Óheppilegt að fyrrverandi og núverandi ríkisendurskoðandi deili um Lindarhvolsmálið opinberlega Helena Rós Sturludóttir skrifar 15. júlí 2023 12:01 Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, segist þurfa svör við spurningum um Lindarhvolsmálið. Vísir/Ívar Fannar Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis segir umfjöllun um Lindarhvolsmálið ekki lokið af hálfu nefndarinnar og að báðar skýrslur málsins liggi á borðinu. Hún telur óheppilegt að fyrrverandi og núverandi ríkisendurskoðandi deili um málið opinberlega. Settur ríkisendurskoðandi, Sigurður Þórðarson, vegna Lindarhvols sagði í kvöldfréttum okkar í gær að dómstólar þyrftu að skera út um Lindarhvolsmálið. Alþingi virtist ekki geta leyst málið og komist að niðurstöðu. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, segir hins vegar málinu ekki lokið innan þingsins. „Skýrslan Ríkisendurskoðunar frá 2020 um Lindarhvol er enn á borði stjórnskipunar og eftirlitsnefndar og hefur ekki verið afgreidd þaðan. Hitt er að Alþingi vísar málum ekki til dómstóla það gerir þrígreining ríkisvaldsins og er ekki á okkar borði. Málinu eða umfjöllun um þetta mál er ekki lokið af hálfu nefndarinnar,“ segir Þórunn sem á von á því að nefndin geti fjallað um málið áfram. „Eins og allir vita þá hefur leyndarhyggjan í kringum greinargerðina sem ekki var birt í fimm ár eða svo náttúrulega stýrt miklu í umfjöllun um þetta mál. Nú hefur hún verið birt af fulltrúa í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og liggur á borðinu og þá er kannski hægt að taka efnislega umfjöllun um þetta mál. Eða allavega gera tilraun til þess að ræða málið aftur,“ segir hún. Greinargerð Sigurðar Þórðarsonar, setts ríkisendurskoðanda vegna Lindarhvols, hafi legið á borði þingnefndarinnar allan tímann. „En verið bundin trúnaði og margir fulltrúar í nefndinni hafa kosið að kynna sér hana ekki vegna þess að hún var bundin trúnaði en birtingin breytir að einhverju leyti vænti ég afstöðu þeirra til málsins,“ segir Þórunn og bætir við að málið þurfi að skoða frá öllum hliðum. „Það er að mínu dómi mjög óheppilegt fyrrverandi og núverandi ríkisendurskoðandi séu að deila um þessi mál opinberlega í fjölmiðlum. Skýrslan er á borði nefndarinnar og við verðum að taka afstöðu til framhaldsins.“ Aðspurð hvenær hún væntir þess að nefndin klári umfjöllun um málið segir Þórunn ekki strax en að hún eigi von á að nefndin hefji störf eftir verslunarmannahelgi. Þá hafi hún lesið bæði skýrslu Ríkisendurskoðunar frá 2020 auk greinargerðar Sigurðar. „Ég hef ekki myndað mér endanlega skoðun á þessu fyrirkomulagi en ég er hins vegar búin að mynda mér spurningar sem ég þarf að fá svör við,“ segir Þórunn. Starfsemi Lindarhvols Stjórnsýsla Alþingi Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir „Stórglæsileg niðurstaða fyrir ríkissjóð“ Fjármálaráðherra segir uppgjör Lindarhvols stórglæsilega niðurstöðu fyrir ríkissjóð. Píratar hafi ekki sett gott fordæmi fyrir þingið með birtingu greinargerðarinnar. Þingflokksformaður Miðflokksins segir svör ráðherra óboðleg. 7. júlí 2023 20:02 Lindarhvolsskýrslan komin á borð héraðssaksóknara Ríkissaksóknari hefur sent bréf Sigurðar Þórðarsonar, fyrrverandi setts ríkisendurskoðanda, ásamt fylgigögnum á borð við skýrslu hans frá 2018, til embættis héraðssaksóknara til viðeigandi meðferðar. Þetta kemur fram í skriflegu svari Sigríðar J. Friðjónsdóttur ríkissaksóknara við fyrirspurn fréttastofu. 10. júlí 2023 16:26 Mál málanna á mannamáli Lindarhvoll og leyndarhyggjan í kringum greinargerð setts ríkisendurskoðanda um starfsemi félagins hafa verið milli tannanna á fólki undanfarið. En hvað er Lindarhvoll og hvers vegna vildi forseti Alþingis alls ekki að greinargerðin yrði birt? 7. júlí 2023 13:09 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Sjá meira
Settur ríkisendurskoðandi, Sigurður Þórðarson, vegna Lindarhvols sagði í kvöldfréttum okkar í gær að dómstólar þyrftu að skera út um Lindarhvolsmálið. Alþingi virtist ekki geta leyst málið og komist að niðurstöðu. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, segir hins vegar málinu ekki lokið innan þingsins. „Skýrslan Ríkisendurskoðunar frá 2020 um Lindarhvol er enn á borði stjórnskipunar og eftirlitsnefndar og hefur ekki verið afgreidd þaðan. Hitt er að Alþingi vísar málum ekki til dómstóla það gerir þrígreining ríkisvaldsins og er ekki á okkar borði. Málinu eða umfjöllun um þetta mál er ekki lokið af hálfu nefndarinnar,“ segir Þórunn sem á von á því að nefndin geti fjallað um málið áfram. „Eins og allir vita þá hefur leyndarhyggjan í kringum greinargerðina sem ekki var birt í fimm ár eða svo náttúrulega stýrt miklu í umfjöllun um þetta mál. Nú hefur hún verið birt af fulltrúa í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og liggur á borðinu og þá er kannski hægt að taka efnislega umfjöllun um þetta mál. Eða allavega gera tilraun til þess að ræða málið aftur,“ segir hún. Greinargerð Sigurðar Þórðarsonar, setts ríkisendurskoðanda vegna Lindarhvols, hafi legið á borði þingnefndarinnar allan tímann. „En verið bundin trúnaði og margir fulltrúar í nefndinni hafa kosið að kynna sér hana ekki vegna þess að hún var bundin trúnaði en birtingin breytir að einhverju leyti vænti ég afstöðu þeirra til málsins,“ segir Þórunn og bætir við að málið þurfi að skoða frá öllum hliðum. „Það er að mínu dómi mjög óheppilegt fyrrverandi og núverandi ríkisendurskoðandi séu að deila um þessi mál opinberlega í fjölmiðlum. Skýrslan er á borði nefndarinnar og við verðum að taka afstöðu til framhaldsins.“ Aðspurð hvenær hún væntir þess að nefndin klári umfjöllun um málið segir Þórunn ekki strax en að hún eigi von á að nefndin hefji störf eftir verslunarmannahelgi. Þá hafi hún lesið bæði skýrslu Ríkisendurskoðunar frá 2020 auk greinargerðar Sigurðar. „Ég hef ekki myndað mér endanlega skoðun á þessu fyrirkomulagi en ég er hins vegar búin að mynda mér spurningar sem ég þarf að fá svör við,“ segir Þórunn.
Starfsemi Lindarhvols Stjórnsýsla Alþingi Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir „Stórglæsileg niðurstaða fyrir ríkissjóð“ Fjármálaráðherra segir uppgjör Lindarhvols stórglæsilega niðurstöðu fyrir ríkissjóð. Píratar hafi ekki sett gott fordæmi fyrir þingið með birtingu greinargerðarinnar. Þingflokksformaður Miðflokksins segir svör ráðherra óboðleg. 7. júlí 2023 20:02 Lindarhvolsskýrslan komin á borð héraðssaksóknara Ríkissaksóknari hefur sent bréf Sigurðar Þórðarsonar, fyrrverandi setts ríkisendurskoðanda, ásamt fylgigögnum á borð við skýrslu hans frá 2018, til embættis héraðssaksóknara til viðeigandi meðferðar. Þetta kemur fram í skriflegu svari Sigríðar J. Friðjónsdóttur ríkissaksóknara við fyrirspurn fréttastofu. 10. júlí 2023 16:26 Mál málanna á mannamáli Lindarhvoll og leyndarhyggjan í kringum greinargerð setts ríkisendurskoðanda um starfsemi félagins hafa verið milli tannanna á fólki undanfarið. En hvað er Lindarhvoll og hvers vegna vildi forseti Alþingis alls ekki að greinargerðin yrði birt? 7. júlí 2023 13:09 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Sjá meira
„Stórglæsileg niðurstaða fyrir ríkissjóð“ Fjármálaráðherra segir uppgjör Lindarhvols stórglæsilega niðurstöðu fyrir ríkissjóð. Píratar hafi ekki sett gott fordæmi fyrir þingið með birtingu greinargerðarinnar. Þingflokksformaður Miðflokksins segir svör ráðherra óboðleg. 7. júlí 2023 20:02
Lindarhvolsskýrslan komin á borð héraðssaksóknara Ríkissaksóknari hefur sent bréf Sigurðar Þórðarsonar, fyrrverandi setts ríkisendurskoðanda, ásamt fylgigögnum á borð við skýrslu hans frá 2018, til embættis héraðssaksóknara til viðeigandi meðferðar. Þetta kemur fram í skriflegu svari Sigríðar J. Friðjónsdóttur ríkissaksóknara við fyrirspurn fréttastofu. 10. júlí 2023 16:26
Mál málanna á mannamáli Lindarhvoll og leyndarhyggjan í kringum greinargerð setts ríkisendurskoðanda um starfsemi félagins hafa verið milli tannanna á fólki undanfarið. En hvað er Lindarhvoll og hvers vegna vildi forseti Alþingis alls ekki að greinargerðin yrði birt? 7. júlí 2023 13:09
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent