Taka fram að hægt sé að nota eldri treyjur í ljósi Facebook-umræðu Jón Þór Stefánsson skrifar 20. nóvember 2023 15:20 Úr leik karlaliðs Stjörnunnar í Bestu deildinni í sumar. Leikmennirnir sjást þarna í Puma-treyjum sem bráðum verða ekki þær nýjustu af nálinni. Vísir/Anton Brink Stjarnan hefur sent frá sér tilkynningu vegna nýrra keppnisbúninga hjá knattspyrnudeild félagsins. Þar er tekið fram að þeir sem hafi nýlega keypt gamla búninga muni mega að nota þá áfram þegar þeir nýju komi í febrúar á þessu ári. Í Facebook-hóp ætluðum íbúum Garðabæjar hefur þetta verið til umræðu síðan í gærkvöldi. Færsla Hildar Steinþórsdóttur, móður iðkenda Stjörnunnar, sem birtist þar hefur vakið upp mikið umtal, en þegar þetta er skrifað hafa hátt í áttatíu manns lagt orð í belg, og rétt tæplega fimmhundruð manns brugðist við færslunni. Gagnrýnt er að fólks sé hvatt til að kaupa nýja búninga á börnin, þegar að tiltölulega stutt er síðan það keypti núverandi búninga. Bæði sé kostnaðurinn mikill og börnunum gefið það fordæmi að nýtt sé best. „En bíddu við erum ný búin að kaupa nýja búninginn og tókum meira að segja stærðina fyrir ofan svo hægt væri að nýta sem lengst. Svo var ákveðið að skrifa „Ómarsson“ aftaná búninginn en ekki nafnið svo að litli bróðir gæti notað í framhaldinu.“ Tugir þúsunda í nýjan búning „Við getum rætt hvað er rétt og rangt í þessu en þarna eru börn sem læra það sem fyrir þeim er haft. Efnishyggja og það sem er nýtt er betra, jafnvel þó hitt virki alveg jafn vel,“ segir í færslunni. Þar er bent á að keppnisbúningurinn kosti rúmlega fimmtánþúsund. Og ef síðbuxur og peysa bætast við þá eykst kostnaðurinn um tæplega nítján þúsund. Flestir þeirra sem hafa tjáð sig um málið á Facebook virðast styðja við innleggið. Innlegg Hildar á Facebook.Skjáskot/Facebook Munu „að sjálfsögðu“ geta nýtt gamlan varning áfram „Vegna umræðu um keppnisbúninga knattspyrnudeildar vill UMF Stjarnan koma eftirfarandi á framfæri,“ segir í tilkynningu Stjörnunnar um málið. „Árið 2022 skrifuðu Stjarnan og Margt Smátt undir samning til 4 ára um notkun íþróttafatnaðar frá Puma fyrir iðkendur, keppnisfólk & starfsmenn Stjörnunnar. Í samningnum, líkt og fyrri samningum sem félagið hefur gert við íþróttavöruframleiðanda hefur verið tekið fram að líftími keppnisbúninga félagsins sé tvö ár og að þeim tíma loknum þá komi nýr keppnisbúningur.“ Stjörnukonur urðu meistarar meistaranna í Puma-treyjum í apríl á þessu ári.Vísir/Hulda Margrét Þá er bent á að nú sé tveimur keppnistímabilum í Puma lokið og að nú taki nýr búningur við fyrir næstu tvö. Þá er því haldið fram að búningurinn hafi verið gerður eins líkur fyrri búningi og mögulegt hafi verið. „Við val á nýjum keppnistreyjum var lagt allt kapp á það í samstarfi við Margt Smátt að hafa þær eins líkar og fyrri treyjur svo hægt væri að nýta eldri búninga áfram. Stuttbuxur og sokkar við nýjan búning verða þær sömu og áður. Iðkendur sem hafa nýlega endurnýjað keppnisbúning og annan varning frá Puma munu að sjálfsögðu geta nýtt hann áfram.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Íþróttir barna Tíska og hönnun Börn og uppeldi Fótbolti Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Fleiri fréttir Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Sjá meira
Í Facebook-hóp ætluðum íbúum Garðabæjar hefur þetta verið til umræðu síðan í gærkvöldi. Færsla Hildar Steinþórsdóttur, móður iðkenda Stjörnunnar, sem birtist þar hefur vakið upp mikið umtal, en þegar þetta er skrifað hafa hátt í áttatíu manns lagt orð í belg, og rétt tæplega fimmhundruð manns brugðist við færslunni. Gagnrýnt er að fólks sé hvatt til að kaupa nýja búninga á börnin, þegar að tiltölulega stutt er síðan það keypti núverandi búninga. Bæði sé kostnaðurinn mikill og börnunum gefið það fordæmi að nýtt sé best. „En bíddu við erum ný búin að kaupa nýja búninginn og tókum meira að segja stærðina fyrir ofan svo hægt væri að nýta sem lengst. Svo var ákveðið að skrifa „Ómarsson“ aftaná búninginn en ekki nafnið svo að litli bróðir gæti notað í framhaldinu.“ Tugir þúsunda í nýjan búning „Við getum rætt hvað er rétt og rangt í þessu en þarna eru börn sem læra það sem fyrir þeim er haft. Efnishyggja og það sem er nýtt er betra, jafnvel þó hitt virki alveg jafn vel,“ segir í færslunni. Þar er bent á að keppnisbúningurinn kosti rúmlega fimmtánþúsund. Og ef síðbuxur og peysa bætast við þá eykst kostnaðurinn um tæplega nítján þúsund. Flestir þeirra sem hafa tjáð sig um málið á Facebook virðast styðja við innleggið. Innlegg Hildar á Facebook.Skjáskot/Facebook Munu „að sjálfsögðu“ geta nýtt gamlan varning áfram „Vegna umræðu um keppnisbúninga knattspyrnudeildar vill UMF Stjarnan koma eftirfarandi á framfæri,“ segir í tilkynningu Stjörnunnar um málið. „Árið 2022 skrifuðu Stjarnan og Margt Smátt undir samning til 4 ára um notkun íþróttafatnaðar frá Puma fyrir iðkendur, keppnisfólk & starfsmenn Stjörnunnar. Í samningnum, líkt og fyrri samningum sem félagið hefur gert við íþróttavöruframleiðanda hefur verið tekið fram að líftími keppnisbúninga félagsins sé tvö ár og að þeim tíma loknum þá komi nýr keppnisbúningur.“ Stjörnukonur urðu meistarar meistaranna í Puma-treyjum í apríl á þessu ári.Vísir/Hulda Margrét Þá er bent á að nú sé tveimur keppnistímabilum í Puma lokið og að nú taki nýr búningur við fyrir næstu tvö. Þá er því haldið fram að búningurinn hafi verið gerður eins líkur fyrri búningi og mögulegt hafi verið. „Við val á nýjum keppnistreyjum var lagt allt kapp á það í samstarfi við Margt Smátt að hafa þær eins líkar og fyrri treyjur svo hægt væri að nýta eldri búninga áfram. Stuttbuxur og sokkar við nýjan búning verða þær sömu og áður. Iðkendur sem hafa nýlega endurnýjað keppnisbúning og annan varning frá Puma munu að sjálfsögðu geta nýtt hann áfram.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Íþróttir barna Tíska og hönnun Börn og uppeldi Fótbolti Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Fleiri fréttir Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Sjá meira