Björgunarsveitir kallaðar út vegna fastra bíla Fjöldi bíla er fastur í Hveradalabrekku á Suðurlandsvegi og í Þrengslum vegna færðar. Björgunarsveitir á Suðurlandi eru á leið á vettvang. Innlent 12. október 2023 08:10
Vetrarfærð víða og snjór í efri byggðum Vetrarfærð er nú víðsvegar um landið og nokkuð hefur snjóað í efri byggðum höfuðborgarsvæðisins í nótt og einnig á Hellisheiði. Innlent 12. október 2023 07:19
Flutningabíll þverar veg í grennd við Varmahlíð Flutningabíll þverar veg í grennd við Varmahlíð. Björgunaraðgerðir standa yfir. Á meðan þeim stendur er vegurinn lokaður og fólki beint að aka um Þverárfjall. Innlent 11. október 2023 22:37
Snjóar á Hellisheiði en ekki höfuðborgarsvæðinu Búast má við snjókomu á Hellisheiði og í Þrengslum í nótt og í fyrramálið. Verktakar Vegagerðarinnar verða við störf í nótt og í fyrramálið. Veður 11. október 2023 21:12
Átak að losa bílinn sem var „frosinn niður“ Aðstæður voru erfiðar í aftakaveðri að Fjallabaki í nótt þar sem björgunarsveitarmenn hjálpuðu ferðamönnum sem fest höfðu bíl sinn. Átta gistu í fjöldahjálparstöð í Djúpavogi vegna veðurs. Annar hvellur er væntanlegur í nótt. Innlent 11. október 2023 16:07
Talsverð snjókoma framundan á Suðvesturlandi Það kemur til með að snjóa á Suðvesturlandi snemma í nótt og vel fram á næsta morgun. Um verður að ræða talsverða snjókomu. Innlent 11. október 2023 15:12
Veðrið gengur niður en hvessir aftur í nótt Lægðin sem olli vonskuveðrinu hér í gær og nótt fjarlægist nú og stefnir á Noreg. Veðrið gengur því niður í dag, fyrst vestantil á landinu en þó verður enn allhvasst eða hvasst austast seint í dag. Veður 11. október 2023 07:16
Þakplötur, hjólhýsi og bílskúrshurð fuku í Vestmannaeyjum Töluverður vindur er um allt land og björgunarsveitir víða við störf. Í Vestmannaeyjum sinnti björgunarfólk nokkrum útköllum vegna foks. Innlent 10. október 2023 15:18
Óveðrið byrjað og bílar fastir Björgunarsveitir eru byrjaðar að finna fyrir veðrinu. Appelsínugular veðurviðvaranir eru í gildi á Norðurlandi og gular viðvaranir annars staðar á landinu, utan höfuðborgarsvæðisins. Innlent 10. október 2023 12:08
Vetrarfærð og víðtækar vegalokanir vegna veðurs Óveður gengur yfir landið. Vegum er eða verður lokað á Norðaustur- og Suðausturlandi vegna veðurs. Innlent 10. október 2023 08:58
Björgunarsveit aðstoðar fólk í Skálafelli Björgunarsveitarfólk er nú í Skálafelli vegna útkalls. Rólegt hefur verið hjá þeim í nótt. Veðurviðvaranir eru enn í gildi um land allt. Innlent 10. október 2023 08:42
Stormur og talsverð rigning í kortunum Veðurstofan gerir ráð fyrir norðvestan og norðan 15 til 23 metrum á sekúndu í dag og má reikna með rigningu eða slyddu um landið norðanvert. Einnig má reikna með snjókomu á heiðum þannig að færð spillist og sums staðar talsverðri eða mikilli úrkomu. Veður 10. október 2023 07:31
Appelsínugular viðvaranir og samgöngutruflanir líklegar Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugular veðurviðvaranir sem taka gildi á morgun á Norðurlandi eystra og Norðurlandi vestra og verða gular veðurviðvaranir í gildi á landinu öllu. Veður skánar ekki fyrr en á miðvikudag í sumum landshlutum. Innlent 9. október 2023 13:17
Úrhellisrigning í dag og stormur á morgun Veðrið lætur vel á sér kræla næstu daga og má gera ráð fyrir mikilli rigningu í dag og norðan stormi á morgun og á miðvikudag. Gular veðurviðvaranir eru í gildi í dag á suðvestanverðu og sunnanverðu landinu í dag vegna úrhellisrigningar og sömuleiðis hefur verið gefin út gul veðurviðvörun fyrir allt landið vegna norðanstormsins sem gengur á landið á morgun. Veður 9. október 2023 07:20
Gul viðvörun um allt land í kortunum Á morgun mánudag verða gular viðvaranir á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og á Faxaflóa. Á þriðjudag verður síðan gul viðvörun um allt land. Innlent 8. október 2023 14:47
Skýjað og skúrir eða rigning sums staðar Samkvæmt Veðurstofu Íslands verður suðvestanátt í dag, átta til fimmtán metrar á sekúndu. Það verður skýjað og sum staðar skúrir eða rigning á vestanverðu landinu en yfirleitt léttskýjað fyrir austan. Hiti fjögur til átta stig. Innlent 8. október 2023 08:50
Vægt frost víða um land Veðurstofan gerir ráð fyrir dálítilli vætu á höfuðborgarsvæðinu í kvöld. Búist er við hægri austlægri átt og að bjart verði mestu fyrri part dags. Síðan muni þykkna upp seinnipartinn, stig. Líkur á dálítilli vætu í kvöld. Innlent 7. október 2023 07:54
Dregur úr vindi og líkur á næturfrosti víða Veðurstofan gerir ráð fyrir minnkandi vindi, breytilegri átt, þremur til átta metrum á sekúndu í dag. Það mun rofa til nokkuð víða, en reikna má með stöku skúrum eða éljum við austur- og suðurströndina. Veður 6. október 2023 07:08
Sérfræðingar segja hreint ótrúlegt að fylgjast með veðraþróuninni Sérfræðingar eiga vart orð yfir öllum þeim hitametum sem falla nú hvert af öðru og segja allt stefna í að 2023 verði heitasta ár í manna minnum. Þá kann árið 2024 að verða enn heitara, segja þeir. Erlent 5. október 2023 07:35
Má reikna með allhvössum vindstrengjum syðst á landinu Búast má við allhvössum vindstrengjum syðst á landinu fram á kvöld og geta staðbundið myndast varasamar aðstæður fyrir þau ökutæki sem eru viðkvæmust fyrir vindi, einkum í Mýrdal og undan Öræfum. Veður 5. október 2023 07:28
Svalast norðantil en mildara fyrir sunnan Spáð er áframhaldandi lægðagangi fyrir sunnan og austan land sem mun beina hingað austan- og norðaustanáttum. Lægð gerist nærgöngul á morgun og verður því allhvass eða hvasst við suðurströndina. Veður 4. október 2023 07:14
Arsenal-menn voru strandaglópar á flugvelli í fjóra klukkutíma Undirbúningur Arsenal fyrir leikinn gegn Lens í Meistaradeild Evrópu var ekki eins og best verður á kosið. Fótbolti 3. október 2023 17:00
Lægðirnar suður í hafi en verða nærgöngulli á næstu dögum Talsverður lægðagangur er nú suður í hafi og verða lægðirnar nærgöngulli þegar líður að helginni. Veðurstofan gerir ráð fyrir að það verði yfirleitt fremur hæg austan- og norðaustanátt í dag. Veður 3. október 2023 07:14
Skriðuhætta eykst samhliða mikilli úrkomu Búist er við því að skriðuhætta aukist á Austurlandi næstu sólarhringa samhliða mikilli úrkomu. Veður 2. október 2023 21:37
Dauðadæmdur jökull sem hverfur á næstu tveimur áratugum Torfajökull er einn þriggja jökla á landinu sem mun að öllum líkindum hverfa á næstu tveimur áratugum. Jöklafræðingur segir ekkert geta bjargað jöklinum úr þessu. Ljósmyndarinn RAX flaug nýverið yfir jökulinn og sýnir myndefnið vel stöðuna í dag. Innlent 2. október 2023 19:20
Hvasst á vestanverðu landinu og varasamar aðstæður geta skapast Veðurstofan spáir norðaustan átta til fimmtán metrum á sekúndu en hvassara í vindstrengjum við fjöll á vestanverðu landinu. Staðbundið geta myndast varasamar aðstæður fyrir þau ökutæki sem eru viðkvæmust fyrir vindi. Veður 2. október 2023 07:13
Hvasst á sunnanverðu landinu Búast má við hvassviðri á sunnanverðu landinu fram eftir degi. Skil nálgast landið úr suðaustri og snýst því í norðaustanátt í dag með kalda og stiningskalda víða og dálítilli vætu. Þó mun rofa til um landið suðvestanvert. Innlent 1. október 2023 08:36
Hægfara lægð veldur kalda og vætu Hægfara lægð er nú stödd suðvestur af landinu og verður vindáttin því austlæg í dag, víða gola eða kaldi og væta með köflum, en yfirleitt þurrt á norðanverðu landinu. Veður 30. september 2023 08:17
Hitastigið í svalara lagi næstu daga Veðurstofan gerir ráð fyrir norðlægri átt í dag, fimm til þrettán metrum á sekúndu og vætu á norðan- og austanverðu landinu. Þá megi reikna með smá skúrum eða slydduéljum um kvöldið. Veður 29. september 2023 07:22
Hvessir með kvöldinu Lægðakerfið sem nú stýrir veðrinu liggur alllangt suðvedstur af landinu og má reikna með norðaustan strekkingi og rigningu af og til um landið norðan- og austanvert. Þó verður yfirleitt þurrt vestantil. Veður 28. september 2023 07:25