„Ekki okkar besti leikur í vetur, langt í frá“ Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, slapp með skrekkinn í kvöld þegar hans menn lögðu Stjörnuna í sveiflukenndum leik í Subway-deild karla. Hann hrósaði Stjörnumönnum fyrir þeirra frammistöðu sem gáfu Njarðvíkingum heldur betur alvöru leik í kvöld. Körfubolti 2. febrúar 2023 22:58
Mate skýtur á Valsara: Veit ekki á hvaða vegferð þeir eru „Akkúrat núna er ég svolítið vonlaus og svekktur,“ sagði Mate Dalmay, þjálfari Hauka, eftir tap sinna manna gegn Íslandsmeisturum Vals í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Körfubolti 2. febrúar 2023 22:54
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 84-76 | Kári skaut uppeldisfélagið í kaf Valsmenn eru aftur komnir á topp Subway-deildarinnar eftir átta stiga heimasigur gegn Haukum í fimmtándu umferð deildarinnar, lokatölur urðu 84-76. Körfubolti 2. febrúar 2023 22:35
Styrmir: Vonbrigði fram að þessu Styrmir Snær Þrastarson mætti vel til leiks þegar hans menn í Þór frá Þorlákshöfn unnu KR í Vesturbænum 83-105 með sannfærandi hætti. Styrmir skoraði 24 stig með 71% hittni sem skilaði 26 framlagspunktum. Hann var á því að flest allt hafi gengið upp í leik liðsins í kvöld. Körfubolti 2. febrúar 2023 20:27
Umfjöllun og viðtöl: KR - Þór 83-105 | Þórsarar mikið betri og unnu nauðsynlegan sigur KR tók á móti Þór frá Þorlákshöfn í fimmtándu umferð Subway deildar karla í körfubolta í Vesturbæ Reykjavíkur í kvöld. Gestirnir úr Þorlákshöfn skildu verkefnið og mættu tilbúnir til leiks og náðu í nauðsynlegan sigur og gerðu það sannfærandi. Lokatölur 83-105 og vandræði KR og eymd eykst þegar sjö umferðir eru eftir. Körfubolti 2. febrúar 2023 19:56
„Þórsarar horfa upp töfluna en KR-ingar eru að róa lífróður“ Tvö lið sem urðu Íslandsmeistarar fyrir aðeins nokkrum árum spila líf upp á líf eða dauða í Subway deild karla í körfubolta í kvöld. Körfubolti 2. febrúar 2023 15:02
Aðallega fyrir andlegu hliðina að koma aftur og vera með Embla Kristínardóttir átti kröftuga innkomu af bekknum fyrir Valskonur í kvöld þegar þær báru sigurorð af Grindavík í Subway-deild kvenna, lokatölur 63-83 suður með sjó. Embla, sem er hokin af reynslu, bæði í deild og með landsliði Íslands þrátt fyrir ungan aldur, er að sögn hægt og bítandi að finna sitt gamla form en hún fór í barneignarleyfi undir lok árs 2021. Körfubolti 1. febrúar 2023 23:16
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Valur 63-83 | Valskonur keyrðu yfir Grindavík í seinni hálfleik Grindavík tók á móti Val í Subway-deild kvenna í HS-orku höllinni í kvöld. Valskonur fyrir leik á miklu skriði, með 10. deildarsigurinn í röð í sigtinu. Það hefur sömuleiðis verið stígandi í leik Grindavíkur sem daðra nú við að taka fjórða og síðasta sætið í úrslitakeppninni. Körfubolti 1. febrúar 2023 22:00
Lárus Ingi: Við hvílum okkur svolítið í fyrri hálfleik Lárus Ingi Magnússon aðstoðarþjálfari liðs Njarðvíkur í Subway deild kvenna í körfubolta, sem gegndi hlutverki aðalþjálfara í fjarveru Rúnars Inga Erlingssonar, var ekki beinlínis skælbrosandi eftir stórsigur á liði Breiðabliks 85-45 fyrr í kvöld. Körfubolti 1. febrúar 2023 21:31
Keflavík og Haukar með risasigra Keflavík og Haukar unnu einstaklega örugga sigra í Subway deild kvenna í kvöld. Körfubolti 1. febrúar 2023 21:00
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Njarðvík - Breiðablik 85-45 | Njarðvík kafsigldi Blika í síðari hálfleik Fyrsti leikur nítjándu umferðar Subway deildar kvenna í körfubolta fór fram fyrr í kvöld í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Lið Njarðvíkur tók þar á móti liði Breiðabliks. Njarðvík hefur haft gott tak á Blikum og ekki breyttist það í kvöld, lokatölur 85-45. Körfubolti 1. febrúar 2023 20:00
Kostar sitt ef þú ætlar að sjá LeBron slá stigametið LeBron James nálgast óðum stigametið í NBA-deildinni og í nótt var hann með þrefalda tvennu í 129-123 sigri Los Angeles Lakers á New York Knicks. Körfubolti 1. febrúar 2023 15:31
„Reglugerð er aldrei sanngjörn gagnvart öllum aðilum“ Körfuknattleikssamband Íslands fær 15 milljónum króna í sitt afreksstarf í ár en í fyrra, og Knattspyrnusamband Íslands hefur ekki fengið krónu úr Afrekssjóði ÍSÍ síðan árið 2017. Framkvæmdastjóri ÍSÍ viðurkennir að þörf sé á að endurskoða reglur um úthlutun úr Afrekssjóði. Sport 1. febrúar 2023 14:00
Þjálfarinn þóttist vera þrettán ára stelpa Churchland gagnfræðiskólinn hefur lagt niður stelpnalið skólans eftir síðasta leik liðsins. Körfubolti 1. febrúar 2023 09:01
ÍSÍ neyði landsliðið úr undankeppni EM Íslenska karlalandsliðið í körfubolta hefur aldrei verið eins nálægt sæti á heimsmeistaramóti og er það landslið Íslands sem er næst því að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum í París 2024. Útlit er hins vegar fyrir að liðið verði ekki með í undankeppni næsta Evrópumóts nema ÍSÍ taki í taumana, samkvæmt formanni Körfuknattleikssambands Íslands. Körfubolti 1. febrúar 2023 08:00
Elvar skoraði fimm í Meistaradeildarsigri Landsliðsmaðurinn Elvar Már Friðriksson og félagar hans í Rytas Vilnius unnu góðan sjö stiga sigur er liðið tók á móti tyrkneska liðinu Bahcesehir í Meistaradeild Evrópu í körfubolta í kvöld, 95-88. Körfubolti 31. janúar 2023 19:29
Pavel getur nú skipt sjálfum sér inn á völlinn Pavel Ermolinskij er kominn með leikheimild hjá Tindastól en þjálfari Stólanna fékk félagsskipti í dag frá Val. Körfubolti 31. janúar 2023 15:15
Espaði Doncic upp og fékk 53 stig í andlitið Luka Doncic skoraði fimmtíu stig eða meira í fjórða sinn á tímabilinu þegar Dallas Mavericks bar sigurorð af Detroit Pistons, 111-105, í NBA-deildinni í nótt. Allan leikinn var hann í hrókasamræðum við aðstoðarþjálfara Detroit og þær voru ekki allar á kurteisu nótunum. Körfubolti 31. janúar 2023 14:30
„Mér finnst hún hafa verið snuðuð í þessu vali“ Sérfræðingur í körfuboltakvöldi telur að gengið hafi verið fram hjá einum leikmanni í Subway deild kvenna í körfubolta þegar nýjasti landsliðshópurinn var valinn. Körfubolti 31. janúar 2023 13:01
„Embiid hefur aldrei verið í betri stöðu til að sækja þessa MVP styttu“ Liðurinn „Nei eða Já“ var að sjálfsögðu á sínum stað í Lögmál leiksins í gær. Farið var yfir hvort New Orleans Pelicans væri í brasi, hvort Joel Embiid væri mögulega verðmætasti leikmaður deildarinnar um þessar mundir og margt annað. Körfubolti 31. janúar 2023 07:01
„Hélt hann myndi taka þetta tímabil með trompi“ Að sjálfsögðu var „Framlengingin“ á sínum stað í síðasta þætti af Körfuboltakvöldi. Þar spyr Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, spurninga sem sérfræðingarnir þurfa að svara. Farið var yfir hvaða leikmaður deildarinnar hefur komið mest á óvart ásamt mörgu öðru áhugaverðu. Körfubolti 30. janúar 2023 23:01
Martin byrjaður að æfa með Valencia eftir krossbandsslitin Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, fór í dag á sína fyrstu liðsæfingu í átta mánuði. Hann greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni. Körfubolti 30. janúar 2023 21:00
Skoðuðu kostulegt atvik í NBA: „Með því fyndnara sem maður hefur séð“ NBA-sérfræðingarnir í Lögmálum leiksins skoða í þætti kvöldsins meðal annars það sem á gekk í lok venjulegs leiktíma leiks LA Lakers og Boston Celtics um helgina, þar sem slæm dómaramistök kostuðu Lakers líklega sigur. Körfubolti 30. janúar 2023 17:01
Birna Valgerður gaf ekki kost á sér í landsliðið Benedikt Guðmundsson hefur valið tólf leikmenn sem spila síðustu tvo leikina í undankeppni Evrópumóts kvenna í körfubolta í næsta mánuði. Körfubolti 30. janúar 2023 13:42
Tryggvi frábær þegar Zaragoza vann í framlengdum leik Tryggvi Snær Hlinason var einn besti maður vallarins í mikilvægum sigri Zaragoza í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Körfubolti 29. janúar 2023 22:38
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Keflavík 81-74 | Valur vann toppslaginn Ekkert lið hefur lagt Keflavík að velli í Subway-deild kvenna, nema Valur. Hlíðarendafélagið fór með sigur af hólmi gegn Keflavík í annað sinn á þessari leiktíð í kvöld. Körfubolti 29. janúar 2023 22:24
Kristjana: Erum komnar með leiðtoga sem er jákvæð Kristjana Eir Jónsdóttir, þjálfari Fjölnis, var sátt eftir nauman sigur gegn Breiðablik í 18. umferð Subway-deildar kvenna í körfubolta í Smáranum. Körfubolti 29. janúar 2023 22:08
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Fjölnir 72-73 | Dramatískur sigur Fjölniskvenna Fjölnir vann nauman sigur á Breiðablik í botnslag 18. umferðar Subway-deildar kvenna í kvöld. Körfubolti 29. janúar 2023 22:00
Öruggt hjá Haukum og Njarðvík Tveimur leikjum er nýlokið í Subway deildinni í körfubolta. Körfubolti 29. janúar 2023 21:02
„Það væri frábært fyrir hvert einasta lið að vera með sína eigin dansara“ Ieva Dambrauskienė stofnaði sveit klappstýra í miðjum kórónuveirufaraldri. Þær hvetja nú áfram og dansa fyrir körfuboltalið Hauka. Hún segir liðið hafa fengið mjög góð viðbrögð, þá sérstaklega frá karlmönnum. Lífið 29. janúar 2023 16:51