Tugir nýrra kolaorkuvera á teikniborðinu í Kína Kjartan Kjartansson skrifar 16. ágúst 2021 13:07 Losun á gróðurhúsalofttegundum þegar kol eru brennd er mun meiri en við olíu- eða gasbruna. Vísir/EPA Tilkynnt hefur verið um áform um byggingu átján nýrra kolaorkuvera í Kína á fyrri hluta þessa árs og þá liggja fyrir tillögur að 43 til viðbótar. Kolabruni er stærsta einstaka uppspretta losunar gróðurhúsalofttegunda í heiminum. Kínversk stjórnvöld hafa heitið því að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2060 en Kína er nú stærsti losandi gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun í heiminum. Þau ætla sér ekki að byrja að draga úr kolabruna fyrr en árið 2026. Þrátt fyrir það eru framkvæmdir þegar hafnar við kolaorkuver sem eiga að framleiða fimmtán gígavött af raforku á fyrri helmingi þessa árs samkvæmt rannsókn tveggja hugveita: Global Energy Monitor í Bandaríkjunum og Centre for Research on Energy and Clean Air (CREA) í Finnlandi. Þetta jafngildir því að eitt nýtt kolaorkuver sé reist í hverri viku og dugir orkan til þess að uppfylla þarfir um það bil 4,5 milljóna heimila, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Alþjóðaorkumálastofnunin áætlar að tæplega þriðjungur allrar losunar manna á gróðurhúsalofttegundum sé vegna bruna á kolum til raforkuframleiðslu, fyrst og fremst í löndum Asíu. Þróunin áhyggjuefni Losun Kínverja hefur aukist mikið frá því að sóttvarnaaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins voru sem strangastar í fyrra. Aðeins hefur hægt á vextinu á öðrum fjórðungi þessa árs samkvæmt rannsókn hugveitanna. Lauri Myllivirta, aðalgreinandi CREA, segir áframhaldandi fjárfestingar Kínverja í kolaorku og stálframleiðslu sem veldur mikilli losun gróðurhúsalofttegunda áhyggjuefni. „Hér verða mun hraðari breytingar að eiga sér stað og núverandi löturhraði breytinga samræmist ekki nauðsyn þess að losun á heimsvísu nái hámarki sínu,“ sagði hann. Varað var við því að jafnvel þó að dregið yrði hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda strax næði hnattræn hlýnun líklega 1,5°C borið saman við tímabilið 1850-1900 strax á næsta áratug í nýrri skýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna í síðustu viku. Markmið Parísarsamkomulagsins er að takmarka hnattræna hlýnun við 1,5-2°C á þessari öld. Erfitt að ná núverandi markmiði Skýrslan er afdráttarlaus um að vaxandi hlýnun fylgi auknar veðuröfgar og aftakaatburðir eins og heitari hitabylgju, ákafari úrkoma, þurrkar og flóð. Mannskaði varð í fordæmalausum flóðum í miðhluta Kína í sumar í úrkomu sem var talin sú mesta þar í þúsund ár. Kínversk stjórnvöld hafa ekki tjáð sig um skýrsluna. Xie Zhenhua, sendifulltrúi þeirrra í loftslagsmálum, sagði í síðustu viku að núverandi markmið Kína krefðust nú þegar grettistaks. Stefnt er að því að losun Kína nái hámarki árið 2030 og hún yrði þá lægri en í Bandaríkjunum, Japan og Evrópu að höfðatölu. Til þess að menn geti átt möguleika á að halda hlýnun innan 1,5-2°C þyrftu ríki heims að auka verulega metnað í loftslagsaðgerðum sínum strax. Hlýnun jarðar gæti náð hátt í 2°C á síðustu áratugum aldarinnar ef dregið verður hægt úr losun og kolefnishlutleysi næst ekki á þessari öld samkvæmt skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Kína Loftslagsmál Orkumál Tengdar fréttir Sæjum árangur róttækra aðgerða fljótt en sumt væri breytt um ókomnar aldir Árangur af því að draga hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda yrði strax merkjanlegur í meðalhita jarðar innan tuttugu ára. Sumar loftslagsbreytingar héldu þó áfram í áratugi og jafnvel árþúsundir jafnvel þó að menn byrjuðu að fjarlægja gróðurhúsalofttegundir úr lofthjúpnum. 15. ágúst 2021 07:00 Júlí hlýjasti mánuður á jörðinni frá upphafi mælinga Meðalhiti jarðar í júlí var sá hæsti sem mælst hefur á jörðinni frá upphafi veðurathugana fyrir hátt í einni og hálfri öld. Norðurhvelið var meira en 1,5°C hlýrra en meðaltal 20. aldarinnar. 13. ágúst 2021 15:55 Óttast útrýmingu eftir svarta loftslagsskýrslu Fulltrúar fimmtíu þróunarríkja sem eru í einna mestri hættu vegna loftslagsbreytinga af völdum manna óttast að ríkin séu á barmi útrýmingar verði ekki gripið til aðgerða hratt. Í nýrri loftslagsskýrslu er gert ráð fyrir að markmið um takmörkun hlýnunar sem var sett til að vernda viðkvæm eyríki bresti líklega strax á næsta áratug. 10. ágúst 2021 08:30 Lýsir loftlagsskýrslu sem rauðri viðvörun fyrir mannkynið Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að ný skýrslu loftslagsnefndar þeirra sé „rauð viðvörun“ fyrir mannkynið. Í skýrslunni kemur fram að metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins gæti verið fyrir bí snemma á næsta áratug. 9. ágúst 2021 09:55 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Sjá meira
Kínversk stjórnvöld hafa heitið því að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2060 en Kína er nú stærsti losandi gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun í heiminum. Þau ætla sér ekki að byrja að draga úr kolabruna fyrr en árið 2026. Þrátt fyrir það eru framkvæmdir þegar hafnar við kolaorkuver sem eiga að framleiða fimmtán gígavött af raforku á fyrri helmingi þessa árs samkvæmt rannsókn tveggja hugveita: Global Energy Monitor í Bandaríkjunum og Centre for Research on Energy and Clean Air (CREA) í Finnlandi. Þetta jafngildir því að eitt nýtt kolaorkuver sé reist í hverri viku og dugir orkan til þess að uppfylla þarfir um það bil 4,5 milljóna heimila, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Alþjóðaorkumálastofnunin áætlar að tæplega þriðjungur allrar losunar manna á gróðurhúsalofttegundum sé vegna bruna á kolum til raforkuframleiðslu, fyrst og fremst í löndum Asíu. Þróunin áhyggjuefni Losun Kínverja hefur aukist mikið frá því að sóttvarnaaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins voru sem strangastar í fyrra. Aðeins hefur hægt á vextinu á öðrum fjórðungi þessa árs samkvæmt rannsókn hugveitanna. Lauri Myllivirta, aðalgreinandi CREA, segir áframhaldandi fjárfestingar Kínverja í kolaorku og stálframleiðslu sem veldur mikilli losun gróðurhúsalofttegunda áhyggjuefni. „Hér verða mun hraðari breytingar að eiga sér stað og núverandi löturhraði breytinga samræmist ekki nauðsyn þess að losun á heimsvísu nái hámarki sínu,“ sagði hann. Varað var við því að jafnvel þó að dregið yrði hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda strax næði hnattræn hlýnun líklega 1,5°C borið saman við tímabilið 1850-1900 strax á næsta áratug í nýrri skýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna í síðustu viku. Markmið Parísarsamkomulagsins er að takmarka hnattræna hlýnun við 1,5-2°C á þessari öld. Erfitt að ná núverandi markmiði Skýrslan er afdráttarlaus um að vaxandi hlýnun fylgi auknar veðuröfgar og aftakaatburðir eins og heitari hitabylgju, ákafari úrkoma, þurrkar og flóð. Mannskaði varð í fordæmalausum flóðum í miðhluta Kína í sumar í úrkomu sem var talin sú mesta þar í þúsund ár. Kínversk stjórnvöld hafa ekki tjáð sig um skýrsluna. Xie Zhenhua, sendifulltrúi þeirrra í loftslagsmálum, sagði í síðustu viku að núverandi markmið Kína krefðust nú þegar grettistaks. Stefnt er að því að losun Kína nái hámarki árið 2030 og hún yrði þá lægri en í Bandaríkjunum, Japan og Evrópu að höfðatölu. Til þess að menn geti átt möguleika á að halda hlýnun innan 1,5-2°C þyrftu ríki heims að auka verulega metnað í loftslagsaðgerðum sínum strax. Hlýnun jarðar gæti náð hátt í 2°C á síðustu áratugum aldarinnar ef dregið verður hægt úr losun og kolefnishlutleysi næst ekki á þessari öld samkvæmt skýrslu Sameinuðu þjóðanna.
Kína Loftslagsmál Orkumál Tengdar fréttir Sæjum árangur róttækra aðgerða fljótt en sumt væri breytt um ókomnar aldir Árangur af því að draga hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda yrði strax merkjanlegur í meðalhita jarðar innan tuttugu ára. Sumar loftslagsbreytingar héldu þó áfram í áratugi og jafnvel árþúsundir jafnvel þó að menn byrjuðu að fjarlægja gróðurhúsalofttegundir úr lofthjúpnum. 15. ágúst 2021 07:00 Júlí hlýjasti mánuður á jörðinni frá upphafi mælinga Meðalhiti jarðar í júlí var sá hæsti sem mælst hefur á jörðinni frá upphafi veðurathugana fyrir hátt í einni og hálfri öld. Norðurhvelið var meira en 1,5°C hlýrra en meðaltal 20. aldarinnar. 13. ágúst 2021 15:55 Óttast útrýmingu eftir svarta loftslagsskýrslu Fulltrúar fimmtíu þróunarríkja sem eru í einna mestri hættu vegna loftslagsbreytinga af völdum manna óttast að ríkin séu á barmi útrýmingar verði ekki gripið til aðgerða hratt. Í nýrri loftslagsskýrslu er gert ráð fyrir að markmið um takmörkun hlýnunar sem var sett til að vernda viðkvæm eyríki bresti líklega strax á næsta áratug. 10. ágúst 2021 08:30 Lýsir loftlagsskýrslu sem rauðri viðvörun fyrir mannkynið Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að ný skýrslu loftslagsnefndar þeirra sé „rauð viðvörun“ fyrir mannkynið. Í skýrslunni kemur fram að metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins gæti verið fyrir bí snemma á næsta áratug. 9. ágúst 2021 09:55 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Sjá meira
Sæjum árangur róttækra aðgerða fljótt en sumt væri breytt um ókomnar aldir Árangur af því að draga hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda yrði strax merkjanlegur í meðalhita jarðar innan tuttugu ára. Sumar loftslagsbreytingar héldu þó áfram í áratugi og jafnvel árþúsundir jafnvel þó að menn byrjuðu að fjarlægja gróðurhúsalofttegundir úr lofthjúpnum. 15. ágúst 2021 07:00
Júlí hlýjasti mánuður á jörðinni frá upphafi mælinga Meðalhiti jarðar í júlí var sá hæsti sem mælst hefur á jörðinni frá upphafi veðurathugana fyrir hátt í einni og hálfri öld. Norðurhvelið var meira en 1,5°C hlýrra en meðaltal 20. aldarinnar. 13. ágúst 2021 15:55
Óttast útrýmingu eftir svarta loftslagsskýrslu Fulltrúar fimmtíu þróunarríkja sem eru í einna mestri hættu vegna loftslagsbreytinga af völdum manna óttast að ríkin séu á barmi útrýmingar verði ekki gripið til aðgerða hratt. Í nýrri loftslagsskýrslu er gert ráð fyrir að markmið um takmörkun hlýnunar sem var sett til að vernda viðkvæm eyríki bresti líklega strax á næsta áratug. 10. ágúst 2021 08:30
Lýsir loftlagsskýrslu sem rauðri viðvörun fyrir mannkynið Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að ný skýrslu loftslagsnefndar þeirra sé „rauð viðvörun“ fyrir mannkynið. Í skýrslunni kemur fram að metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins gæti verið fyrir bí snemma á næsta áratug. 9. ágúst 2021 09:55