Björn hættir sem ritstjóri DV Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 10. nóvember 2022 10:46 Björn Þorfinnsson hefur starfað sem ritstjóri DV undanfarið eitt og hálft ár. Björn Þorfinnson ritstjóri DV hefur sagt upp störfum. Hann mun þó ekki hverfa á braut strax og hyggst gegna stöðunni allt þar til nýr ritstjóri hefur verið ráðinn. Uppsögnin er að hans sögn ekki tengd nýlegum skipulagsbreytingum sem hafa átt sér stað innan útgáfufélagsins Torgs. Björn tók við ritstjórastarfinu í maí 2021 og tók þá við keflinu af Tobbu Marínósdóttur sem gegnt hafði stöðunni í rúmt ár. Hefur hann starfað samhliða Ágústi Borgþóri Sverrissyni sem gegnt hefur stöðu fréttastjóra DV undanfarna mánuði. Í samtali við Vísi staðfestir Björn að hann hafi sagt upp sem ritstjóri á dögunum. „Það er þó í mestu vinsemd við stjórnendur fyrirtækisins og starfslok mín verða ekki með neinum hvelli. Ég reikna með að fylgja ákveðnum skipulagsbreytingum úr hlaði og starfa þar til að eftirmaður minn er fundinn. Ég ætla að gefa mig allan í það verkefni,“ segir Björn og bætir við að það geti vel verið að hann taki að sér einhver önnur verkefni fyrir fjölmiðla Torgs. „Þetta er afar skemmtilegur vinnustaður með stórum hópi starfsmanna sem ég tel til góðra vina minna og því gæti vel verið að ég taki að mér einhver önnur verkefni hér.“ Ekkert sé þó fyrir hendi og Björn segist njóta óvissunnar. „Ég er mikill áhugamaður um að vaða af stað í ferðalög án þess að vera búinn að ákveða nákvæmlega hver áfangastaðurinn er. Eina sem ég veit er að ég mun líklega aldrei geta slitið mig alveg frá fjölmiðlum og ég vil geta skrifað. Lyklaborðið er vinur minn.“ Miklar hræringar hjá Torgi Undanfarið hafa verið gerðar nokkrar skipulagsbreytingar hjá Torgi, útgáfufélagi Fréttablaðsins, Hringbrautar, DV og tengdra miðla. Í byrjun þessa mánaðar var Erlu Hlynsdóttur aðstoðarritstjóra DV sagt upp störfum og var uppsögnin sögð vera hluti af skipulagsbreytingum að sögn aðalritstjóra fjölmiðla Torgs. Erla hafði starfað hjá DV síðan í apríl árið 2020 þegar hún var ráðin tímabundið sem fréttastjóri þar. Seinna meir var hún gerð að aðstoðarritstjóra fjölmiðilsins. Þá var blaðamanni hjá Fréttablaðinu einnig sagt upp. Í samtali við fréttastofu sagði Sigmundur Ernir Rúnarsson, aðalritstjóri fjölmiðla Torgs að um væri að ræða skipulagsbreytingar og eðlilegt aðhald. Samkvæmt heimildum Vísis eru fleiri breytingar á döfinni hjá Torgi. Fjölmiðlar Vistaskipti Tengdar fréttir Aðstoðarritstjóra DV sagt upp Erlu Hlynsdóttur, aðstoðarritstjóra DV, var í gær sagt upp störfum. Uppsögnin var hluti af skipulagsbreytingum að sögn aðalritstjóra fjölmiðla Torgs. 1. nóvember 2022 14:41 Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Viðskipti erlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira
Björn tók við ritstjórastarfinu í maí 2021 og tók þá við keflinu af Tobbu Marínósdóttur sem gegnt hafði stöðunni í rúmt ár. Hefur hann starfað samhliða Ágústi Borgþóri Sverrissyni sem gegnt hefur stöðu fréttastjóra DV undanfarna mánuði. Í samtali við Vísi staðfestir Björn að hann hafi sagt upp sem ritstjóri á dögunum. „Það er þó í mestu vinsemd við stjórnendur fyrirtækisins og starfslok mín verða ekki með neinum hvelli. Ég reikna með að fylgja ákveðnum skipulagsbreytingum úr hlaði og starfa þar til að eftirmaður minn er fundinn. Ég ætla að gefa mig allan í það verkefni,“ segir Björn og bætir við að það geti vel verið að hann taki að sér einhver önnur verkefni fyrir fjölmiðla Torgs. „Þetta er afar skemmtilegur vinnustaður með stórum hópi starfsmanna sem ég tel til góðra vina minna og því gæti vel verið að ég taki að mér einhver önnur verkefni hér.“ Ekkert sé þó fyrir hendi og Björn segist njóta óvissunnar. „Ég er mikill áhugamaður um að vaða af stað í ferðalög án þess að vera búinn að ákveða nákvæmlega hver áfangastaðurinn er. Eina sem ég veit er að ég mun líklega aldrei geta slitið mig alveg frá fjölmiðlum og ég vil geta skrifað. Lyklaborðið er vinur minn.“ Miklar hræringar hjá Torgi Undanfarið hafa verið gerðar nokkrar skipulagsbreytingar hjá Torgi, útgáfufélagi Fréttablaðsins, Hringbrautar, DV og tengdra miðla. Í byrjun þessa mánaðar var Erlu Hlynsdóttur aðstoðarritstjóra DV sagt upp störfum og var uppsögnin sögð vera hluti af skipulagsbreytingum að sögn aðalritstjóra fjölmiðla Torgs. Erla hafði starfað hjá DV síðan í apríl árið 2020 þegar hún var ráðin tímabundið sem fréttastjóri þar. Seinna meir var hún gerð að aðstoðarritstjóra fjölmiðilsins. Þá var blaðamanni hjá Fréttablaðinu einnig sagt upp. Í samtali við fréttastofu sagði Sigmundur Ernir Rúnarsson, aðalritstjóri fjölmiðla Torgs að um væri að ræða skipulagsbreytingar og eðlilegt aðhald. Samkvæmt heimildum Vísis eru fleiri breytingar á döfinni hjá Torgi.
Fjölmiðlar Vistaskipti Tengdar fréttir Aðstoðarritstjóra DV sagt upp Erlu Hlynsdóttur, aðstoðarritstjóra DV, var í gær sagt upp störfum. Uppsögnin var hluti af skipulagsbreytingum að sögn aðalritstjóra fjölmiðla Torgs. 1. nóvember 2022 14:41 Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Viðskipti erlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira
Aðstoðarritstjóra DV sagt upp Erlu Hlynsdóttur, aðstoðarritstjóra DV, var í gær sagt upp störfum. Uppsögnin var hluti af skipulagsbreytingum að sögn aðalritstjóra fjölmiðla Torgs. 1. nóvember 2022 14:41