Þúsundir flýja heimili sín vegna eldanna og losun koltvísýrings afar mikil Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. ágúst 2021 12:20 Sjálfboðaliðar við slökkvistarf nærri bænum Kjújoreljak í Síberíu. AP/Ívan Níkíforov Mörg þúsund hafa flúið heimili sín á grísku eyjunni Evia í gær og í dag þar sem ekkert lát er á einhverjum verstu gróðureldum í manna minnum. Eldar loga enn í Síberíu, Tyrklandi og Kaliforníu. Veðurfræðingur segir losun koltvísýrings vegna eldanna afar mikla. Mesta hitabylgja í þrjá áratugi gengur nú yfir Grikkland og hefur hiti mælst allt að fjörutíu og fimm stig. Eldar hafa logað víða í landinu, meðal annars nærri höfuðborginni Aþenu sem og á eyjunni Evia. Illa hefur gengið að slökkva eldana og minnst átta hafa farist. Tugir elda loga sömuleiðis í barrskógabelti Síberíu. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir losun koltvísýrings vegna eldanna í Síberíu afar umfangsmikla. 500 milljónir tonna „Það er álitið að fyrir helgi hafi bruninn valdið losun koltvísýrings sem nemur 500 milljónum tonna. Það er æði mikið vegna þess að það eru 13 milljónir tonna sem lífríkið á landi tekur til baka. Þarna losnar þetta út í lofthjúpinn nánast í einum vettvangi.“ segir Einar. Losunin sé stórvæg. „Svo bætast aðrir eldar auðvitað við. Svo sem í Kaliforníu og Kanada og eldarnir við botn Miðjarðarhafs. Ég hef ekki séð mat á losuninni þaðan en þetta eru miklar hamfarir í þessu tilliti líka.“ Þurrt og hlýtt veður eykur líkur á eldum Einar segir að bent hafi verið á að þurr svæði verði enn þurrari vegna loftslagsbreytinga. Það geri elda sem þessa líklegri. „Þar sem bæði þornar og hlýnar er hættara við að það brjótist út svona gróðureldar eins og hefur gerst. Álitið núna er að stóru eldarnir í Kaliforníu hafi kviknað vegna þess að þurr tré féllu á raflínu og kviknað í út frá því. Eldurinn verður ekki svona mikill nema vegna þess hversu þurr skógurinn er og hlýtt er í veðri,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Náttúruhamfarir Loftslagsmál Rússland Grikkland Gróðureldar í Grikklandi Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Mesta hitabylgja í þrjá áratugi gengur nú yfir Grikkland og hefur hiti mælst allt að fjörutíu og fimm stig. Eldar hafa logað víða í landinu, meðal annars nærri höfuðborginni Aþenu sem og á eyjunni Evia. Illa hefur gengið að slökkva eldana og minnst átta hafa farist. Tugir elda loga sömuleiðis í barrskógabelti Síberíu. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir losun koltvísýrings vegna eldanna í Síberíu afar umfangsmikla. 500 milljónir tonna „Það er álitið að fyrir helgi hafi bruninn valdið losun koltvísýrings sem nemur 500 milljónum tonna. Það er æði mikið vegna þess að það eru 13 milljónir tonna sem lífríkið á landi tekur til baka. Þarna losnar þetta út í lofthjúpinn nánast í einum vettvangi.“ segir Einar. Losunin sé stórvæg. „Svo bætast aðrir eldar auðvitað við. Svo sem í Kaliforníu og Kanada og eldarnir við botn Miðjarðarhafs. Ég hef ekki séð mat á losuninni þaðan en þetta eru miklar hamfarir í þessu tilliti líka.“ Þurrt og hlýtt veður eykur líkur á eldum Einar segir að bent hafi verið á að þurr svæði verði enn þurrari vegna loftslagsbreytinga. Það geri elda sem þessa líklegri. „Þar sem bæði þornar og hlýnar er hættara við að það brjótist út svona gróðureldar eins og hefur gerst. Álitið núna er að stóru eldarnir í Kaliforníu hafi kviknað vegna þess að þurr tré féllu á raflínu og kviknað í út frá því. Eldurinn verður ekki svona mikill nema vegna þess hversu þurr skógurinn er og hlýtt er í veðri,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur.
Náttúruhamfarir Loftslagsmál Rússland Grikkland Gróðureldar í Grikklandi Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira