„Hefði þetta gerst fyrir ári hefði ég líklega verið handtekinn“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. nóvember 2022 21:31 Rasmus Tantholdt var stöðvaður af katörsku lögreglunni í beinni útsendingu og honum hótað að myndavélin yrði brotin. Vísir Danskur fréttamaður, sem varð fyrir því að vera stöðvaður í beinni útsendingu af katörskum öryggisvörðum, segist hafa verið mjög meðvitaður um afleiðingarnar sem orðið gætu af atburðinum. Katarar verði að sætta sig við fjölmiðlaumfjöllun, góða og slæma, þar sem þeir hafi opnað dyr sínar fyrir umheiminum. Rasmus Tantholdt, fréttamaður á TV2 í Danmörku, var staddur á umferðareyju í Doha í Katar í gærkvöldi og nýbyrjaður í beinni útsendingu þegar atvikið átti sér stað. Rasmus er staddur í Doha vegna heimsmeistaramótsins í knattspyrnu karla, sem hefst í Katar á sunnudag, en þetta er sjötta heimsmeistaramótið sem hann fjallar um. „Við vorum í beinni útsendingu og allt í einu komu fjórir öryggisverðir til okkar og báðu okkur að sýna leyfisbréfið fyrir myndatökum. Ég er með þennan passa, sem er líka aðgangspassinn að öllu sem við kemur FIFA,“ segir Rasmus í samtali við fréttastofu en farið var að kvölda í Katar þegar fréttastofa náði af honum tali. Ekki að mynda neitt umdeilt Umræddur passi er fjölmiðlapassi að keppninni sem jafnframt gefur til kynna að sá sem þann passa ber megi mynda hvar sem er. „Auðvitað eru þarna undanskildar einkalóðir og hersvæði en þarna vorum við bara í útsendingu frá umferðareyju. Þarna var ekkert umdeilt til umfjöllunar, við vorum ekki að mynda gistibúðir farandverkamanna eða nokkuð þannig. Við vorum bara í beinni útsendingu í fréttatíma, sem við gerum reglulega,“ segir Rasmus. Hann hafi afhent öryggisvörðunum passann sinn en þeir ekki tekið hann gildan. Verðirnir hafi sagt þeim að annan passa þyrfti til til að hafa leyfi til að mynda. „Ég sagði þeim þá að nei, þessi dygði til. Ég myndi ekki hætta að mynda vegna þess að ég vissi að við hefðum leyfi til að mynda þarna. Við vorum líka í miðri beinni útsendingu. Svo hótuðu þeir að brjóta myndavélina vegna þess að við neituðum að hætta að mynda. Það var auðvitað svolítið sérstakt. Það er eitt að biðja okkur að hætta að mynda, annað að hóta okkur að brjóta myndavélina.“ Öryggisverðirnir ekki fattað að koma ætti öðruvísi fram en áður Við hafi tekið þrjátíu mínútna bið, þar sem Rasmus vissi hvorki hvort þeim væri frjálst að fara eða hvort þeir væru í haldi lögreglu. Þá hafi varðstjóri mætt á staðinn sem hafi staðfest að passi Rasmusar væri gildur. „Mér líður eins og að yfirmennirnir hafi sagt að nú væri HM að byrja og að almennir lögregluþjónar ættu að haga sér og ekki stöðva upptökur eins og þeir gerðu venjulega. Það hafi kannski ekki skilað sér til allra,“ segir Rasmus. „Þetta er það sem þeim var kennt og svona er þetta venjulega í Katar. Ef þú ferð út að mynda þá verðurðu stöðvaður. Hér er ekki fjölmiðla- og tjáningarfrelsi. Hefði þetta gerst fyrir ári hefði ég líklega verið handtekinn. Ef þetta hefði gerst eftir ár hefði ég líklega verið handtekinn.“ Rasmus vakti athygli á málinu á Twitter þar sem hann deildi myndbandi af atvikinu. Myndbandið hefur farið eins og eldur í sinu um netheima en hann segir að svona framkomu glími Katarar við daglega. We now got an apology from Qatar International Media Office and from Qatar Supreme Commitee. This is what happened when we were broadcasting live for @tv2nyhederne from a roundabout today in Doha. But will it happen to other media as well? #FIFAWorldCupQatar2022 pic.twitter.com/NSJj50kLql— Rasmus Tantholdt TV2 (@RasmusTantholdt) November 15, 2022 „Mann grunar að um leið og við leggjum niður myndavélarnar, slökkvum á hljóðnemunum og förum aftur til okkar heima falli allt aftur í sama farið. Öryggisverðirnir sem réðust á okkar teymi muni bara ráðast á einhvern annan.“ Hvernig leið þér á þessu augnabliki? „Annars vegar var mér skemmt af því að öryggisvörðurinn hékk í myndavélinni og myndatökumaðurinn hringsnerist með honum að reyna að losa myndavélina, sem var svolítið fyndið,“ segir Rasmus. „Á hinn bóginn hafði ég áhyggjur af því að ég á kollega sem hafa verið handteknir í Katar. Ég hef ferðast um allan heim, mikið um Mið-Austurlönd og á Persaflóa. Mér var bannað að koma til Barein eftir að ég myndaði þar. Þannig að ég veit að það getur haft alvarlegar afleiðingar ef yfirvöld telja þig ekki fylgja reglunum.“ Þarf að sýna passann oft á dag Hann hafi auðvitað vitað að hann og myndatökumaður hans væru að fylgja öllum settum reglum. „Það var kannski það sem var sérstakt við þetta atvik. Ég var ekki að brjóta reglurnar en auðvitað hugsaði ég með mér hvort þetta gæti haft einhverjar alvarlegar afleiðingar,“ segir Rasmus og bætir við að hann hafi ekki haft mikla trú á því þar sem um heimsmeistaramótið væri að ræða og illa kæmi út fyrir Katar ef dönsku fréttaliði yrði refsað fyrir fréttaflutning. Hann segist hafa verið ítrekað stoppaður af öryggisvörðum til að sannreyna að hann sé með leyfi til að mynda. „Það er allt í lagi, ég get sýnt þeim passann minn eins oft og þeir vilja. En það sem mér þykir ekki í lagi er að ef þeir eru að stöðva mig þegar ég er í vinnunni, stoppa umfjöllun mína þegar þeir buðu mér hingað,“ segir Rasmus. „Við vitum öll að við erum í landi þar sem ekki er tjáningarfrelsi þegar kemur að gagnrýni á katörsk stjórnvöld. Við verðum líka að muna að þetta er landið sem stofnaði fréttastofu Al Jazeera. Fréttastofa sem hefur verið leiðandi í öllum Mið-Austurlöndum þegar kemur að tjáningarfrelsi hvað varðar umræðu um pólitísk mál. Það eina sem Al Jazeera gerir og má ekki er að gagnrýna stjórnvöld í Katar.“ „Staðreyndir eru staðreyndir“ Viðbrögð við tísti Rasmusar hafa verið misjöfn. Greinilegt er að íbúar Vesturlanda taka vel í gagnrýni fréttamannsins og standa með honum. Aðrir, aðallega fólk frá Mið-Austurlöndum, hefur gagnrýnt Rasmus og meðal annars sakað hann, og aðra blaðamenn, um að koma til Katar til þess að fjalla neikvætt um landið undir því yfirskini að ætla að fjalla um HM. „Ég get skilið að það er erfitt þegar manns föðurland er gagnrýnt. En staðreyndir eru staðreyndir. Þú getur alveg haldið því fram að blaðamenn komi hingað af því þeir vilji grafa upp úr óhreinatauinu og ekki fjalla um allt það góða og jákvæða sem hægt er að fjalla um hér í Katar,“ segir Rasmus. „Þetta atvik kom ekki upp hjá einhverjum blaðamanni sem var að reyna að fjalla um nokkuð neikvætt. Þetta var ekki einu sinni blaðamaður sem var að reyna að afhjúpa eitthvað slæmt um Katar. Það voru Katararnir sjálfir sem afhjúpuðu sig á meðan á þessari útsendingu stóð.“ Það sé kannski ástæða þess að myndbandið vakti svo mikla athygli. „Þarna mátti sjá berum augum hvernig komið er fram við fólk í þessu landi þegar allt er venjulegt. Þeir gátu ekki falið það og það er kannski það mikilvægasta sem hægt er að ná á filmu.“ Vilja sýna heildarmyndina Hann hafnar ásökunum um rasískt viðhorf til Katar. „Við höfum líka fjallað jákvætt um Katar á meðan við höfum verið hérna. Í gær, sama dag og þetta atvik kom upp, heimsóttum við katarska fjölskyldu og gerðum frétt um gestrisni í hinum íslamska heimi. Við gerum jákvæðar og neikvæðar fréttir um Katar af því að við viljum sýna heildarmyndina,“ segir Rasmus. Það sama hafi hann gert þegar hann fjallaði um öll hin gestgjafaríki HM, til dæmis Brasilíu. „Þar gerði ég fréttir um fátækrahverfin og fíkniefnavandann. Sama gerði ég í Rússlandi. Ef þú býður heiminum að koma verðurðu að sætta þig við að vera í smásjánni. Þú getur ekki komið í veg fyrir það ef þú býður okkur og ert gestgjafi heimsmeistaramótsins,“ segir Rasmus. „Getur ekki skapað stemningu með byggingum“ Nokkuð hefur verið fjallað um þá ímyndarherferð sem katörsk stjórnvöld fóru í í aðdraganda mótsins en ríkið hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir til dæmis framkomu við verkafólk, hinsegin fólk og konur. Þessa ímyndarherferð má til dæmis sjá í auglýsingum fótboltakappans David Beckhams, þar sem hann lofar Katar í hástert. Rasmus segir þá herferð mjög sýnilega á götum Katar. „Allt hérna lítur frábærlega út en þú getur ekki skapað stemningu með byggingum. Þú skapar stemningu með fólki. Ég er ekki að segja að Katarir muni ekki skapa stemningu á HM, ég er viss um að þeir muni gera það,“ segir hann. Það sé nokkuð sérstakt að halda heimsmeistaramótið í svo litlu landi sem hafi ekki sömu fótboltamenningu og mörg önnur ríki. „Eins og til dæmis Rússland sem hélt mótið 2018, Brasilía eða Suður-Afríka. Þar er mikil fótboltamenning og fótboltaáhangendur sem tryllast á götum úti og dansa og drekka bjór. Allt hlutir sem sameinast svo fótboltanum. Stundum líður mér eins og Katarir séu að reyna að skapa stemmningu sem er bara ekki til staðar hérna,“ segir Rasmus. Það eigi þó eftir að koma í ljós hvernig stemningin verður þegar fótboltabullurnar verða komnar til Katar. Hann minnir á að önnur lönd líti ekki endilega Katar sömu augum og Ísland og Danmörk. „Fólk er ekki endilega að tala um farandverkamenn, réttindi hinsegin fólks eða kvenna. Ég veit að þetta hefur verið umdeilt í Argentínu og Brasilíu en samt eru aðdáendur þaðan að koma hingað. Það gæti verið að þessi stræti verði full af fótboltaáhugamönnum eftir nokkra daga en núna er ekki margt fólk hérna.“ HM 2022 í Katar Katar Danmörk Fjölmiðlar Tengdar fréttir Öryggisverðir í Katar hótuðu að brjóta tökuvél TV2 í beinni útsendingu Danski fjölmiðlamaðurinn Rasmus Tantholdt er ýmsu vanur og lét ekki öryggisverði í Katar vaða yfir sig þegar þeir reyndu að stöðva hann í beinni útsendingu TV2 frá götu í höfuðborginni Doha. 16. nóvember 2022 08:34 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Sjá meira
Rasmus Tantholdt, fréttamaður á TV2 í Danmörku, var staddur á umferðareyju í Doha í Katar í gærkvöldi og nýbyrjaður í beinni útsendingu þegar atvikið átti sér stað. Rasmus er staddur í Doha vegna heimsmeistaramótsins í knattspyrnu karla, sem hefst í Katar á sunnudag, en þetta er sjötta heimsmeistaramótið sem hann fjallar um. „Við vorum í beinni útsendingu og allt í einu komu fjórir öryggisverðir til okkar og báðu okkur að sýna leyfisbréfið fyrir myndatökum. Ég er með þennan passa, sem er líka aðgangspassinn að öllu sem við kemur FIFA,“ segir Rasmus í samtali við fréttastofu en farið var að kvölda í Katar þegar fréttastofa náði af honum tali. Ekki að mynda neitt umdeilt Umræddur passi er fjölmiðlapassi að keppninni sem jafnframt gefur til kynna að sá sem þann passa ber megi mynda hvar sem er. „Auðvitað eru þarna undanskildar einkalóðir og hersvæði en þarna vorum við bara í útsendingu frá umferðareyju. Þarna var ekkert umdeilt til umfjöllunar, við vorum ekki að mynda gistibúðir farandverkamanna eða nokkuð þannig. Við vorum bara í beinni útsendingu í fréttatíma, sem við gerum reglulega,“ segir Rasmus. Hann hafi afhent öryggisvörðunum passann sinn en þeir ekki tekið hann gildan. Verðirnir hafi sagt þeim að annan passa þyrfti til til að hafa leyfi til að mynda. „Ég sagði þeim þá að nei, þessi dygði til. Ég myndi ekki hætta að mynda vegna þess að ég vissi að við hefðum leyfi til að mynda þarna. Við vorum líka í miðri beinni útsendingu. Svo hótuðu þeir að brjóta myndavélina vegna þess að við neituðum að hætta að mynda. Það var auðvitað svolítið sérstakt. Það er eitt að biðja okkur að hætta að mynda, annað að hóta okkur að brjóta myndavélina.“ Öryggisverðirnir ekki fattað að koma ætti öðruvísi fram en áður Við hafi tekið þrjátíu mínútna bið, þar sem Rasmus vissi hvorki hvort þeim væri frjálst að fara eða hvort þeir væru í haldi lögreglu. Þá hafi varðstjóri mætt á staðinn sem hafi staðfest að passi Rasmusar væri gildur. „Mér líður eins og að yfirmennirnir hafi sagt að nú væri HM að byrja og að almennir lögregluþjónar ættu að haga sér og ekki stöðva upptökur eins og þeir gerðu venjulega. Það hafi kannski ekki skilað sér til allra,“ segir Rasmus. „Þetta er það sem þeim var kennt og svona er þetta venjulega í Katar. Ef þú ferð út að mynda þá verðurðu stöðvaður. Hér er ekki fjölmiðla- og tjáningarfrelsi. Hefði þetta gerst fyrir ári hefði ég líklega verið handtekinn. Ef þetta hefði gerst eftir ár hefði ég líklega verið handtekinn.“ Rasmus vakti athygli á málinu á Twitter þar sem hann deildi myndbandi af atvikinu. Myndbandið hefur farið eins og eldur í sinu um netheima en hann segir að svona framkomu glími Katarar við daglega. We now got an apology from Qatar International Media Office and from Qatar Supreme Commitee. This is what happened when we were broadcasting live for @tv2nyhederne from a roundabout today in Doha. But will it happen to other media as well? #FIFAWorldCupQatar2022 pic.twitter.com/NSJj50kLql— Rasmus Tantholdt TV2 (@RasmusTantholdt) November 15, 2022 „Mann grunar að um leið og við leggjum niður myndavélarnar, slökkvum á hljóðnemunum og förum aftur til okkar heima falli allt aftur í sama farið. Öryggisverðirnir sem réðust á okkar teymi muni bara ráðast á einhvern annan.“ Hvernig leið þér á þessu augnabliki? „Annars vegar var mér skemmt af því að öryggisvörðurinn hékk í myndavélinni og myndatökumaðurinn hringsnerist með honum að reyna að losa myndavélina, sem var svolítið fyndið,“ segir Rasmus. „Á hinn bóginn hafði ég áhyggjur af því að ég á kollega sem hafa verið handteknir í Katar. Ég hef ferðast um allan heim, mikið um Mið-Austurlönd og á Persaflóa. Mér var bannað að koma til Barein eftir að ég myndaði þar. Þannig að ég veit að það getur haft alvarlegar afleiðingar ef yfirvöld telja þig ekki fylgja reglunum.“ Þarf að sýna passann oft á dag Hann hafi auðvitað vitað að hann og myndatökumaður hans væru að fylgja öllum settum reglum. „Það var kannski það sem var sérstakt við þetta atvik. Ég var ekki að brjóta reglurnar en auðvitað hugsaði ég með mér hvort þetta gæti haft einhverjar alvarlegar afleiðingar,“ segir Rasmus og bætir við að hann hafi ekki haft mikla trú á því þar sem um heimsmeistaramótið væri að ræða og illa kæmi út fyrir Katar ef dönsku fréttaliði yrði refsað fyrir fréttaflutning. Hann segist hafa verið ítrekað stoppaður af öryggisvörðum til að sannreyna að hann sé með leyfi til að mynda. „Það er allt í lagi, ég get sýnt þeim passann minn eins oft og þeir vilja. En það sem mér þykir ekki í lagi er að ef þeir eru að stöðva mig þegar ég er í vinnunni, stoppa umfjöllun mína þegar þeir buðu mér hingað,“ segir Rasmus. „Við vitum öll að við erum í landi þar sem ekki er tjáningarfrelsi þegar kemur að gagnrýni á katörsk stjórnvöld. Við verðum líka að muna að þetta er landið sem stofnaði fréttastofu Al Jazeera. Fréttastofa sem hefur verið leiðandi í öllum Mið-Austurlöndum þegar kemur að tjáningarfrelsi hvað varðar umræðu um pólitísk mál. Það eina sem Al Jazeera gerir og má ekki er að gagnrýna stjórnvöld í Katar.“ „Staðreyndir eru staðreyndir“ Viðbrögð við tísti Rasmusar hafa verið misjöfn. Greinilegt er að íbúar Vesturlanda taka vel í gagnrýni fréttamannsins og standa með honum. Aðrir, aðallega fólk frá Mið-Austurlöndum, hefur gagnrýnt Rasmus og meðal annars sakað hann, og aðra blaðamenn, um að koma til Katar til þess að fjalla neikvætt um landið undir því yfirskini að ætla að fjalla um HM. „Ég get skilið að það er erfitt þegar manns föðurland er gagnrýnt. En staðreyndir eru staðreyndir. Þú getur alveg haldið því fram að blaðamenn komi hingað af því þeir vilji grafa upp úr óhreinatauinu og ekki fjalla um allt það góða og jákvæða sem hægt er að fjalla um hér í Katar,“ segir Rasmus. „Þetta atvik kom ekki upp hjá einhverjum blaðamanni sem var að reyna að fjalla um nokkuð neikvætt. Þetta var ekki einu sinni blaðamaður sem var að reyna að afhjúpa eitthvað slæmt um Katar. Það voru Katararnir sjálfir sem afhjúpuðu sig á meðan á þessari útsendingu stóð.“ Það sé kannski ástæða þess að myndbandið vakti svo mikla athygli. „Þarna mátti sjá berum augum hvernig komið er fram við fólk í þessu landi þegar allt er venjulegt. Þeir gátu ekki falið það og það er kannski það mikilvægasta sem hægt er að ná á filmu.“ Vilja sýna heildarmyndina Hann hafnar ásökunum um rasískt viðhorf til Katar. „Við höfum líka fjallað jákvætt um Katar á meðan við höfum verið hérna. Í gær, sama dag og þetta atvik kom upp, heimsóttum við katarska fjölskyldu og gerðum frétt um gestrisni í hinum íslamska heimi. Við gerum jákvæðar og neikvæðar fréttir um Katar af því að við viljum sýna heildarmyndina,“ segir Rasmus. Það sama hafi hann gert þegar hann fjallaði um öll hin gestgjafaríki HM, til dæmis Brasilíu. „Þar gerði ég fréttir um fátækrahverfin og fíkniefnavandann. Sama gerði ég í Rússlandi. Ef þú býður heiminum að koma verðurðu að sætta þig við að vera í smásjánni. Þú getur ekki komið í veg fyrir það ef þú býður okkur og ert gestgjafi heimsmeistaramótsins,“ segir Rasmus. „Getur ekki skapað stemningu með byggingum“ Nokkuð hefur verið fjallað um þá ímyndarherferð sem katörsk stjórnvöld fóru í í aðdraganda mótsins en ríkið hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir til dæmis framkomu við verkafólk, hinsegin fólk og konur. Þessa ímyndarherferð má til dæmis sjá í auglýsingum fótboltakappans David Beckhams, þar sem hann lofar Katar í hástert. Rasmus segir þá herferð mjög sýnilega á götum Katar. „Allt hérna lítur frábærlega út en þú getur ekki skapað stemningu með byggingum. Þú skapar stemningu með fólki. Ég er ekki að segja að Katarir muni ekki skapa stemningu á HM, ég er viss um að þeir muni gera það,“ segir hann. Það sé nokkuð sérstakt að halda heimsmeistaramótið í svo litlu landi sem hafi ekki sömu fótboltamenningu og mörg önnur ríki. „Eins og til dæmis Rússland sem hélt mótið 2018, Brasilía eða Suður-Afríka. Þar er mikil fótboltamenning og fótboltaáhangendur sem tryllast á götum úti og dansa og drekka bjór. Allt hlutir sem sameinast svo fótboltanum. Stundum líður mér eins og Katarir séu að reyna að skapa stemmningu sem er bara ekki til staðar hérna,“ segir Rasmus. Það eigi þó eftir að koma í ljós hvernig stemningin verður þegar fótboltabullurnar verða komnar til Katar. Hann minnir á að önnur lönd líti ekki endilega Katar sömu augum og Ísland og Danmörk. „Fólk er ekki endilega að tala um farandverkamenn, réttindi hinsegin fólks eða kvenna. Ég veit að þetta hefur verið umdeilt í Argentínu og Brasilíu en samt eru aðdáendur þaðan að koma hingað. Það gæti verið að þessi stræti verði full af fótboltaáhugamönnum eftir nokkra daga en núna er ekki margt fólk hérna.“
HM 2022 í Katar Katar Danmörk Fjölmiðlar Tengdar fréttir Öryggisverðir í Katar hótuðu að brjóta tökuvél TV2 í beinni útsendingu Danski fjölmiðlamaðurinn Rasmus Tantholdt er ýmsu vanur og lét ekki öryggisverði í Katar vaða yfir sig þegar þeir reyndu að stöðva hann í beinni útsendingu TV2 frá götu í höfuðborginni Doha. 16. nóvember 2022 08:34 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Sjá meira
Öryggisverðir í Katar hótuðu að brjóta tökuvél TV2 í beinni útsendingu Danski fjölmiðlamaðurinn Rasmus Tantholdt er ýmsu vanur og lét ekki öryggisverði í Katar vaða yfir sig þegar þeir reyndu að stöðva hann í beinni útsendingu TV2 frá götu í höfuðborginni Doha. 16. nóvember 2022 08:34
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti