„Dylst varla neinum að Fréttablaðið er í áróðri fyrir inngöngu í Evrópusambandið“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 5. nóvember 2022 18:33 Bjarni Benediktsson sagðist skilja að menn gerðu út blaðamenn og heilu fjölmiðlana til að koma Sjálfstæðisflokknum úr ríkisstjórn. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, sitjandi formaður Sjálfstæðisflokksins, fór með fundargesti í ferðalag aftur til ársins 2010, reifaði atvik í Búsáhaldabyltingunni, skaut föstum skotum á Samfylkinguna að nýju og sagði engum dyljast að Fréttablaðið stundaði áróður í þágu aðildar að Evrópusambandinu. Bjarni hefur nýtt tjáningarfrelsið óspart til að skjóta á Samfylkinguna síðan landsfundurinn hófst. Það gerði hann í setningarræðu sinni í gær þegar hann sagði að borgarbúar ættu skilið frí frá Samfylkingunni. Í dag hélt hann áfram. „Stundum finnst manni að þessir sérfræðingar sem tala fyrir Samfylkinguna og eru fastagestir í fréttatímum á Ríkisútvarpinu, margir þeirra einhvern veginn hafa lesið í einhverri bók flestöll svörin við öllu. En án þekkingu, án reynslu, án þess að vera í samtali við fólk sem býr í alvöru samfélagi – en er ekki bara einhver setning í bók – þá getur þetta verið dálítið flóknara,“ sagði Bjarni við fögnuð fundargesta. Hann ítrekaði mikilvægi þess að ræða við fólkið í landinu og gerði ferð Sjálfstæðisflokksins um landið í kjördæmaviku hátt undir höfði. Mestu skipti að treysta landsmönnum, taka þátt í umræðunni og gefa aldrei eftir. „Ég eiginlega vorkenni Samfylkingunni“ „Ég eiginlega vorkenni Samfylkingunni í alvörunni. Það hlýtur að vera alveg ömurleg reynsla að dveljast alla daga í eins konar pólitískum bergmálshelli. Rífast þar við eigið bergmál, óttast ekkert meira en að hafa skoðun sem gæti orðið óvinsæl á Twitter. Þá er dagurinn bara ónýtur. Hugsið ykkur þessa tilveru að vera hrædd við eigin pólitíska skugga, allan daginn, skelfingu lostin.“ Því næst gagnrýndi hann Björn Leví Gunnarsson þingmann Pírata og sagði hann leggja að jöfnu „baráttu sína fyrir því að vera á sokkaleistunum í þingsal og kvenfrelsisbaráttuna í Íran.“ Hvað það ætti eiginlega að þýða að eyða peningum skattgreiðenda í hundruði fyrirspurna til ráðuneyta, meðal annars um hvað klukkan sé. „En við skulum passa okkur, þó að það sé erfitt að taka þessu fólki alvarlega að þá er það þannig að þessu fólki er fúlasta alvara um að vilja taka völdin í landinu. Og það þurfum við að koma í veg fyrir,“ sagði Bjarni við dynjandi lófaklapp. Skaut á fjölmiðla Bjarna hefur verið tíðrætt um Evrópusambandið á fundinum og sagði að ástæða fyrrverandi þingflokksmanna Sjálfstæðisflokksins fyrir brottför úr flokknum væri úr gildi gengin, vegna þess að Evrópusambandsaðildin væri algerlega komin niður í kjallara. Í dag gagnrýndi meintan áróður tiltekinna fjölmiðla. „Kæru vinir, auðvitað finn ég fyrir því iðulega að andstæðingar mínir bíða eftir því að ég hætti, fari bara eitthvað annað. Stundum finnst mér meira að segja heilu fjölmiðlarnir ganga út á það, svei mér þá. Ég hef tekið tímabil þar sem ég hef hugsað: Ég þarf bara að svara hverri einustu spurningu og ég ætla bara alveg að umvefja þennan blaðamann; bregðast alltaf jákvætt við - og ef ég sýni fram á að ég er alltaf málefnalegur þá hlýtur viðkomandi að fara átta sig á því að ég er bara að svara satt og rétt. En ég hef gefist upp á mörgum slíkum blaðamönnum. Og stundum finnst ég mér sumir fjölmiðlar - heilu fjölmiðlarnir - séu gerðir út til þess að koma á framfæri við landsmenn einhverri skoðun sem er kannski andstæð okkar. Það dylst varla neinum að Fréttablaðið er í áróðri fyrir inngöngu í Evrópusambandið, það er bara þannig. Menn þurfa að átta sig á því,“ sagði Bjarni meðal annars við góðar viðtökur fundargesta. Hægt er að hlusta á ræðuna í heild sinni hér að neðan. Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Sjálfstæðisflokkurinn Fjölmiðlar Utanríkismál Evrópusambandið Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Fleiri fréttir Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Sjá meira
Bjarni hefur nýtt tjáningarfrelsið óspart til að skjóta á Samfylkinguna síðan landsfundurinn hófst. Það gerði hann í setningarræðu sinni í gær þegar hann sagði að borgarbúar ættu skilið frí frá Samfylkingunni. Í dag hélt hann áfram. „Stundum finnst manni að þessir sérfræðingar sem tala fyrir Samfylkinguna og eru fastagestir í fréttatímum á Ríkisútvarpinu, margir þeirra einhvern veginn hafa lesið í einhverri bók flestöll svörin við öllu. En án þekkingu, án reynslu, án þess að vera í samtali við fólk sem býr í alvöru samfélagi – en er ekki bara einhver setning í bók – þá getur þetta verið dálítið flóknara,“ sagði Bjarni við fögnuð fundargesta. Hann ítrekaði mikilvægi þess að ræða við fólkið í landinu og gerði ferð Sjálfstæðisflokksins um landið í kjördæmaviku hátt undir höfði. Mestu skipti að treysta landsmönnum, taka þátt í umræðunni og gefa aldrei eftir. „Ég eiginlega vorkenni Samfylkingunni“ „Ég eiginlega vorkenni Samfylkingunni í alvörunni. Það hlýtur að vera alveg ömurleg reynsla að dveljast alla daga í eins konar pólitískum bergmálshelli. Rífast þar við eigið bergmál, óttast ekkert meira en að hafa skoðun sem gæti orðið óvinsæl á Twitter. Þá er dagurinn bara ónýtur. Hugsið ykkur þessa tilveru að vera hrædd við eigin pólitíska skugga, allan daginn, skelfingu lostin.“ Því næst gagnrýndi hann Björn Leví Gunnarsson þingmann Pírata og sagði hann leggja að jöfnu „baráttu sína fyrir því að vera á sokkaleistunum í þingsal og kvenfrelsisbaráttuna í Íran.“ Hvað það ætti eiginlega að þýða að eyða peningum skattgreiðenda í hundruði fyrirspurna til ráðuneyta, meðal annars um hvað klukkan sé. „En við skulum passa okkur, þó að það sé erfitt að taka þessu fólki alvarlega að þá er það þannig að þessu fólki er fúlasta alvara um að vilja taka völdin í landinu. Og það þurfum við að koma í veg fyrir,“ sagði Bjarni við dynjandi lófaklapp. Skaut á fjölmiðla Bjarna hefur verið tíðrætt um Evrópusambandið á fundinum og sagði að ástæða fyrrverandi þingflokksmanna Sjálfstæðisflokksins fyrir brottför úr flokknum væri úr gildi gengin, vegna þess að Evrópusambandsaðildin væri algerlega komin niður í kjallara. Í dag gagnrýndi meintan áróður tiltekinna fjölmiðla. „Kæru vinir, auðvitað finn ég fyrir því iðulega að andstæðingar mínir bíða eftir því að ég hætti, fari bara eitthvað annað. Stundum finnst mér meira að segja heilu fjölmiðlarnir ganga út á það, svei mér þá. Ég hef tekið tímabil þar sem ég hef hugsað: Ég þarf bara að svara hverri einustu spurningu og ég ætla bara alveg að umvefja þennan blaðamann; bregðast alltaf jákvætt við - og ef ég sýni fram á að ég er alltaf málefnalegur þá hlýtur viðkomandi að fara átta sig á því að ég er bara að svara satt og rétt. En ég hef gefist upp á mörgum slíkum blaðamönnum. Og stundum finnst ég mér sumir fjölmiðlar - heilu fjölmiðlarnir - séu gerðir út til þess að koma á framfæri við landsmenn einhverri skoðun sem er kannski andstæð okkar. Það dylst varla neinum að Fréttablaðið er í áróðri fyrir inngöngu í Evrópusambandið, það er bara þannig. Menn þurfa að átta sig á því,“ sagði Bjarni meðal annars við góðar viðtökur fundargesta. Hægt er að hlusta á ræðuna í heild sinni hér að neðan.
Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Sjálfstæðisflokkurinn Fjölmiðlar Utanríkismál Evrópusambandið Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Fleiri fréttir Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Sjá meira