Fjölmiðlar

Fréttamynd

Ræddi við raunverulega áhrifavalda samfélagsins í krafti guðdómsins

Ís­­lenskir rapparar eru sví­virtir af fjöl­­miðlum og ís­­lensku ríkis­­stjórninni, að sögn Berg­þórs Más­­sonar, sem mætti kalla einn helsta sér­­­fræðing þjóðarinnar í rapp­­tón­list. Þá nafn­bót hlýtur hann að eiga skilið eftir út­gáfu hlað­varps­þátta sinna Kraft­birtingar­hljóms guð­dómsins, sem luku göngu sinni í dag, því þar hefur Berg­þór rætt við nánast alla nafn­þekkta rappara landsins á síðasta eina og hálfa árinu.

Tónlist
Fréttamynd

Aug­lýsingar RÚV fyrir Krakka­f­réttir ó­lög­legar

Ríkisútvarpið hefur verið sektað um milljón króna vegna auglýsinga sem voru sýndar beint á eftir Krakkafréttum alla vetur frá nóvembermánuði 2015 og til maímánaðar 2021. Samkvæmt fjölmiðlalögum er óheimilt að sýna auglýsingar strax fyrir og í kjölfar dagskrárliðar sem ætlaður er börnum 12 ára og yngri.

Innlent
Fréttamynd

„Ég er með gott fréttanef“

Nítján ára fréttafíkill og vinkona hans hafa stofnað nýjan fréttamiðil á samfélagsmiðlinum Instagram, Fréttir með Finnboga, og ætla að flytja fréttir úr Hafnarfirði í allt sumar. Fréttamaðurinn hefur þó mestan áhuga á hamfarafréttum og segist vera með mjög gott fréttanef.

Innlent
Fréttamynd

Útgáfu Apple Daily í Hong Kong hætt um helgina

Vef- og prentútgáfu fjölmiðilsins Apple Daily í Hong Kong verður hætt í síðasta lagi á laugardag. Frá þessu segir í tilkynningu frá stjórn útgáfunnar í morgun og er ástæðan sögð vera ríkjandi aðstæður í Hong Kong.

Erlent
Fréttamynd

BÍ telur FÍFL hafa haft sig að fífli

Sigríður Dögg Auðunsdóttir formaður Blaðamannafélags Íslands telur Félag íslenskra fíkniefnalögreglumanna (FÍFL) hafa blekkt blaðamenn til þátttöku í umdeildri fíkniefnaauglýsingu.

Innlent
Fréttamynd

Að­för Sam­herja eins­dæmi á Norður­löndum

Norrænir fjölmiðlar virðast flestir kannast við hótanir, of­beldi og hatur í sinn garð, sem stórt vanda­mál. Enginn þeirra hefur þó heyrt af eins al­var­legum á­rásum fyrir­tækis á hendur fjöl­miðla­fólki og þeim sem Sam­herji réðst í eftir um­fjöllun frétta­skýringa­þáttarins Kveiks um Namibíu­málið.

Innlent
Fréttamynd

Aug­lýsa lang­mest allra flokka á Face­book

Flokkur fólksins er sá ís­lenski stjórn­mála­flokkur sem hefur eytt lang­mestu í aug­lýsingar hjá sam­fé­lags­miðlinum Face­book síðustu níu­tíu daga. Sam­tals hafa stjórn­mála­flokkarnir allir eytt um fimm milljónum króna í aug­lýsingar hjá Face­book á tíma­bilinu.

Innlent
Fréttamynd

Flestir rekast á falsfréttir á Facebook

Átta af hverjum tíu segjast hafa rekist á upplýsingar á netinu síðustu tólf mánuði sem þau hafi efast um að væru sannar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu fjölmiðlanefndar um falsfréttir og upplýsingaóreiðu.

Innlent
Fréttamynd

Rétturinn til að láta ljúga að sér

Haustið 2019 fór myndband af ítalska stjórnmálamanninum Matteo Renzi á flug á samfélagsmiðlum. Það sem var sérstakt við myndbandið var að þetta var svokölluð djúpfölsun (e. deep fake) þar sem gervigreind var notuð til að falsa myndband af Renzi og leggja honum orð í munn sem hann hafði aldrei látið af munni falla fyrir framan myndavélar.

Skoðun
Fréttamynd

Fjöldi vefsíðna lá niðri

Vefsíður breska ríkisútvarpsins, CNN, New York Times sem og Amazon, Reddit og Twitch hafa legið niðri í morgun ásamt fjölmörgum öðrum. Þá má sjá röskun á virkni Twitter og Youtube.

Erlent
Fréttamynd

Nadine fer til Play

Nadine Guðrún Yaghi fréttamaður á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni hefur ráðið sig til flugfélagsins Play sem samskiptastjóri fyrirtækisins. Hún hættir störfum á fréttastofunni í sumar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ræðst fram­tíð Sjálf­stæðis­flokksins á Insta­gram?

Hörð bar­átta tveggja ráð­herra Sjálf­stæðis­flokksins um að verða leið­togar flokksins á þingi fyrir Reyk­víkinga hefur ó­lík­lega farið fram hjá mörgum. Báðir hafa aug­lýst sig ágætlega í að­draganda próf­kjörs flokksins, sem fer fram á föstu­dag og laugar­dag, raunar svo mikið að dósent í stjórn­mála­fræði við Há­skóla Ís­lands finnst aug­lýsinga­flóðinu svipa til þess sem tíðkaðist rétt fyrir hrun.

Innlent