Landsliðsmaður blandar sér í umræðuna um umdeilda sigurkörfu Njarðvíkinga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. apríl 2024 10:01 Bræðurnir Styrmir Snær og Tómas Valur Þrastarsynir voru saman í landsliðshópnun í vetur. Vísir/Vilhelm Njarðvíkingar hefja í kvöld undanúrslitaeinvígi sitt á móti Val í Subway deild karla í körfubolta. Þeir eru þar þökk sé magnaðri flautukörfu Þorvaldar Orra Árnasonar. Þórsarar voru mjög ósáttir með að þessi karfa hans hafi fengið að standa og hafa verið duglegir að gagnrýna hana á samfélagsmiðlum sem og annars staðar. Þjálfari Þórsliðsins, Lárus Jónsson, gagnrýndi þetta líka en af sinni kunnu kurteisi, þrátt fyrir gríðarlegt svekkelsi rétt eftir leik. Gagnrýnin kemur víða að og þar á meðal frá Belgíu þar sem landsliðsmaðurinn Styrmir Snær Þrastarson spilar með liði Belfius Mons-Hainaut. Hér má sjá hvað Styrmir Snær Þrastarson birti á samfélagsmiðlum sínum.@styrmir_thrastar Styrmir er eins og kunnugt er Þórsari en hann varð Íslandsmeistari með liðinu 2021, spilaði með liðinu á síðasta tímabili og í Þórsliðinu í dag er yngri bróðir hans Tómas Valur Þrastarson. Það er búið að skoða það vel og í raun sanna það að Þorvaldur Orri náði að sleppa boltanum áður en þessar 0,9 sekúndur liðu á klukkunni. Á því leikur enginn vafi. Styrmir er hins vegar að benda á það að klukkan var ekki stoppuð á réttum tíma eftir að Darwin Davis skoraði í sókninni á undan og kom Þórsliðinu þá í 97-95. Hann sýnir mynd af því þegar klukkan stendur í 0,9 og boltinn er ekki kominn alla leið í gegnum netið. Með þessu birtir Styrmir síðan brot úr reglubók FIBA þar sem er nákvæmlega útskýrt hvenær á að stoppa klukkuna. Hana á ekki að stöðva fyrr en boltinn er farinn allur í gegnum netið. Klippa: Umfjöllun um sigurkörfu Þorvaldar Orra Á þessu tvennu sést að Þorvaldur Orri átti líklegst aldrei að fá þessar 0,9 sekúndur til að skora þessa stórkostlegu sigurkörfu sína. Þessi umdeilda karfa fékk hins vegar að standa því dómararnir fóru ekki yfir það hvort tíminn hafi verið stöðvaður á réttum tíma. Eftir það gátu þeir aðeins skoðað hvort Þorvaldur Orri sleppti boltanum áður en klukkan rann út og það gerði hann. Hér fyrir ofan má sjá umfjöllun um þessa körfu í Subway Körfuboltakvöldi eftir leikinn í Ljónagryfjunni. Það verður talað lengi um þessa ótrúlegu og umdeildu körfu en úrslitunum verður ekki breytt. Þórsarar eru komnir í sumarfrí en Njarðvíkingar hefja leik í kvöld í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Val. Leikurinn hefst klukkan 20.15 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst á sömu stöð klukkan 19.45. Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn UMF Njarðvík Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Sjá meira
Þórsarar voru mjög ósáttir með að þessi karfa hans hafi fengið að standa og hafa verið duglegir að gagnrýna hana á samfélagsmiðlum sem og annars staðar. Þjálfari Þórsliðsins, Lárus Jónsson, gagnrýndi þetta líka en af sinni kunnu kurteisi, þrátt fyrir gríðarlegt svekkelsi rétt eftir leik. Gagnrýnin kemur víða að og þar á meðal frá Belgíu þar sem landsliðsmaðurinn Styrmir Snær Þrastarson spilar með liði Belfius Mons-Hainaut. Hér má sjá hvað Styrmir Snær Þrastarson birti á samfélagsmiðlum sínum.@styrmir_thrastar Styrmir er eins og kunnugt er Þórsari en hann varð Íslandsmeistari með liðinu 2021, spilaði með liðinu á síðasta tímabili og í Þórsliðinu í dag er yngri bróðir hans Tómas Valur Þrastarson. Það er búið að skoða það vel og í raun sanna það að Þorvaldur Orri náði að sleppa boltanum áður en þessar 0,9 sekúndur liðu á klukkunni. Á því leikur enginn vafi. Styrmir er hins vegar að benda á það að klukkan var ekki stoppuð á réttum tíma eftir að Darwin Davis skoraði í sókninni á undan og kom Þórsliðinu þá í 97-95. Hann sýnir mynd af því þegar klukkan stendur í 0,9 og boltinn er ekki kominn alla leið í gegnum netið. Með þessu birtir Styrmir síðan brot úr reglubók FIBA þar sem er nákvæmlega útskýrt hvenær á að stoppa klukkuna. Hana á ekki að stöðva fyrr en boltinn er farinn allur í gegnum netið. Klippa: Umfjöllun um sigurkörfu Þorvaldar Orra Á þessu tvennu sést að Þorvaldur Orri átti líklegst aldrei að fá þessar 0,9 sekúndur til að skora þessa stórkostlegu sigurkörfu sína. Þessi umdeilda karfa fékk hins vegar að standa því dómararnir fóru ekki yfir það hvort tíminn hafi verið stöðvaður á réttum tíma. Eftir það gátu þeir aðeins skoðað hvort Þorvaldur Orri sleppti boltanum áður en klukkan rann út og það gerði hann. Hér fyrir ofan má sjá umfjöllun um þessa körfu í Subway Körfuboltakvöldi eftir leikinn í Ljónagryfjunni. Það verður talað lengi um þessa ótrúlegu og umdeildu körfu en úrslitunum verður ekki breytt. Þórsarar eru komnir í sumarfrí en Njarðvíkingar hefja leik í kvöld í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Val. Leikurinn hefst klukkan 20.15 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst á sömu stöð klukkan 19.45.
Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn UMF Njarðvík Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Sjá meira