Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Kristín Ólafsdóttir og Magnús Jochum Pálsson skrifa 31. desember 2024 13:03 Hér má sjá kort yfir áramótabrennurnar sem verða haldnar í kvöld. Grafík/Sara Fjórtán áramótabrennur verða tendraðar á höfuðborgarsvæðinu í dag, fjórum fleiri en útlit var fyrir í haust. Þá gæti stórkostleg norðurljósasýning veitt flugeldum samkeppni á himni í kvöld. Hér fyrir ofan má sjá staðsetningarnar á Reykjavíkurbrennunum sem tendraðar verða í kvöld; átta eru flokkaðar sem „litlar“ en tvær stórar, sem staðsettar eru á Geirsnefi og í Gufunesi. Engar áramótabrennur verða í Hafnarfirði og Kópavogi en Seltirningar fá sína brennu á Valhúsahæð. Í Garðabæ verða svo tendraðar tvær brennur í kvöld og í Mosfellsbæ verður brenna við Leirvoginn venju samkvæmt - hún verður þó tendruð öllu fyrr en hefðin býður, eða klukkan hálf fimm síðdegis. Þá verða einnig áramótabrennur í helstu þéttbýliskjörnum á landsbyggðinni, sem finna má upplýsingar um á síðum sveitarfélaganna. Norðurljósaveisla í vændum? En það verða ekki bara áramótabrennur og flugeldar sem lýsa upp síðasta kvöld ársins. Náttúran gæti líka boðið upp á rosalega sýningu. „Það gæti orðið mjög falleg norðurljósasýning á himni um svipað leyti. Það er ákveðin óvissa í því, þessa stundina er ský á leiðinni til okkar á ógnarhraða og spurningin er bara hvenær það skellur á okkur. Er það seinnipart þessa dags eða í kvöld, eða hugsanlega eftir miðnætti. Og mögulega líka geigar það. Þannig að það er smá spenningur og óvissa í því,“ segir Stjörnu-Sævar. Sævar Helgi segir óvissu ríkja með hvort ský muni hylja norðurljósin eða ekki í kvöld.Stöð 2 Ef bestu spár gangi eftir ætti að sjást jafnvel til norðurljósanna á öllu landinu. En ef þau birtast á sama tíma og flugeldasýningin stendur sem hæst í kringum miðnætti - er þá nokkur von að glitti í þau? Það fer eftir því hvar maður er staðsettur, segir Sævar. „Ef maður er inni í mesta gosmekkinum eða sprengjuregninu þá eflaust mun mökkurinn birgja sýn að einhverju leyti. En ég vona bara að fólk gangi hægt um gleðinnar dyr og haldi pínu aftur af sér, líka bara fyrir lungun okkar, og njóti þess líka sem himininn hefur upp á að bjóða og sprengi kannski aðeins minna,“ segir hann. Áramót Flugeldar Veður Reykjavík Mosfellsbær Garðabær Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Hér fyrir ofan má sjá staðsetningarnar á Reykjavíkurbrennunum sem tendraðar verða í kvöld; átta eru flokkaðar sem „litlar“ en tvær stórar, sem staðsettar eru á Geirsnefi og í Gufunesi. Engar áramótabrennur verða í Hafnarfirði og Kópavogi en Seltirningar fá sína brennu á Valhúsahæð. Í Garðabæ verða svo tendraðar tvær brennur í kvöld og í Mosfellsbæ verður brenna við Leirvoginn venju samkvæmt - hún verður þó tendruð öllu fyrr en hefðin býður, eða klukkan hálf fimm síðdegis. Þá verða einnig áramótabrennur í helstu þéttbýliskjörnum á landsbyggðinni, sem finna má upplýsingar um á síðum sveitarfélaganna. Norðurljósaveisla í vændum? En það verða ekki bara áramótabrennur og flugeldar sem lýsa upp síðasta kvöld ársins. Náttúran gæti líka boðið upp á rosalega sýningu. „Það gæti orðið mjög falleg norðurljósasýning á himni um svipað leyti. Það er ákveðin óvissa í því, þessa stundina er ský á leiðinni til okkar á ógnarhraða og spurningin er bara hvenær það skellur á okkur. Er það seinnipart þessa dags eða í kvöld, eða hugsanlega eftir miðnætti. Og mögulega líka geigar það. Þannig að það er smá spenningur og óvissa í því,“ segir Stjörnu-Sævar. Sævar Helgi segir óvissu ríkja með hvort ský muni hylja norðurljósin eða ekki í kvöld.Stöð 2 Ef bestu spár gangi eftir ætti að sjást jafnvel til norðurljósanna á öllu landinu. En ef þau birtast á sama tíma og flugeldasýningin stendur sem hæst í kringum miðnætti - er þá nokkur von að glitti í þau? Það fer eftir því hvar maður er staðsettur, segir Sævar. „Ef maður er inni í mesta gosmekkinum eða sprengjuregninu þá eflaust mun mökkurinn birgja sýn að einhverju leyti. En ég vona bara að fólk gangi hægt um gleðinnar dyr og haldi pínu aftur af sér, líka bara fyrir lungun okkar, og njóti þess líka sem himininn hefur upp á að bjóða og sprengi kannski aðeins minna,“ segir hann.
Áramót Flugeldar Veður Reykjavík Mosfellsbær Garðabær Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira