Veiðum frestað eins lítið og unnt var Árni Sæberg skrifar 1. júlí 2023 11:32 Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra á fundi atvinnuveganefndar Alþingis. Vísir/Vilhelm Í minnisblaði matvælaráðherra um frestun veiða á langreyði segir að við afmörkun á tímalengd frestunarinnar hafi verið valinn skemmsti tími sem talinn var raunhæfur til að ná markmiði ráðuneytisins um dýravelferð. Í niðurstöðum fagráðs segir þó að vandséð væri að betur væri hægt að standa að veiðunum en nú er gert. Veiðum var frestað út ágúst, en venjan er að veiða hvali ekki mikið lengur en fram í miðjan september. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra birti í gær minnisblað sem hún lagði fyrir atvinnuveganefnd Alþingis í kjölfar opins fundar ráðherra með nefndinni sem haldinn var 23. júní. Á fundinum gerði ráðherra grein fyrir ákvörðun sinni um tímabundna stöðvun á veiðum langreyða. Líkt og alþjóð veit ákvað Svandís að fresta hvalveiðum út sumarið daginn áður en þær áttu að hefjast þann 21. júní. Í minnisblaðinu segir að reglugerð um frestunina hafi verið sett á skýrum lagagrundvelli og byggð á málefnalegum sjónarmiðum um dýravelferð. Til grundvallar henni liggi umfangsmikil og ítarleg gögn um velferð dýra við veiðar á langreyðum og mat sérfræðinga og ráðuneytisins á þeim. Vægasta úrræðið sem völ var á Tilefni reglugerðarinnar er sagt afdráttarlaus niðurstaða sérfræðinga þess efnis að núverandi veiðiaðferðir á langreyðum uppfylli ekki kröfur um velferð dýra. Reglugerðin feli í sér vægasta úrræði sem völ var á af þessu tilefni til að ná því lögmæta markmiði að tryggja velferð dýra við veiðar á langreyðum í samræmi við lög. Þá er reglugerðin sögð eiga sér langan aðdraganda og sá aðdragandi er rekinn í löngu máli allt frá byrjun júlí síðasta árs, þegar drög að reglugerð um eftirlit með hvalveiðum voru birt í samráðsgátt, fram til 20. júní þessa árs, þegar hvalveiðum var loks frestað. Unnu á meðan niðurstöðu var beðið Í minnisblaði segir að Reglugerðin var sett jafnskjótt og nauðsyn lá fyrir. Matvælastofnun tók ekki afstöðu til þess í skýrslu sinni hvort þær veiðiaðferðir sem skýrslan laut að samrýmdust yfir höfuð kröfum um velferð dýra heldur fól fagráði stofnunarinnar að meta það. Ráðuneytið taldi því nauðsynlegt að bíða svara fagráðs, enda óvíst hver niðurstaða ráðsins yrði. „Taldi ráðuneytið að sú umfjöllun væri nauðsynlegur þáttur í að uppfylla rannsóknarskyldu. Á meðan beðið var niðurstöðu ráðsins vann ráðuneytið að skoðun á mögulegum reglugerðarbreytingum sem væru til þess fallnar að stuðla að ásættanlegri útkomu, m.a. varðandi hámarks ölduhæð, skyggni og birtuskilyrði, hámarksfjarlægð dýrs frá skipi, fjölda, gerð og styrk skotvopna og fleira,“ segir í minnisblaði. Hval hf. strax gert viðvart Þá segir að þegar niðurstaða fagráðsins lá fyrir hafi verið ljóst að hún gengi lengra en skýrsla MAST og kallaði á viðbrögð sem hvorki var tilefni til né forsendur fyrir á fyrri stigum. Brugðist hafi verið strax við þessu tilefni og leyfishafa gert aðvart um fyrirhugaða reglugerð við fyrsta mögulega tækifæri. Niðurstöður fagráðsins hafi verið afdráttarlausar um að þær breytingar, sem ráðuneytið hefði til skoðunar og mögulegt var að koma til framkvæmda fyrir upphaf veiðitímabils, dygðu ekki til að tryggja að veiðarnar uppfylltu skilyrði laganna. Vandséð að hægt sé að gera betur „Gekk fagráðið svo langt að segja að vandséð væri að betur væri hægt að standa að veiðunum en nú er gert. Engu að síður tók ráðuneytið þá ákvörðun að fresta veiðunum í tiltekinn tíma í því skyni að kanna til hlítar hvort einhverjar þær veiðiaðferðir séu til staðar eða megi þróa til að stunda megi hvalveiðar sem uppfylli skilyrði laga. Með reglugerðinni var ekki gengið lengra en óhjákvæmilegt var til að ná því lögmæta markmiði að tryggja velferð dýra við veiðar á langreyðum,“ segir í minnisblaði. Í ljósi afdráttarlausrar niðurstöðu fagráðs um dýravelferð og mat ráðuneytisins á henni hafi ekki verið völ á vægara úrræði en því að fresta veiðum tímabundið meðan leitað yrði leiða til að tryggja dýravelferð við veiðarnar. Við afmörkun á tímalengd frestunarinnar hafi verið valinn skemmsti tími sem talinn var raunhæfur til að ná því markmiði sem að var stefnt. „Sá langi aðdragandi reglugerðarinnar sem lýst er í minnisblaði þessu er til marks um þá ítarlegu og vönduðu rannsókn sem fram hefur farið á síðastliðnu ári. Eins og einnig er rakið er ljóst að á öllum stigum hefur þess verið gætt að ganga ekki harðar fram en nauðsyn ber til hverju sinni. Eftir sem áður er ljóst að ráðherra hefur ekki heimild til að leyfa atvinnustarfsemi sem er í andstöðu við lög.“ Minnisblaðið má lesa í heild sinni hér. Hvalveiðar Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Svandís með dóma á bakinu fyrir ólögmæta stjórnsýslu Efasemdir hafa vaknað um lögmæti ákvörðunar Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að stöðva hvalveiðar. Þannig hefur Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur efast um réttmæti hennar og sagt að hún standist mögulega ekki kröfur um meðalhófsreglu. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur lýst samskonar efasemdum. 21. júní 2023 12:00 Ráðherra svipti fjölda fólks atvinnu með ólögmætri ákvörðun Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir ákvörðun matvælaráðherra um bann við hvalveiðum vera ólögmæta og hún fari gegn meðalhófsreglu. Samtökin líti ákvörðunina alvarlegum augum og hún vænti þess að málinu sé ekki lokið. 21. júní 2023 22:48 Ákvörðun Svandísar standist ekki lög Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa sent frá sér tilkynningu þar sem segir að sú ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að stöðva tímabundið veiðar á langreyðum standist ekki lög. Það er í það minnsta mat lögfræðistofunnar LEX sem samtökin fengu til að gera lögfræðilegt álit á gjörningnum. 27. júní 2023 08:00 Stjórnmálaskörungurinn Svandís á sviðið Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra var ótvírætt maður nýliðinnar viku. Hún átti stórleik á hinum pólitíska vettvangi og virðist standa uppi með pálmann í höndunum. 27. júní 2023 07:58 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra birti í gær minnisblað sem hún lagði fyrir atvinnuveganefnd Alþingis í kjölfar opins fundar ráðherra með nefndinni sem haldinn var 23. júní. Á fundinum gerði ráðherra grein fyrir ákvörðun sinni um tímabundna stöðvun á veiðum langreyða. Líkt og alþjóð veit ákvað Svandís að fresta hvalveiðum út sumarið daginn áður en þær áttu að hefjast þann 21. júní. Í minnisblaðinu segir að reglugerð um frestunina hafi verið sett á skýrum lagagrundvelli og byggð á málefnalegum sjónarmiðum um dýravelferð. Til grundvallar henni liggi umfangsmikil og ítarleg gögn um velferð dýra við veiðar á langreyðum og mat sérfræðinga og ráðuneytisins á þeim. Vægasta úrræðið sem völ var á Tilefni reglugerðarinnar er sagt afdráttarlaus niðurstaða sérfræðinga þess efnis að núverandi veiðiaðferðir á langreyðum uppfylli ekki kröfur um velferð dýra. Reglugerðin feli í sér vægasta úrræði sem völ var á af þessu tilefni til að ná því lögmæta markmiði að tryggja velferð dýra við veiðar á langreyðum í samræmi við lög. Þá er reglugerðin sögð eiga sér langan aðdraganda og sá aðdragandi er rekinn í löngu máli allt frá byrjun júlí síðasta árs, þegar drög að reglugerð um eftirlit með hvalveiðum voru birt í samráðsgátt, fram til 20. júní þessa árs, þegar hvalveiðum var loks frestað. Unnu á meðan niðurstöðu var beðið Í minnisblaði segir að Reglugerðin var sett jafnskjótt og nauðsyn lá fyrir. Matvælastofnun tók ekki afstöðu til þess í skýrslu sinni hvort þær veiðiaðferðir sem skýrslan laut að samrýmdust yfir höfuð kröfum um velferð dýra heldur fól fagráði stofnunarinnar að meta það. Ráðuneytið taldi því nauðsynlegt að bíða svara fagráðs, enda óvíst hver niðurstaða ráðsins yrði. „Taldi ráðuneytið að sú umfjöllun væri nauðsynlegur þáttur í að uppfylla rannsóknarskyldu. Á meðan beðið var niðurstöðu ráðsins vann ráðuneytið að skoðun á mögulegum reglugerðarbreytingum sem væru til þess fallnar að stuðla að ásættanlegri útkomu, m.a. varðandi hámarks ölduhæð, skyggni og birtuskilyrði, hámarksfjarlægð dýrs frá skipi, fjölda, gerð og styrk skotvopna og fleira,“ segir í minnisblaði. Hval hf. strax gert viðvart Þá segir að þegar niðurstaða fagráðsins lá fyrir hafi verið ljóst að hún gengi lengra en skýrsla MAST og kallaði á viðbrögð sem hvorki var tilefni til né forsendur fyrir á fyrri stigum. Brugðist hafi verið strax við þessu tilefni og leyfishafa gert aðvart um fyrirhugaða reglugerð við fyrsta mögulega tækifæri. Niðurstöður fagráðsins hafi verið afdráttarlausar um að þær breytingar, sem ráðuneytið hefði til skoðunar og mögulegt var að koma til framkvæmda fyrir upphaf veiðitímabils, dygðu ekki til að tryggja að veiðarnar uppfylltu skilyrði laganna. Vandséð að hægt sé að gera betur „Gekk fagráðið svo langt að segja að vandséð væri að betur væri hægt að standa að veiðunum en nú er gert. Engu að síður tók ráðuneytið þá ákvörðun að fresta veiðunum í tiltekinn tíma í því skyni að kanna til hlítar hvort einhverjar þær veiðiaðferðir séu til staðar eða megi þróa til að stunda megi hvalveiðar sem uppfylli skilyrði laga. Með reglugerðinni var ekki gengið lengra en óhjákvæmilegt var til að ná því lögmæta markmiði að tryggja velferð dýra við veiðar á langreyðum,“ segir í minnisblaði. Í ljósi afdráttarlausrar niðurstöðu fagráðs um dýravelferð og mat ráðuneytisins á henni hafi ekki verið völ á vægara úrræði en því að fresta veiðum tímabundið meðan leitað yrði leiða til að tryggja dýravelferð við veiðarnar. Við afmörkun á tímalengd frestunarinnar hafi verið valinn skemmsti tími sem talinn var raunhæfur til að ná því markmiði sem að var stefnt. „Sá langi aðdragandi reglugerðarinnar sem lýst er í minnisblaði þessu er til marks um þá ítarlegu og vönduðu rannsókn sem fram hefur farið á síðastliðnu ári. Eins og einnig er rakið er ljóst að á öllum stigum hefur þess verið gætt að ganga ekki harðar fram en nauðsyn ber til hverju sinni. Eftir sem áður er ljóst að ráðherra hefur ekki heimild til að leyfa atvinnustarfsemi sem er í andstöðu við lög.“ Minnisblaðið má lesa í heild sinni hér.
Hvalveiðar Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Svandís með dóma á bakinu fyrir ólögmæta stjórnsýslu Efasemdir hafa vaknað um lögmæti ákvörðunar Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að stöðva hvalveiðar. Þannig hefur Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur efast um réttmæti hennar og sagt að hún standist mögulega ekki kröfur um meðalhófsreglu. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur lýst samskonar efasemdum. 21. júní 2023 12:00 Ráðherra svipti fjölda fólks atvinnu með ólögmætri ákvörðun Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir ákvörðun matvælaráðherra um bann við hvalveiðum vera ólögmæta og hún fari gegn meðalhófsreglu. Samtökin líti ákvörðunina alvarlegum augum og hún vænti þess að málinu sé ekki lokið. 21. júní 2023 22:48 Ákvörðun Svandísar standist ekki lög Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa sent frá sér tilkynningu þar sem segir að sú ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að stöðva tímabundið veiðar á langreyðum standist ekki lög. Það er í það minnsta mat lögfræðistofunnar LEX sem samtökin fengu til að gera lögfræðilegt álit á gjörningnum. 27. júní 2023 08:00 Stjórnmálaskörungurinn Svandís á sviðið Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra var ótvírætt maður nýliðinnar viku. Hún átti stórleik á hinum pólitíska vettvangi og virðist standa uppi með pálmann í höndunum. 27. júní 2023 07:58 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira
Svandís með dóma á bakinu fyrir ólögmæta stjórnsýslu Efasemdir hafa vaknað um lögmæti ákvörðunar Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að stöðva hvalveiðar. Þannig hefur Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur efast um réttmæti hennar og sagt að hún standist mögulega ekki kröfur um meðalhófsreglu. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur lýst samskonar efasemdum. 21. júní 2023 12:00
Ráðherra svipti fjölda fólks atvinnu með ólögmætri ákvörðun Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir ákvörðun matvælaráðherra um bann við hvalveiðum vera ólögmæta og hún fari gegn meðalhófsreglu. Samtökin líti ákvörðunina alvarlegum augum og hún vænti þess að málinu sé ekki lokið. 21. júní 2023 22:48
Ákvörðun Svandísar standist ekki lög Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa sent frá sér tilkynningu þar sem segir að sú ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að stöðva tímabundið veiðar á langreyðum standist ekki lög. Það er í það minnsta mat lögfræðistofunnar LEX sem samtökin fengu til að gera lögfræðilegt álit á gjörningnum. 27. júní 2023 08:00
Stjórnmálaskörungurinn Svandís á sviðið Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra var ótvírætt maður nýliðinnar viku. Hún átti stórleik á hinum pólitíska vettvangi og virðist standa uppi með pálmann í höndunum. 27. júní 2023 07:58