Telja hundruð til viðbótar hafa látist í hitabylgju Kjartan Kjartansson skrifar 12. ágúst 2021 15:39 Hitamælirinn sýndi 107°F í borginni Ólympíu í Washington-ríki í hitabylgjunni 28. júní. Það er um 41,7°C. Fjöldi fólks lét lífið í hitanum. AP/Ted S. Warren Þrefalt fleiri dauðsföll urðu þegar öflug hitabylgja gekk yfir norðvesturríki Bandaríkjanna í júní en yfirvöld hafa hafa rakið til hitans. Líklegt er að mannfallið í hitabylgjunni hafi því verið enn meira en greint hefur verið frá. Hitametum var víða splundrað í hitabylgjunni í Oregon og Washington í Bandaríkjunum og Bresku Kólumbíu í Kanada í júní þegar hitinn fór víða vel yfir 40°C. Svæðin eiga það sameiginlegt að íbúar þar eru ekki vanir slíkum hita og fæstir eru með loftkælingu heima hjá sér. Í Washington-ríki hafa yfirvöld opinberlega rakið 95 dauðsföll til hitans í vikunni sem hitabylgjan gekk yfir. Í Oregon eru þau talin hafa verið 96 til þessa. Inni í þeim tölum er fólk sem er talið hafa látist af hitaslagi en mögulega eru margir vantaldir sem hitinn dró til dauða. Í Washington létust tæplega 450 fleiri en vanalega og nærri því 160 í Oregon. Greining New York Times á svonefndum „umframdauðsföllum“, fjölda dauðsfalla sem er hærri en vænta mætti, á svæðinu bendir til þess að raunverulegur fjöldi látinna sé mun hærri. Um 600 fleiri dauðsföll urðu en vanalega í ríkjunum tveimur. Aðeins 60 dauðsföll voru rakin til Covid-19 á tímabilinu. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna segir að sú tala sé ekki endanleg og hún gæti hækkað á næstu vikum þegar nýjar upplýsingar berast frá ríkjunum. Umframdauðsföllinn í hitabylgjuvikunni voru þó mun fleiri en í nokkurri viku kórónuveirufaraldursins. Engu að síður segir Greg Wellenius, prófessor í umhverfisheilbrigðisfræði við Háskólann í Boston, að greining bandaríska blaðsins sé í fullu samræmi við það sem vitað er um að langavarandi hiti sé hættulegur og geti leitt til umframdauðsfalla. „Þegar það er mjög heitt úti fjölgar sannarlega dauðsföllum vegna hitaslags en dauðsföllum vegna alls konar annarra sjúkdóma fjölgar einnig,“ segir Kate Weinberger, umhverfisfaraldsfræðingur við Háskólann í Bresku Kólumbíu, við blaðið. Hitinn geti þannig meðal annars dregið fólk með hjarta- og æðasjúkdóma og öndunarfærasjúkdóma til dauða. Í viðbragðsstöðu vegna nýrrar hitabylgju Önnur hitabylgja gengur nú yfir norðvesturríkin og stóran hluta Bandaríkjanna. Viðvörun vegna hita er í gildi í Seattle í Washington fram á laugardagskvöld en þar hafa yfirvöld opnað kælistöðvar og borgarstarfsmenn eru í viðbragðsstöðu til að takast á við skemmdir á innviðum. Í Portland í Oregon náði hitinn 39°C í gær og átti hann að verða enn meiri í dag og á morgun, að sögn AP-fréttastofunnar. Yfirvöld þar reyna nú að huga að viðkvæmum hópum eins og heimilislausum sem urðu illa úti í hitabylgjunni fyrr í sumar. Vísindaleg greining á hitabylgjunni bendir til þess að nærri útilokað sé að hún hefði orðið svo öflug ef ekki væri fyrir hnattræna hlýnun af völdum manna. Í nýrri skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) sem kom út á mánudag kom fram að meiri vissa sé nú um tengsl hnattrænnar hlýnunar og vaxandi veðuröfga eins og hitabylgna. Áætlað er að hitabylgjur sem áttu sér stað um það bil einu sinni á áratug á árunum 1850 til 1900 þegar menn höfðu ekki áhrif á loftslag jarðar séu nú tæplega þrefalt tíðari og meira en einni gráðu hlýrri vegna þeirrar hlýnunar sem þegar hefur átt sér stað. Tíðni og ákafi hitabylgna eigi eftir að aukast enn haldi hlýnun jarðar áfram. Náttúruhamfarir Bandaríkin Loftslagsmál Tengdar fréttir Kviknað í bænum eftir röð hitameta Íbúum bæjarins Lytton í Bresku-Kólumbíu í Kanada var skipað að flýja heimili sín vegna gróðurelda sem geisa þar í gær. Met yfir hæsta hita sem mælst hefur í Kanada hefur verið slegið nokkrum sinum í bænum undanfarna daga og náði hitinn mest tæpum 50°C. 1. júlí 2021 08:39 Dagsgömlum hitametum splundrað Heitasti dagurinn skæðrar hitabylgju sem gengur yfir vesturströnd Norður-Ameríku splundraði hitametum sem voru varla sólarhringsgömul í gær. Í Kanada mældist hitinn 47,9°C í þorpinu Lytton sem er hæsti hiti sem hefur nokkru sinni mælst í landinu. 29. júní 2021 08:47 Hitamet falla í heiftarlegri hitabylgju Svæsin hitabylgja gengur nú yfir norðvestur Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna og hafa hitamet þegar verið slegin á nokkrum stöðum um helgina. Viðvaranir hafa verið gefnar út vegna lífshættulegs hita. 27. júní 2021 20:16 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Hitametum var víða splundrað í hitabylgjunni í Oregon og Washington í Bandaríkjunum og Bresku Kólumbíu í Kanada í júní þegar hitinn fór víða vel yfir 40°C. Svæðin eiga það sameiginlegt að íbúar þar eru ekki vanir slíkum hita og fæstir eru með loftkælingu heima hjá sér. Í Washington-ríki hafa yfirvöld opinberlega rakið 95 dauðsföll til hitans í vikunni sem hitabylgjan gekk yfir. Í Oregon eru þau talin hafa verið 96 til þessa. Inni í þeim tölum er fólk sem er talið hafa látist af hitaslagi en mögulega eru margir vantaldir sem hitinn dró til dauða. Í Washington létust tæplega 450 fleiri en vanalega og nærri því 160 í Oregon. Greining New York Times á svonefndum „umframdauðsföllum“, fjölda dauðsfalla sem er hærri en vænta mætti, á svæðinu bendir til þess að raunverulegur fjöldi látinna sé mun hærri. Um 600 fleiri dauðsföll urðu en vanalega í ríkjunum tveimur. Aðeins 60 dauðsföll voru rakin til Covid-19 á tímabilinu. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna segir að sú tala sé ekki endanleg og hún gæti hækkað á næstu vikum þegar nýjar upplýsingar berast frá ríkjunum. Umframdauðsföllinn í hitabylgjuvikunni voru þó mun fleiri en í nokkurri viku kórónuveirufaraldursins. Engu að síður segir Greg Wellenius, prófessor í umhverfisheilbrigðisfræði við Háskólann í Boston, að greining bandaríska blaðsins sé í fullu samræmi við það sem vitað er um að langavarandi hiti sé hættulegur og geti leitt til umframdauðsfalla. „Þegar það er mjög heitt úti fjölgar sannarlega dauðsföllum vegna hitaslags en dauðsföllum vegna alls konar annarra sjúkdóma fjölgar einnig,“ segir Kate Weinberger, umhverfisfaraldsfræðingur við Háskólann í Bresku Kólumbíu, við blaðið. Hitinn geti þannig meðal annars dregið fólk með hjarta- og æðasjúkdóma og öndunarfærasjúkdóma til dauða. Í viðbragðsstöðu vegna nýrrar hitabylgju Önnur hitabylgja gengur nú yfir norðvesturríkin og stóran hluta Bandaríkjanna. Viðvörun vegna hita er í gildi í Seattle í Washington fram á laugardagskvöld en þar hafa yfirvöld opnað kælistöðvar og borgarstarfsmenn eru í viðbragðsstöðu til að takast á við skemmdir á innviðum. Í Portland í Oregon náði hitinn 39°C í gær og átti hann að verða enn meiri í dag og á morgun, að sögn AP-fréttastofunnar. Yfirvöld þar reyna nú að huga að viðkvæmum hópum eins og heimilislausum sem urðu illa úti í hitabylgjunni fyrr í sumar. Vísindaleg greining á hitabylgjunni bendir til þess að nærri útilokað sé að hún hefði orðið svo öflug ef ekki væri fyrir hnattræna hlýnun af völdum manna. Í nýrri skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) sem kom út á mánudag kom fram að meiri vissa sé nú um tengsl hnattrænnar hlýnunar og vaxandi veðuröfga eins og hitabylgna. Áætlað er að hitabylgjur sem áttu sér stað um það bil einu sinni á áratug á árunum 1850 til 1900 þegar menn höfðu ekki áhrif á loftslag jarðar séu nú tæplega þrefalt tíðari og meira en einni gráðu hlýrri vegna þeirrar hlýnunar sem þegar hefur átt sér stað. Tíðni og ákafi hitabylgna eigi eftir að aukast enn haldi hlýnun jarðar áfram.
Náttúruhamfarir Bandaríkin Loftslagsmál Tengdar fréttir Kviknað í bænum eftir röð hitameta Íbúum bæjarins Lytton í Bresku-Kólumbíu í Kanada var skipað að flýja heimili sín vegna gróðurelda sem geisa þar í gær. Met yfir hæsta hita sem mælst hefur í Kanada hefur verið slegið nokkrum sinum í bænum undanfarna daga og náði hitinn mest tæpum 50°C. 1. júlí 2021 08:39 Dagsgömlum hitametum splundrað Heitasti dagurinn skæðrar hitabylgju sem gengur yfir vesturströnd Norður-Ameríku splundraði hitametum sem voru varla sólarhringsgömul í gær. Í Kanada mældist hitinn 47,9°C í þorpinu Lytton sem er hæsti hiti sem hefur nokkru sinni mælst í landinu. 29. júní 2021 08:47 Hitamet falla í heiftarlegri hitabylgju Svæsin hitabylgja gengur nú yfir norðvestur Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna og hafa hitamet þegar verið slegin á nokkrum stöðum um helgina. Viðvaranir hafa verið gefnar út vegna lífshættulegs hita. 27. júní 2021 20:16 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Kviknað í bænum eftir röð hitameta Íbúum bæjarins Lytton í Bresku-Kólumbíu í Kanada var skipað að flýja heimili sín vegna gróðurelda sem geisa þar í gær. Met yfir hæsta hita sem mælst hefur í Kanada hefur verið slegið nokkrum sinum í bænum undanfarna daga og náði hitinn mest tæpum 50°C. 1. júlí 2021 08:39
Dagsgömlum hitametum splundrað Heitasti dagurinn skæðrar hitabylgju sem gengur yfir vesturströnd Norður-Ameríku splundraði hitametum sem voru varla sólarhringsgömul í gær. Í Kanada mældist hitinn 47,9°C í þorpinu Lytton sem er hæsti hiti sem hefur nokkru sinni mælst í landinu. 29. júní 2021 08:47
Hitamet falla í heiftarlegri hitabylgju Svæsin hitabylgja gengur nú yfir norðvestur Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna og hafa hitamet þegar verið slegin á nokkrum stöðum um helgina. Viðvaranir hafa verið gefnar út vegna lífshættulegs hita. 27. júní 2021 20:16