„Eins og RÚV hafi farið inn á mína lóð og farið að selja bílinn minn“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. nóvember 2022 16:31 Jakob er rétthafi höfundarverks Svövu Jakobsdóttur og hennar eini erfingi. Alþingi/Aðsend Sonur Svövu Jakobsdóttur, rithöfundar, er kominn með samning RÚV og Storytel í hendurnar í kjölfar ákvörðunar Úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Hann kveðst ósáttur með að RÚV hafi gert samning við Storytel um Gunnlaðarsögu að sér forspurðum og „hirt vænan part“ af höfundaréttargreiðslunni, líkt og hann kemst að orði. Jakob Jónsson er eini erfingi Svövu Jakobsdóttur, heitinnar, sem er ein af ástsælustu rithöfundum þjóðarinnar. Hann er rétthafi höfundarverks Svövu. Það kom honum í opna skjöldu þegar Rithöfundasambandið benti honum á að RÚV hefði gert samning við hljóð- og rafbókafyrirtækið Storytel um Gunnlaðarsögu. Um er að ræða hljóðritun á sögunni í lestri höfundar. Hvorki Storytel né RÚV vildu sýna Jakobi samningin sem gerður var um Gunnlaðarsögu og þurfti til úrskurð Úrskurðarnefndar upplýsingamála og er samningurinn nú kominn í hendur Jakobs. „Ég var alveg óafvitandi um það að Ríkisútvarpið væri í rauninni að hirða höfundarlaunin fyrir verk móður minnar sem Ríkisútvarpið hefur náttúrulega ekkert með að gera en þeir áttu náttúrulega upptökuna sem slíka vegna þess að upptakan sem Storytel varð að kaupa af Ríkisútvarpinu var upptaka sem Ríkisútvarpið hafði gert á sínum tíma þannig að þetta var flutningur höfundar á Gunnlaðarsögu en samkvæmt venju sem þá var, við erum nú að tala um ein þrjátíu, fjörutíu ár aftur í tíma, borgaði Ríkisútvarpið fyrir flutning, einn eða tvo og svo vinnu við upplesturinn.“ RÚV segist ekki finna samninginn sem gerður var við Svövu um upplesturinn. „Þarna er eins og RÚV hafi farið inn á mína lóð og farið að selja bílinn minn einhverjum manni úti í bæ og ekki einu sinni skilið eftir tíkall á þröskuldinum handa mér fyrir það. Það mega menn ekki gera í nútímasamfélagi og ekki einu sinni þó menn séu ríkisstofnun.“ En máttu segja hvað Ríkisútvarpið fékk? „Ég vil ekki segja það en ég get sagt þér að Ríkisútvarpið hirti vænan part af höfundaréttagreiðslunni í þessum samningi. Þetta snýst ekki um peningana í sjálfu sér, þetta snýst um þá reglu að höfundarétturinn er í gildi í sjötíu ár eftir andlát höfundar.“ Jakob segir að nú muni hann og lögmaður hans gaumgæfa samninginn og síðan sjá hvað setur. Að ýmsu sé að hyggja áður en næstu skref eru stigin. „Stóri áfanginn er að höfundarétturinn er viðurkenndur hafa meira vægi en viðskiptahagsmunir.“ Ríkisútvarpið Bókmenntir Höfundarréttur Fjölmiðlar Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Fleiri fréttir Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Sjá meira
Jakob Jónsson er eini erfingi Svövu Jakobsdóttur, heitinnar, sem er ein af ástsælustu rithöfundum þjóðarinnar. Hann er rétthafi höfundarverks Svövu. Það kom honum í opna skjöldu þegar Rithöfundasambandið benti honum á að RÚV hefði gert samning við hljóð- og rafbókafyrirtækið Storytel um Gunnlaðarsögu. Um er að ræða hljóðritun á sögunni í lestri höfundar. Hvorki Storytel né RÚV vildu sýna Jakobi samningin sem gerður var um Gunnlaðarsögu og þurfti til úrskurð Úrskurðarnefndar upplýsingamála og er samningurinn nú kominn í hendur Jakobs. „Ég var alveg óafvitandi um það að Ríkisútvarpið væri í rauninni að hirða höfundarlaunin fyrir verk móður minnar sem Ríkisútvarpið hefur náttúrulega ekkert með að gera en þeir áttu náttúrulega upptökuna sem slíka vegna þess að upptakan sem Storytel varð að kaupa af Ríkisútvarpinu var upptaka sem Ríkisútvarpið hafði gert á sínum tíma þannig að þetta var flutningur höfundar á Gunnlaðarsögu en samkvæmt venju sem þá var, við erum nú að tala um ein þrjátíu, fjörutíu ár aftur í tíma, borgaði Ríkisútvarpið fyrir flutning, einn eða tvo og svo vinnu við upplesturinn.“ RÚV segist ekki finna samninginn sem gerður var við Svövu um upplesturinn. „Þarna er eins og RÚV hafi farið inn á mína lóð og farið að selja bílinn minn einhverjum manni úti í bæ og ekki einu sinni skilið eftir tíkall á þröskuldinum handa mér fyrir það. Það mega menn ekki gera í nútímasamfélagi og ekki einu sinni þó menn séu ríkisstofnun.“ En máttu segja hvað Ríkisútvarpið fékk? „Ég vil ekki segja það en ég get sagt þér að Ríkisútvarpið hirti vænan part af höfundaréttagreiðslunni í þessum samningi. Þetta snýst ekki um peningana í sjálfu sér, þetta snýst um þá reglu að höfundarétturinn er í gildi í sjötíu ár eftir andlát höfundar.“ Jakob segir að nú muni hann og lögmaður hans gaumgæfa samninginn og síðan sjá hvað setur. Að ýmsu sé að hyggja áður en næstu skref eru stigin. „Stóri áfanginn er að höfundarétturinn er viðurkenndur hafa meira vægi en viðskiptahagsmunir.“
Ríkisútvarpið Bókmenntir Höfundarréttur Fjölmiðlar Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Fleiri fréttir Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Sjá meira