Megum engan tíma missa Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 9. ágúst 2021 12:30 Við verðum að stöðva hlýnun Jarðar. Það eru svo sem ekki neinar nýjar fréttir, en skýrsla milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) rennir enn sterkari vísindalegum stoðum undir afleiðingar loftslagsbreytinga og alvarleika þeirra. Við megum engan tíma missa. Það er staðreynd. Það þarf að stöðva losun gróðurhúsalofttegunda svo hlýnun jarðar stöðvist. Ef horft er til núverandi markmiða sem ríki heims hafa sett fram, þá stefnir í að við náum ekki heildarmarkmiðum okkar sem mannkyn í samræmi við Parísarsamkomulagið. Þess vegna er bráðnauðsynlegt að stíga stærri skref og hlaupa hraðar. Þegar ég tók við sem umhverfis- og auðlindaráðherra fyrir bráðum 4 árum hafði pólitískur doði ríkt í loftslagsmálum í of langan tíma. Nú hefur blaðinu hins vegar verið snúið við. Í upphafi þessa kjörtímabils setti ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur markið á 40% samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fram til 2030, en það höfum við nýlega uppfært í samvinnu við Evrópusambandið og Noreg, upp í 55%. Á næsta kjörtímabili þarf Ísland að ganga enn lengra að mínu mati. Um það munu kosningarnar í haust meðal annars snúast. Við vitum um hvað málið snýst og við vitum hvað þarf að gera. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur í sinni tíð sett fram fyrstu fjármögnuðu aðgerðaáætlun Íslands í loftslagsmálum. Þar eru settar fram 48 aðgerðir sem miða að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda og aukinni bindingu kolefnis. Þessi aðgerðaáætlun mun taka sífelldum breytingum í takti við tækniframfarir og uppfærð markmið Íslands. Við höfum stóraukið mannauð í stjórnsýslu og eflt rannsóknir til muna. Þessar aðgerðir munu skila árangri á næstu árum og fleiri aðgerðir munu bætast við. Við vinnum nú einnig að stefnu um aðlögun samfélagsins að loftslagsbreytingum og sviðsmyndum fyrir kolefnishlutlaust Ísland árið 2040. Á Loftslagsþingi Sameinuðu þjóðanna sem fram fer í Glasgow í nóvember verða þjóðarleiðtogar að taka sameiginlega stefnu í loftslagsmálum sem forðar mannkyni frá því að „kæfa plánetuna okkar og setja milljarða manna í hættu“, líkt og António Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna sagði í dag. Í Glasgow þurfa vísindin og ný skýrsla IPCC að vísa veginn og það mun ekki standa á mér verði ég enn þá fulltrúi Íslands á þessum vettvangi. Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Loftslagsmál Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Við verðum að stöðva hlýnun Jarðar. Það eru svo sem ekki neinar nýjar fréttir, en skýrsla milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) rennir enn sterkari vísindalegum stoðum undir afleiðingar loftslagsbreytinga og alvarleika þeirra. Við megum engan tíma missa. Það er staðreynd. Það þarf að stöðva losun gróðurhúsalofttegunda svo hlýnun jarðar stöðvist. Ef horft er til núverandi markmiða sem ríki heims hafa sett fram, þá stefnir í að við náum ekki heildarmarkmiðum okkar sem mannkyn í samræmi við Parísarsamkomulagið. Þess vegna er bráðnauðsynlegt að stíga stærri skref og hlaupa hraðar. Þegar ég tók við sem umhverfis- og auðlindaráðherra fyrir bráðum 4 árum hafði pólitískur doði ríkt í loftslagsmálum í of langan tíma. Nú hefur blaðinu hins vegar verið snúið við. Í upphafi þessa kjörtímabils setti ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur markið á 40% samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fram til 2030, en það höfum við nýlega uppfært í samvinnu við Evrópusambandið og Noreg, upp í 55%. Á næsta kjörtímabili þarf Ísland að ganga enn lengra að mínu mati. Um það munu kosningarnar í haust meðal annars snúast. Við vitum um hvað málið snýst og við vitum hvað þarf að gera. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur í sinni tíð sett fram fyrstu fjármögnuðu aðgerðaáætlun Íslands í loftslagsmálum. Þar eru settar fram 48 aðgerðir sem miða að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda og aukinni bindingu kolefnis. Þessi aðgerðaáætlun mun taka sífelldum breytingum í takti við tækniframfarir og uppfærð markmið Íslands. Við höfum stóraukið mannauð í stjórnsýslu og eflt rannsóknir til muna. Þessar aðgerðir munu skila árangri á næstu árum og fleiri aðgerðir munu bætast við. Við vinnum nú einnig að stefnu um aðlögun samfélagsins að loftslagsbreytingum og sviðsmyndum fyrir kolefnishlutlaust Ísland árið 2040. Á Loftslagsþingi Sameinuðu þjóðanna sem fram fer í Glasgow í nóvember verða þjóðarleiðtogar að taka sameiginlega stefnu í loftslagsmálum sem forðar mannkyni frá því að „kæfa plánetuna okkar og setja milljarða manna í hættu“, líkt og António Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna sagði í dag. Í Glasgow þurfa vísindin og ný skýrsla IPCC að vísa veginn og það mun ekki standa á mér verði ég enn þá fulltrúi Íslands á þessum vettvangi. Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar