Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 27. desember 2024 23:35 Loftmynd af Laugardalslaug. Vísir/Vilhelm Kuldakast sem er í veðurkortunum gæti haft áhrif á sundlaugarnar yfir áramótin. Veitur biðla til fólks að fara sparlega með heita vatnið á meðan það gengur yfir. Eftir stutta hvíld á vonskuveðri sem gerði landsmönnum lífið leitt um jólin er nú von á kuldakasti en á sunnudaginn kólnar verulega samkvæmt veðurspám. Á gamlársdag nær svo frostið tveggja stafa tölum. Þessi kuldi gæti haft töluverð áhrif á hitaveituna og mögulega fá stórnotendur minna af heitu vatni. „Ef þetta verður langt kuldakast þá er alveg við því búið að við þurfum að grípa til einhverra ráðstafana en það er alltaf neyðarúrræði sem við gerum það,“ segir Silja Ingólfsdóttir, upplýsingafulltrúi hjá Veitum. Hún segir starfsfólk veitna hafa sett sig í samand við stórnotendur, þar á meðal sveitafélögin vegna þessa. „Stórnotendur eru sundlaugar og baðlón og snjóbræðslukerfi í knattspyrnuvöllum öðrum slíku. Það eru þá stórnotendur sem eru á skerðanlegum taxta hjá okkur,“ segir Silja. Þannig gæti komið til þess að loka þurfi sundlaugum og baðlónum á höfuðborgarsvæðinu en ákvörðun um slíkt verði þó ekki tekin strax. Hún biðar til fólks að fara sparlega með heita vatnið á meðan mesti kuldinnn gengur yfir. „Halda hitanum inni og það er kannski sérstaklega mikilvægt um áramótin þegar fólk er að fara út og inn að halda hitanum sem mest inni.“ „Kannski að sleppa því að láta renna í heitapottinn og hafa lok á heita pottinum og svo er auðvitað mikilvægt með gardínur og sófa svona beint fyrir framan ofan að leyfa hitanum svolítið að flæða frá ofnunum um rýmið. Það hitar betur,“ segir Silja Ingólfsdóttir, upplýsingafulltrúi hjá Veitum. Veður Sundlaugar og baðlón Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Eftir stutta hvíld á vonskuveðri sem gerði landsmönnum lífið leitt um jólin er nú von á kuldakasti en á sunnudaginn kólnar verulega samkvæmt veðurspám. Á gamlársdag nær svo frostið tveggja stafa tölum. Þessi kuldi gæti haft töluverð áhrif á hitaveituna og mögulega fá stórnotendur minna af heitu vatni. „Ef þetta verður langt kuldakast þá er alveg við því búið að við þurfum að grípa til einhverra ráðstafana en það er alltaf neyðarúrræði sem við gerum það,“ segir Silja Ingólfsdóttir, upplýsingafulltrúi hjá Veitum. Hún segir starfsfólk veitna hafa sett sig í samand við stórnotendur, þar á meðal sveitafélögin vegna þessa. „Stórnotendur eru sundlaugar og baðlón og snjóbræðslukerfi í knattspyrnuvöllum öðrum slíku. Það eru þá stórnotendur sem eru á skerðanlegum taxta hjá okkur,“ segir Silja. Þannig gæti komið til þess að loka þurfi sundlaugum og baðlónum á höfuðborgarsvæðinu en ákvörðun um slíkt verði þó ekki tekin strax. Hún biðar til fólks að fara sparlega með heita vatnið á meðan mesti kuldinnn gengur yfir. „Halda hitanum inni og það er kannski sérstaklega mikilvægt um áramótin þegar fólk er að fara út og inn að halda hitanum sem mest inni.“ „Kannski að sleppa því að láta renna í heitapottinn og hafa lok á heita pottinum og svo er auðvitað mikilvægt með gardínur og sófa svona beint fyrir framan ofan að leyfa hitanum svolítið að flæða frá ofnunum um rýmið. Það hitar betur,“ segir Silja Ingólfsdóttir, upplýsingafulltrúi hjá Veitum.
Veður Sundlaugar og baðlón Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira