Tók á að lesa skýrslu um loftslagsbreytingar Árni Sæberg skrifar 9. ágúst 2021 23:00 Tinna Hallgrímsdóttir er formaður Ungra Umhverfissinna. Stöð 2 Samtök ungra umhverfissinna stóðu fyrir loftslagsmótmælum á Austurvelli í dag í tilefni nýrrar skýrslu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál. Formaður samtakanna segir að sér hafi brugðið þegar hún las skýrsluna. Skýrslan sem kom út í morgun er sögð „rauð viðvörun“ og alvarleg staða kemur nú fram í ofsaveðri og náttúruhamförum. „Skýrslan náttúrulega sýnir okkur margt sem við vissum nú þegar en veitir okkur meiri vísindalega vissu um ákveðin atriði.“ sagði Tinna Hallgrímsdóttir, formaður Ungra Umhverfissinna, í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég verð að viðurkenna að það tók alveg á í morgun að lesa að 1,5 gráðu hlýnun er nær en við héldum, við erum núna að horfa fram á helmingslíkur á að ná henni á fyrri hluta fjórða áratugar þessarar aldar,“ segir Tinna. Hún segist vel geta hugsað sér að hún hafi ekki verið eina ungmennið sem átti erfitt með að lesa skýrsluna. „Það er einmitt af þessari ástæðu að við höfum staðið hérna vaktina á Austurvelli, nær hvern einasta föstudag í rúmlega tvö ár til þess að mótmæla ófullnægjandi aðgerðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum. Við munum halda því áfram greinilega,“ segir hún. Tinna segir skipti máli að upplýsingunum í skýrslunni verði breytt í markmið og aðgerðir. „Við þurfum að sjá miklu róttækari, metnaðarfyllri markmið um samdrátt í losun. Við þurfum að sjá aðgerðaáætlun uppfærða í samræmi við það. Við þurfum líka að hugsa um hvað tímafaktorinn er mikilvægur og dýrasta aðgerðin er aðgerðaleysi. Við sjáum núna markmið um jarðefnaeldsneytislaust Ísland árið 2050, þetta þarf að gerast miklu fyrr,“ segir Tinna. Tinna segir að þjóðin verði að sjá fyrir sér hvernig kolefnishlutlaust Ísland við viljum sjá fyrir 2040 og hvernig við ætlum að undirbúa Ísland sem fyrst til að vera samkeppnihæft í því lágkolefnishagkerfi sem mun brátt taka við. Reykjavík Loftslagsmál Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Sjá meira
Skýrslan sem kom út í morgun er sögð „rauð viðvörun“ og alvarleg staða kemur nú fram í ofsaveðri og náttúruhamförum. „Skýrslan náttúrulega sýnir okkur margt sem við vissum nú þegar en veitir okkur meiri vísindalega vissu um ákveðin atriði.“ sagði Tinna Hallgrímsdóttir, formaður Ungra Umhverfissinna, í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég verð að viðurkenna að það tók alveg á í morgun að lesa að 1,5 gráðu hlýnun er nær en við héldum, við erum núna að horfa fram á helmingslíkur á að ná henni á fyrri hluta fjórða áratugar þessarar aldar,“ segir Tinna. Hún segist vel geta hugsað sér að hún hafi ekki verið eina ungmennið sem átti erfitt með að lesa skýrsluna. „Það er einmitt af þessari ástæðu að við höfum staðið hérna vaktina á Austurvelli, nær hvern einasta föstudag í rúmlega tvö ár til þess að mótmæla ófullnægjandi aðgerðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum. Við munum halda því áfram greinilega,“ segir hún. Tinna segir skipti máli að upplýsingunum í skýrslunni verði breytt í markmið og aðgerðir. „Við þurfum að sjá miklu róttækari, metnaðarfyllri markmið um samdrátt í losun. Við þurfum að sjá aðgerðaáætlun uppfærða í samræmi við það. Við þurfum líka að hugsa um hvað tímafaktorinn er mikilvægur og dýrasta aðgerðin er aðgerðaleysi. Við sjáum núna markmið um jarðefnaeldsneytislaust Ísland árið 2050, þetta þarf að gerast miklu fyrr,“ segir Tinna. Tinna segir að þjóðin verði að sjá fyrir sér hvernig kolefnishlutlaust Ísland við viljum sjá fyrir 2040 og hvernig við ætlum að undirbúa Ísland sem fyrst til að vera samkeppnihæft í því lágkolefnishagkerfi sem mun brátt taka við.
Reykjavík Loftslagsmál Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Sjá meira