Landsliðsmaður blandar sér í umræðuna um umdeilda sigurkörfu Njarðvíkinga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. apríl 2024 10:01 Bræðurnir Styrmir Snær og Tómas Valur Þrastarsynir voru saman í landsliðshópnun í vetur. Vísir/Vilhelm Njarðvíkingar hefja í kvöld undanúrslitaeinvígi sitt á móti Val í Subway deild karla í körfubolta. Þeir eru þar þökk sé magnaðri flautukörfu Þorvaldar Orra Árnasonar. Þórsarar voru mjög ósáttir með að þessi karfa hans hafi fengið að standa og hafa verið duglegir að gagnrýna hana á samfélagsmiðlum sem og annars staðar. Þjálfari Þórsliðsins, Lárus Jónsson, gagnrýndi þetta líka en af sinni kunnu kurteisi, þrátt fyrir gríðarlegt svekkelsi rétt eftir leik. Gagnrýnin kemur víða að og þar á meðal frá Belgíu þar sem landsliðsmaðurinn Styrmir Snær Þrastarson spilar með liði Belfius Mons-Hainaut. Hér má sjá hvað Styrmir Snær Þrastarson birti á samfélagsmiðlum sínum.@styrmir_thrastar Styrmir er eins og kunnugt er Þórsari en hann varð Íslandsmeistari með liðinu 2021, spilaði með liðinu á síðasta tímabili og í Þórsliðinu í dag er yngri bróðir hans Tómas Valur Þrastarson. Það er búið að skoða það vel og í raun sanna það að Þorvaldur Orri náði að sleppa boltanum áður en þessar 0,9 sekúndur liðu á klukkunni. Á því leikur enginn vafi. Styrmir er hins vegar að benda á það að klukkan var ekki stoppuð á réttum tíma eftir að Darwin Davis skoraði í sókninni á undan og kom Þórsliðinu þá í 97-95. Hann sýnir mynd af því þegar klukkan stendur í 0,9 og boltinn er ekki kominn alla leið í gegnum netið. Með þessu birtir Styrmir síðan brot úr reglubók FIBA þar sem er nákvæmlega útskýrt hvenær á að stoppa klukkuna. Hana á ekki að stöðva fyrr en boltinn er farinn allur í gegnum netið. Klippa: Umfjöllun um sigurkörfu Þorvaldar Orra Á þessu tvennu sést að Þorvaldur Orri átti líklegst aldrei að fá þessar 0,9 sekúndur til að skora þessa stórkostlegu sigurkörfu sína. Þessi umdeilda karfa fékk hins vegar að standa því dómararnir fóru ekki yfir það hvort tíminn hafi verið stöðvaður á réttum tíma. Eftir það gátu þeir aðeins skoðað hvort Þorvaldur Orri sleppti boltanum áður en klukkan rann út og það gerði hann. Hér fyrir ofan má sjá umfjöllun um þessa körfu í Subway Körfuboltakvöldi eftir leikinn í Ljónagryfjunni. Það verður talað lengi um þessa ótrúlegu og umdeildu körfu en úrslitunum verður ekki breytt. Þórsarar eru komnir í sumarfrí en Njarðvíkingar hefja leik í kvöld í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Val. Leikurinn hefst klukkan 20.15 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst á sömu stöð klukkan 19.45. Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn UMF Njarðvík Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Einbeittur brotavilji Víkinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Sjá meira
Þórsarar voru mjög ósáttir með að þessi karfa hans hafi fengið að standa og hafa verið duglegir að gagnrýna hana á samfélagsmiðlum sem og annars staðar. Þjálfari Þórsliðsins, Lárus Jónsson, gagnrýndi þetta líka en af sinni kunnu kurteisi, þrátt fyrir gríðarlegt svekkelsi rétt eftir leik. Gagnrýnin kemur víða að og þar á meðal frá Belgíu þar sem landsliðsmaðurinn Styrmir Snær Þrastarson spilar með liði Belfius Mons-Hainaut. Hér má sjá hvað Styrmir Snær Þrastarson birti á samfélagsmiðlum sínum.@styrmir_thrastar Styrmir er eins og kunnugt er Þórsari en hann varð Íslandsmeistari með liðinu 2021, spilaði með liðinu á síðasta tímabili og í Þórsliðinu í dag er yngri bróðir hans Tómas Valur Þrastarson. Það er búið að skoða það vel og í raun sanna það að Þorvaldur Orri náði að sleppa boltanum áður en þessar 0,9 sekúndur liðu á klukkunni. Á því leikur enginn vafi. Styrmir er hins vegar að benda á það að klukkan var ekki stoppuð á réttum tíma eftir að Darwin Davis skoraði í sókninni á undan og kom Þórsliðinu þá í 97-95. Hann sýnir mynd af því þegar klukkan stendur í 0,9 og boltinn er ekki kominn alla leið í gegnum netið. Með þessu birtir Styrmir síðan brot úr reglubók FIBA þar sem er nákvæmlega útskýrt hvenær á að stoppa klukkuna. Hana á ekki að stöðva fyrr en boltinn er farinn allur í gegnum netið. Klippa: Umfjöllun um sigurkörfu Þorvaldar Orra Á þessu tvennu sést að Þorvaldur Orri átti líklegst aldrei að fá þessar 0,9 sekúndur til að skora þessa stórkostlegu sigurkörfu sína. Þessi umdeilda karfa fékk hins vegar að standa því dómararnir fóru ekki yfir það hvort tíminn hafi verið stöðvaður á réttum tíma. Eftir það gátu þeir aðeins skoðað hvort Þorvaldur Orri sleppti boltanum áður en klukkan rann út og það gerði hann. Hér fyrir ofan má sjá umfjöllun um þessa körfu í Subway Körfuboltakvöldi eftir leikinn í Ljónagryfjunni. Það verður talað lengi um þessa ótrúlegu og umdeildu körfu en úrslitunum verður ekki breytt. Þórsarar eru komnir í sumarfrí en Njarðvíkingar hefja leik í kvöld í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Val. Leikurinn hefst klukkan 20.15 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst á sömu stöð klukkan 19.45.
Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn UMF Njarðvík Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Einbeittur brotavilji Víkinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Sjá meira