Mikill hópur fólks safnaðist saman fyrir framan verslunina Gina Tricot sem opnaði í gærkvöldi í Kringlunni.Vísir/Hulda Margrét
Mikil mannmergð myndaðist í gærkvöldi þegar tískuvöruverslunin Gina Tricot var opnuð í Kringlunni.
Fólksfjöldinn var slíkur að vísa þurfti gestum inn í verslunina í hollum og mátti bæði sjá grátandi börn og unglingsstúlkur í uppnámi þar sem æsingurinn og ruðningurinn var slíkur að gestir og gangandi áttu fótum fjör að launa.
Gríðarlegur áhugi á sænsku fatakeðjunni
Í kallkerfi Kringlunnar mátti heyra áminningar um að fara varlega og sýna rósemi en um var að ræða 20% afslátt af vörum þennan fyrsta opnunardag.
Því er ljóst að áhugi íslenskra fataunnenda á sænska merkinu er gríðarlegur en Gina Tricot er ein af stærstu tískufatakeðjum Svíþjóðar með um 150 verslanir í fjórum löndum ásamt netverslun sem nær til allrar Evrópu.
Hér fyrir neðan má sjá myndir af opnunarkvöldinu.
Örtröðin var sjáanlega mikil.Vísir/Hulda MargrétAlbert Þór Magnússon flytur tölu yfir hópnum.Vísir/Hulda MargrétÖryggisverðir stóðu í ströngu.Vísir/Hulda MargrétOpnunarkvöld hjá versluninni Gina Tricot í Kringlunni.Vísir/Hulda MargrétOpnunarkvöld hjá versluninni Gina Tricot í Kringlunni.Vísir/Hulda MargrétOpnunarkvöld hjá versluninni Gina Tricot í Kringlunni.Vísir/Hulda MargrétKerrur voru sjáanlega ekki fýsilegur fararkostur í mannmergðinni.Vísir/Hulda MargrétOpnunarkvöld hjá versluninni Gina Tricot í Kringlunni.Vísir/Hulda MargrétOpnunarkvöld hjá versluninni Gina Tricot í Kringlunni.Vísir/Hulda MargrétBaldvina Snælaugsdóttir markaðsstjóri Kringlunnar, Karen Eva Verkefnastjóri Kringlunnar, Albert Þór Magnússon, Kristján, Lóa og Inga Rut Jónsdóttir framkvæmdastjóri Kringlunnar.Vísir/Hulda MargrétElísa Eir, Sara Jasmín og Kristín Kristmunds.Vísir/Hulda MargrétHelga Margrét og Anna Margrét.Vísir/Hulda MargrétKatrín og Máney.Vísir/Hulda MargrétGuðrún Hilda og Camilla S.Vísir/Hulda MargrétOpnunarkvöld hjá versluninni Gina Tricot í Kringlunni.Vísir/Hulda MargrétSólrún og Ásta.Vísir/Hulda MargrétEva og Sunna.Vísir/Hulda MargrétGuðbjörg, Anna og Sara.Vísir/Hulda MargrétOpnunarkvöld hjá versluninni Gina Tricot í Kringlunni.Vísir/Hulda MargrétSara Jasmín og Jóna Alla verslunarstjóri Gina Tricot.Vísir/Hulda MargrétAnna Árnad, Daníel Viktor, Guðný Guðmunds, Albert Þór Magnússon, Anna Sóley, Magnús Valur, Lóa Dagbjört og Kristján Þór.Vísir/Hulda Margrét