist ekki hafa haft samband við Kelduna enn þá en næsta skref sé sennilega að leita til Persónuverndar. Málinu sé ekki lokið. „Ég mun ekki hætta fyrr en barnið er farið af listanum,“ segir hann. Enginn greinarmunur á aldri Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir Keldan að tilkynningarskyldum aðilum sé skylt að hafa viðeigandi kerfi til að vakta einstaklinga í áhættuhópi. Þar sem ríkið viðhaldi ekki slíkum lista sé það í verkahring einkaaðila að viðhalda slíkum listum til að geta uppfyllt skyldur sínar. „Hlutverk Keldunnar er því að veita tilkynningarskyldum aðilum þau tæki og tól sem þeim eru nauðsynleg til að geta uppfyllt þá lagaskyldu sem hvílir á þeim samkvæmt pþvl., þ.e. starfrækja, viðhalda og uppfæra gagnagrunninn,“ segir í svarinu. Fjármálaeftirlitið gefur út leiðbeiningar um hvað teljist til háttsettra opinberra starfa og falli undir stjórnmálaleg tengsl og nánustu fjölskyldu og samstarfsmenn. „Samkvæmt skilgreiningunni á einstaklingi með stjórnmálaleg tengsl er ekki gerður sérstakur greinarmunur á því hversu gamall einsaklingur er. Ef einhver undir 18 ára er fjölskyldumeðlimur eða náinn samstarfsaðili PEP, gæti hann verið talinn PEP samkvæmt peningaþvætttislreglum. Má hér t.d. nefna barn háttsetts einstaklings sem á bankareiking hjá fjármálafyrirtæki. Er viðkomandi fjármálafyrirtæki þannig skyldugt til að framkvæma aukið eftirlit á þeim einstaklingi í ljósi PEP flokkunar viðkomandi einstaklings óhað aldri hans,“ segir í svarinu. „Kann þannig að vera mikilvægt að hafa slíka einstaklinga á listanum þrátt fyrir ungan aldur þannig að viðkomandi tilkynningarskyldur aðili geti fullnægt skyldum sínum.“
Íslenskir bankar Miðflokkurinn Stjórnsýsla Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira