Tíska og hönnun

Tíska og hönnun

Allt það nýjasta úr heimi tískunnar og fréttir af sviði hönnunar.

Fréttamynd

Úrhelli og sól til skiptis á sundfataviðburði Swimslow

Íslenska sundfatamerkið Swimslow fagnaði árstíðaskiptunum og fimm ára afmæli á Petersen svítunni með Aperol Spritz á fimmtudag. Glæsilegar ljósmyndir eftir Silju Magg úr nýjustu herferð merkisins prýddu veggi en herferðin var skotin á Langasandi á Akranesi og í nýju sjóböðunum í Hvammsvík.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Eina eintakið fauk út í logandi hraunið

Spilahöfundarnir Guðmundur Egilsson og Ásgeir Frímannsson lentu heldur betur í óhappi þegar þeim datt í hug að nýta eldgosið í markaðsefni: „Við vorum að vera sniðugir að taka upp markaðsefni fyrir spilið þegar spilakassinn okkar fauk út í logandi hraunið og brann til kaldra kola.“

Lífið
Fréttamynd

Í of áberandi kjól fyrir Versali

Brynja Kúla Guðmundsdóttir er óhrædd við að fara eigin leiðir í fatavali og lýsir stíl sínum sem áberandi og litríkum. Hún segir ónauðsynlegt að takmarka sig við einhvern einn stíl og að engar reglur gildi í leik tískunnar. Brynja Kúla er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

„Finnst mjög óheillandi þegar ég er ekki dýrkuð og dáð“

„Þetta getur vissulega verið krefjandi á tímum en ég finn mig mjög vel í þessu hlutverki. Það sem skiptir mig og okkur öllu máli er að setja börnin í fyrsta sætið, passa uppá samskiptin og að öllum líði vel í breyttum aðstæðum,“ segir Camilla Rut í viðtali við Makamál. 

Lífið
Fréttamynd

„Smitandi þegar fólk er ánægt með klæðaburðinn sinn“

Elma Dís Árnadóttir finnur fyrir mikilli hamingju þegar hún klæðist litríkum og glitrandi flíkum og segir stílinn sinn hafa þróast með sér í gegnum árin. Henni finnst mikilvægast að fólk sé samkvæmt sjálfu sér í klæðaburði og elskar að sjá það klæða sig eins og þeim sjálfum finnst flott. Elma Dís er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Kúrekastígvél og cargo buxur það allra heitasta

Tískugyðjan Elísabet Gunnarsdóttir var stödd á tískuvikunni í Kaupmannahöfn og deilir með lesendum Vísis þeim trendum sem stóðu upp úr á tískupöllunum. Það kemur eflaust einhverjum á óvart að cargo buxur, kúreka stígvél og mini pils eru þar hæst á lista.

Lífið
Fréttamynd

Bónus gefur út fatalínu

Bónus hefur gefið út fatalínu með derhúfum, bolum og hettupeysum en hluti af línunni er hannaður til þess að heiðra gamla grísinn. Baldur Ólafsson og Sigurður Bragason, grafískur hönnuður hjá Bónus, eru mennirnir á bak við línuna.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

„Madame Butter­fly“ er látin

Japanski fatahönnuðurinn Hanae Mori, sem þekkt var sem „Madame Butterfly“ í tískuheiminum, er látin, 96 ára að aldri. Mori er sögð vera fyrsti japanski hönnuðurinn sem hafi slegið rækilega í gegn í heimi hinnar frönsku hátísku.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Nota blómapott sem grill í garðinum

Myndlistarmaðurinn Pétur Gautur og landslagsarkitektinn Berglind Guðmundsdóttir búa í Hafnarfirði þar sem nostrað hefur verið við garðinn sem Berglind hannaði sjálf. Í garðinum má með annars finna blómapott sem er notaður sem grill og gólfsíðar hurðar sem þau settu til þess að komast beint út í garð.

Lífið
Fréttamynd

Gefur út skólínu á lokametrum meðgöngunnar

Fyrirsætan og tískubloggarinn Andrea Röfn Jónasdóttir er að gefa út nýja samstarslínu með danska skómerkinu JoDis en samstarf þeirra hefur vakið mikla lukku fram að þessu. Vísir náði tali af Andreu þar sem hún var stödd á fæðingardeildinni í Boston í gangsetningu.

Lífið
Fréttamynd

Skærin sett í frost

Hárgreiðslumeistarinn Ásgeir Hjartarson hefur sett skærin í frost í bili eftir að hafa tekið að sér nýtt verkefni við að hanna og reka veitingastaðinn Black Dragon Rvk við Hafnartorg. Kokkarnir Hjörtur Saithong Ingþórsson og Guðmundur Ágúst Heiðarsson koma til með að standa vaktina í eldhúsinu.

Lífið
Fréttamynd

„Fyrir mig er þetta hugarleikfimi“

Ármann Reynisson er mikill lífskúnstner sem hefur bæði áhuga og þekkingu á tísku og klæðaburði og segir góða hugarleikfimi að setja saman flíkur fyrir hin ýmsu tilefni. Ármann hefur ferðast víða um heiminn og skrifað tuttugu og tvær vinjettubækur en í október næstkomandi kemur tuttugasta og önnur bókin út. Hann hefur gaman að því að klæða sig upp fyrir hin ýmsu tilefni, er alltaf snyrtilegur til fara og samkvæmur sjálfum sér. Hann bjó um tíma í London þar sem hann lagði stund á viðskiptanám og segir menningarlíf borgarinnar ekki hafa verið síðri lærdóm. Ármann Reynisson bauð blaðamanni í kaffi og veitti innsýn í fataskáp sinn sem býr yfir fataúrvali sem spannar um fjörutíu ár. Hann er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Myndaveisla: Brúðkaup Þórhildar Sunnu og Rafaels Orpel

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata giftist Rafael Orpel við fallega athöfn undir stjórn Arnars Snæberg hjá Siðmennt síðastliðinn laugardag. Sunna skartaði bleikum og gylltum brúðarkjól sem hún var í skýjunum með og tengist náið ævagamalli ást hennar á fatnaði og sögum frá 18. öldinni. Blaðamaður tók púlsinn á Sunnu og fékk að heyra nánar frá draumadeginum.

Lífið
Fréttamynd

Þrír hönnuðir, eitt eldhús

Hönnuðirnir Noz Nozawa, Darren Jett og Joy Moyler fengu það hlutverk frá Architectural Digest að hanna sama eldhúsið, öll á sinn hátt. Allir hönnuðirnir voru sammála um það að fríska þyrfti upp á rýmið en voru þó með ólíkar hugmyndir um hvernig væri best að gera það.

Lífið
Fréttamynd

Myndaveisla: Opnun 66°Norður á Hafnartorgi

Fyrirtækið 66°Norður opnaði á dögunum sína elleftu verslun til þessa og er hún staðsett á Hafnartorgi á gamla hafnarsvæðinu. Basalt Arkitektar hönnuðu verslunina og var innblásturinn íslenskt veður og umhverfi.

Lífið
Fréttamynd

Tískufrömuðurinn Issey Miyake látinn

Japanski tískuhönnuðurinn Issey Miyake er látinn, 84 ára að aldri. Hann lést af völdum krabbameins í lifur á föstudag og hefur jarðarför hans þegar farið fram í kyrrþey, segja japanskir fréttamiðlar.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

„Stíllinn minn verður af­slappaðri með tímanum“

Hönnuðurinn Sigríður Ágústa Finnbogadóttir er mikill tískuspegúlant sem hefur meðal annars hannað ýmsan sviðsklæðnað á söngkonuna Bríeti. Hún lýsir stílnum sínum sem hversdagslegum með örlitlum glamúr, sækir innblástur í ólík tímabil tískusögunnar og hefur gaman að því að sjá persónulegan stíl fólks skína í fatavali. Sigríður Ágústa er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun