Taka fram að hægt sé að nota eldri treyjur í ljósi Facebook-umræðu Jón Þór Stefánsson skrifar 20. nóvember 2023 15:20 Úr leik karlaliðs Stjörnunnar í Bestu deildinni í sumar. Leikmennirnir sjást þarna í Puma-treyjum sem bráðum verða ekki þær nýjustu af nálinni. Vísir/Anton Brink Stjarnan hefur sent frá sér tilkynningu vegna nýrra keppnisbúninga hjá knattspyrnudeild félagsins. Þar er tekið fram að þeir sem hafi nýlega keypt gamla búninga muni mega að nota þá áfram þegar þeir nýju komi í febrúar á þessu ári. Í Facebook-hóp ætluðum íbúum Garðabæjar hefur þetta verið til umræðu síðan í gærkvöldi. Færsla Hildar Steinþórsdóttur, móður iðkenda Stjörnunnar, sem birtist þar hefur vakið upp mikið umtal, en þegar þetta er skrifað hafa hátt í áttatíu manns lagt orð í belg, og rétt tæplega fimmhundruð manns brugðist við færslunni. Gagnrýnt er að fólks sé hvatt til að kaupa nýja búninga á börnin, þegar að tiltölulega stutt er síðan það keypti núverandi búninga. Bæði sé kostnaðurinn mikill og börnunum gefið það fordæmi að nýtt sé best. „En bíddu við erum ný búin að kaupa nýja búninginn og tókum meira að segja stærðina fyrir ofan svo hægt væri að nýta sem lengst. Svo var ákveðið að skrifa „Ómarsson“ aftaná búninginn en ekki nafnið svo að litli bróðir gæti notað í framhaldinu.“ Tugir þúsunda í nýjan búning „Við getum rætt hvað er rétt og rangt í þessu en þarna eru börn sem læra það sem fyrir þeim er haft. Efnishyggja og það sem er nýtt er betra, jafnvel þó hitt virki alveg jafn vel,“ segir í færslunni. Þar er bent á að keppnisbúningurinn kosti rúmlega fimmtánþúsund. Og ef síðbuxur og peysa bætast við þá eykst kostnaðurinn um tæplega nítján þúsund. Flestir þeirra sem hafa tjáð sig um málið á Facebook virðast styðja við innleggið. Innlegg Hildar á Facebook.Skjáskot/Facebook Munu „að sjálfsögðu“ geta nýtt gamlan varning áfram „Vegna umræðu um keppnisbúninga knattspyrnudeildar vill UMF Stjarnan koma eftirfarandi á framfæri,“ segir í tilkynningu Stjörnunnar um málið. „Árið 2022 skrifuðu Stjarnan og Margt Smátt undir samning til 4 ára um notkun íþróttafatnaðar frá Puma fyrir iðkendur, keppnisfólk & starfsmenn Stjörnunnar. Í samningnum, líkt og fyrri samningum sem félagið hefur gert við íþróttavöruframleiðanda hefur verið tekið fram að líftími keppnisbúninga félagsins sé tvö ár og að þeim tíma loknum þá komi nýr keppnisbúningur.“ Stjörnukonur urðu meistarar meistaranna í Puma-treyjum í apríl á þessu ári.Vísir/Hulda Margrét Þá er bent á að nú sé tveimur keppnistímabilum í Puma lokið og að nú taki nýr búningur við fyrir næstu tvö. Þá er því haldið fram að búningurinn hafi verið gerður eins líkur fyrri búningi og mögulegt hafi verið. „Við val á nýjum keppnistreyjum var lagt allt kapp á það í samstarfi við Margt Smátt að hafa þær eins líkar og fyrri treyjur svo hægt væri að nýta eldri búninga áfram. Stuttbuxur og sokkar við nýjan búning verða þær sömu og áður. Iðkendur sem hafa nýlega endurnýjað keppnisbúning og annan varning frá Puma munu að sjálfsögðu geta nýtt hann áfram.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Íþróttir barna Tíska og hönnun Börn og uppeldi Fótbolti Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Í Facebook-hóp ætluðum íbúum Garðabæjar hefur þetta verið til umræðu síðan í gærkvöldi. Færsla Hildar Steinþórsdóttur, móður iðkenda Stjörnunnar, sem birtist þar hefur vakið upp mikið umtal, en þegar þetta er skrifað hafa hátt í áttatíu manns lagt orð í belg, og rétt tæplega fimmhundruð manns brugðist við færslunni. Gagnrýnt er að fólks sé hvatt til að kaupa nýja búninga á börnin, þegar að tiltölulega stutt er síðan það keypti núverandi búninga. Bæði sé kostnaðurinn mikill og börnunum gefið það fordæmi að nýtt sé best. „En bíddu við erum ný búin að kaupa nýja búninginn og tókum meira að segja stærðina fyrir ofan svo hægt væri að nýta sem lengst. Svo var ákveðið að skrifa „Ómarsson“ aftaná búninginn en ekki nafnið svo að litli bróðir gæti notað í framhaldinu.“ Tugir þúsunda í nýjan búning „Við getum rætt hvað er rétt og rangt í þessu en þarna eru börn sem læra það sem fyrir þeim er haft. Efnishyggja og það sem er nýtt er betra, jafnvel þó hitt virki alveg jafn vel,“ segir í færslunni. Þar er bent á að keppnisbúningurinn kosti rúmlega fimmtánþúsund. Og ef síðbuxur og peysa bætast við þá eykst kostnaðurinn um tæplega nítján þúsund. Flestir þeirra sem hafa tjáð sig um málið á Facebook virðast styðja við innleggið. Innlegg Hildar á Facebook.Skjáskot/Facebook Munu „að sjálfsögðu“ geta nýtt gamlan varning áfram „Vegna umræðu um keppnisbúninga knattspyrnudeildar vill UMF Stjarnan koma eftirfarandi á framfæri,“ segir í tilkynningu Stjörnunnar um málið. „Árið 2022 skrifuðu Stjarnan og Margt Smátt undir samning til 4 ára um notkun íþróttafatnaðar frá Puma fyrir iðkendur, keppnisfólk & starfsmenn Stjörnunnar. Í samningnum, líkt og fyrri samningum sem félagið hefur gert við íþróttavöruframleiðanda hefur verið tekið fram að líftími keppnisbúninga félagsins sé tvö ár og að þeim tíma loknum þá komi nýr keppnisbúningur.“ Stjörnukonur urðu meistarar meistaranna í Puma-treyjum í apríl á þessu ári.Vísir/Hulda Margrét Þá er bent á að nú sé tveimur keppnistímabilum í Puma lokið og að nú taki nýr búningur við fyrir næstu tvö. Þá er því haldið fram að búningurinn hafi verið gerður eins líkur fyrri búningi og mögulegt hafi verið. „Við val á nýjum keppnistreyjum var lagt allt kapp á það í samstarfi við Margt Smátt að hafa þær eins líkar og fyrri treyjur svo hægt væri að nýta eldri búninga áfram. Stuttbuxur og sokkar við nýjan búning verða þær sömu og áður. Iðkendur sem hafa nýlega endurnýjað keppnisbúning og annan varning frá Puma munu að sjálfsögðu geta nýtt hann áfram.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Íþróttir barna Tíska og hönnun Börn og uppeldi Fótbolti Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira