Innlent

Búið að opna Holta­vörðu­heiði á ný

Atli Ísleifsson skrifar
Hálka og éljagangur er á veginum. Myndin er úr safni.
Hálka og éljagangur er á veginum. Myndin er úr safni. Vísir/Atli

Vegurinn um Holtavörðuheiði var opnaður á ný fyrir hádegi eftir að hafa verið lokaður síðan í gær.

Á vef Vegagerðarinnar segir að hálka og éljagangur sé á veginum eins og á flestum vegum.

Fram kemur að það muni lægja markvert vestan- og norðvestantil þegar líður á daginn og draga úr skafrenningi.

Suðvestanlands verður þó áfram éljagangur og blint á köflum til kvölds, meðal annars á Hellisheiðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×