Greta hlaut 160 milljóna króna verðlaun Sænski umhverfisverndarsinninn Greta Thunberg hlaut í gær portúgölsku Gulbenkian-verðlaunin fyrir baráttu sína gegn loftslagsvánni Erlent 21. júlí 2020 07:54
Óttast aldauða hvítabjarna fyrir lok aldarinnar Hop hafíss á norðurskautinu vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna gæti leitt til þess að hvítabirnir verði nær útdauðir á jörðinni fyrir lok þessarar aldar, að mati vísindamanna. Jafnvel þó að dregið verði hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda eigi margir undirstofnar þeirra eftir að verða breytingunum að bráð. Erlent 20. júlí 2020 16:25
Segja vísindarök skorta og tómt rugl að moka ofan í skurðina Verulegar efasemdir eru í röðum bænda um gagnsemi þess að endurheimta votlendi og vísindarök sögð skorta. Bændurnir á Syðri-Fljótum í Meðallandi segja að framræsla lands með skurðgreftri geri sveitina byggilega og það að moka oní skurðina sé tómt rugl. Innlent 16. júlí 2020 22:03
Leiðtogar heimsins hafi gefist upp á að bæta framtíð komandi kynslóða Greta Thunberg og aðrir aðgerðasinnar birtu í dag opið bréf til leiðtoga heimsins þar sem kallað er eftir því að þeir fari að líta á loftslagsvandann sem alvöru ógn við mannkynið. Erlent 16. júlí 2020 12:40
Kristinn leiðir viðskiptaþróun Carbfix Kristinn Ingi Lárusson hefur verið ráðinn til Carbfix, dótturfyrirtækis Orkuveitu Reykjavíkur. Viðskipti innlent 14. júlí 2020 10:29
Metnaðarfyllra Parísarmarkmiðið gæti brugðist á næstu árum Mögulegt er að hnattræn hlýnun nái 1,5°C þegar á næstu fimm árum, að mati Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO). Metnaðarfyllsta markmið Parísarsamkomulagsins í loftslagsmálum var að takmarka hlýnun við 1,5°C frá tímanum fyrir iðnbyltingu. Erlent 10. júlí 2020 22:23
Segir vegabætur með styttingu leiðar valda auknum útblæstri Skipulagsstofnun hafnar þeim rökum Vegagerðarinnar í umhverfismati vegna Dynjandisheiðar að stytting leiðar með þverun Vatnsfjarðar muni draga úr útblæstri. Stofnunin telur þvert á móti að samgöngubætur muni fjölga ferðum og þar með leiða til aukins útblásturs. Innlent 9. júlí 2020 13:37
Hitamet í Síberíu kyndir undir miklum gróðureldum Meira en fimm gráðum hlýrra var í Síberíu norðan heimskautsbaugs í júní en í venjulegu árferði. Hitabylgjan hefur skapað aðstæður fyrir eina verstu gróðurelda sem geisað hafa á svæðinu samkvæmt gögnum evrópskra gervitungla. Erlent 7. júlí 2020 18:55
Sameiginleg stefnumörkun í loftslagsmálum myndi styrkja stöðu Norðurlandanna Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, hefur skilað skýrslu um þróun norræns samstarfs á sviði utanríkis- og öryggismála. Meðal helstu tillagna í skýrslu Bjarna er aukin sameiginleg stefnumörkun Norðurlandanna á sviði loftslagsmála og segir að það myndi styrkja stöðu Norðurlandanna á alþjóðavettvangi ef slík stefna væri til staðar. Innlent 6. júlí 2020 13:35
Stefnt að því að draga úr losun frá sjávarútvegi Stefnt er að því að draga úr losun frá sjávarútvegi og auka eftirspurn eftir heilnæmum íslenskum fiski með samstarfi stjórnvalda og atvinnugreinarinnar. Markmiðið er að samdráttur í losun verði um 50-60 prósent árið 2030 miðað við árið 2005. Innlent 3. júlí 2020 19:39
Hlýnar þrefalt hraðar á suðurpólnum en meðaltalið Loftið yfir suðurpólnum hefur hlýnað um þrefalt hraðar undanfarna áratugi en jörðin að meðaltali frá 10. áratug síðustu aldar. Hlýnunin er talin geta verið afleiðing náttúrulegra sveiflna að mestu en að losun manna á gróðurhúsalofttegundum hafi einnig lagt sitt af mörkum. Erlent 30. júní 2020 16:44
Losun frá flugi dróst saman um meira en þriðjung Meira en þriðjungs samdráttur varð í losun íslenskra flugrekenda á gróðurhúsalofttegunda á milli ára eftir fall Wow air. Losun frá flugi jókst svo mikið á tímabilinu á undan að hún er enn svipuð og árið 2015 þrátt fyrir brotthvarf eins stærsta flugrekandans. Innlent 29. júní 2020 16:49
Fær kýr til að prumpa og ropa minna Nú standa vonir til þess að fæðubótarefni sem sænskt nýsköpunarfyrirtæki hefur þróað muni draga verulega úr losun metans frá kúm. Atvinnulíf 26. júní 2020 10:00
Lykilinn að búsetu hérlendis að búa í sátt og samlyndi við náttúruöflin Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs sagði í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum á Alþingi að með aðgerðarpakkanum uppfylli Ísland ekki aðeins alþjóðlegar skuldbindingar heldur hyggist gera enn betur í loftslagsmálum. Innlent 23. júní 2020 21:01
Oddný gagnrýnir aðgerðaleysi: „Ríkisstjórn Íslands segir að nú sé ekki rétti tíminn“ Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir gríðarlega mikilvægt að stór fyrirtæki leggi hönd á plóg í baráttunni gegn loftslagsvánni. Innlent 23. júní 2020 20:15
Lítill ávinningur fyrir 46 milljarða Er líklegt að loftslagáætlanir sem hér eru boðaðar með ærnum tilkostnaði breyti einhverju um þróun tækninnar á heimsvísu í samgöngum, landbúnaði, iðnaði, orkuframleiðslu o.s.frv? Skoðun 23. júní 2020 19:30
Heildstæðari áætlun og áhersla á mælanleg markmið Gert er ráð fyrir að Ísland nái 35 prósenta samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda til ársins 2030 samkvæmt nýrri aðgerðaáætlun. Það er meira en alþjóðlegar skuldbindingar kveða á um. Innlent 23. júní 2020 19:28
Kynntu 15 nýjar aðgerðir og 35 prósenta losunarsamdrátt Fjórir ráðherrar ríkisstjórnarinnar kynntu 48 aðgerðir nýrrar aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum á blaðamannafundi í dag, þar af fimmtán nýjar. Innlent 23. júní 2020 15:27
Svona er ný útgáfa aðgerðaáætlunar Íslands í loftslagsmálum Ný útgáfa aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum var kynnt á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu að Arnarhvoli klukkan 14:30 í dag. Innlent 23. júní 2020 14:00
Kynna nýja útgáfu aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum Fundinum verður streymt beint á Vísi. Innlent 23. júní 2020 10:00
Greta Thunberg segir loftslagsvána jafn aðkallandi og kórónuveirufaraldurinn Loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg segir ríki heimsins þurfa að læra lexíu af kórónuveirufaraldrinum og bregðast við loftslagsbreytingum með sama hætti. Erlent 20. júní 2020 12:06
Sjá fyrir sér að Keflavík verði rafhleðslustöð alþjóðaflugs Keflavíkurflugvöllur gæti orðið mikilvæg rafhleðslustöð fyrir fyrstu kynslóðir rafknúinna flugvéla sem ætlað er að komast yfir Atlantshafið. Hugmyndin var rædd á kynningarfundi þróunarfélags flugvallarins á dögunum. Innlent 17. júní 2020 08:07
Stöðvuðu losun frá votlendi á við 720 bíla Endurheimt votlendis á fjórðum jörðum á vegum Votlendissjóðs í fyrra stöðvaði losun gróðurhúsalofttegunda sem jafnaðist á við að fjarlægja 720 bíla úr umferð í heilt ár. Ný stjórn tók við hjá sjóðnum á ársfundi hans í dag. Innlent 11. júní 2020 20:34
Samfylkingin vill rafvæðingu flugsins á samgönguáætlun Þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt til á Alþingi að rafvæðing styttri flugferða verði strax sett inn á samgönguáætlun. Fyrsti flutningsmaður, Albertína Elíasdóttir, segir raunhæft að innanlandsflugið verði rafvætt á næstu fimm til átta árum. Innlent 10. júní 2020 23:33
Eyðing Amasonfrumskógarins jókst um þriðjung í fyrra Um tíu þúsund ferkílómetrar Amasonfrumskógarins voru ruddir í Brasilíu í fyrra, um 34% meira en árið áður. Umhverfissamtök og vísindamenn segja að stefnu Jairs Bolsonaro, forseta Brasilíu, sé um að kenna en hann hafi gefið ólöglegu skógarhöggi, búgarðseigendum og bröskurum lausan tauminn. Erlent 10. júní 2020 22:33
Spáir því að Íslendingar fljúgi á rafmagni innan 7 til 8 ára Rafmagnsbylting er framundan í flugsamgöngum, að mati flugáhugamannsins Friðriks Pálssonar, sem spáir því að rafknúnar flugvélar verði farnar að fljúga í innanlandsfluginu innan sjö til átta ára. Innlent 9. júní 2020 23:24
Guðný veitir skrifstofu Loftslagsráðs forstöðu Guðný Káradóttir hefur verið ráðin til að veita skrifstofu Loftslagsráðs forstöðu. Viðskipti innlent 9. júní 2020 12:28
Styrkur koltvísýrings í nýjum hæðum þrátt fyrir samdrátt vegna faraldursins Aldrei hefur styrkur koltvísýrings í andrúmslofti mælst hærri í sögu mannkynsins en í síðasta mánuði þrátt fyrir að dregið hafi umtalsvert úr losun gróðurhúsalofttegunda vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Líklegt er talið að styrkur koltvísýrings hafi ekki verið meiri í um þrjár milljónir ára. Erlent 6. júní 2020 10:38
Grænlandsjökull bráðnar tveimur vikum fyrr en vanalega Hitabylgja á norðurskautinu þjófstartaði bráðnunartímabili Grænlandsjökuls tveimur vikum fyrr en að meðaltali undanfarinna áratuga. Á sumum svæðum hefur verið allt að ellefu gráðum hlýrra en vanalega á þessum árstíma. Erlent 5. júní 2020 11:44
Hugmynd um bátastrætó „of góð til að prófa hana ekki“ Borgarstjóri kynnti í dag aðgerðaráætlunina „Græna planið“ sem snýr að því að allar aðgerðir borgarinnar verði umhverfisvænar. Innlent 2. júní 2020 20:30