Lakers einu tapi frá því að vera sópað út úr úrslitakeppninni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2024 10:30 LeBron James var ekki alltaf sáttur með dómgæsluna í nótt en kannski aðallega súr yfir því að Los Angeles Lakers liðið á engin svör á móti Denver Nuggets. AP/Ashley Landis LeBron James og félagar í Los Angeles Lakers virðast eiga fá svör gegn meisturunum í Denver Nuggets. Nuggets vann 112-105 sigur í Los Angeles í nótt og er 3-0 yfir í einvígi liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. LeBron James og Anthony Davis voru saman með 59 stig í leiknum en það dugði ekki til. Það dugði heldur ekki að Lakers vann fyrsta leikhlutann með tíu stigum, 33-23. Davis var með 33 stig og 15 fráköst en James var með 26 stig og 9 stoðsendingar. Jokic did Jokic things as the @nuggets get the road win and take a 3-0 series lead! 🃏 24 PTS (9-13 FGM)🃏 15 REB🃏 9 AST#PlayHasNoLimits | @PlayStation pic.twitter.com/NU9OHveR6R— NBA (@NBA) April 26, 2024 Alveg eins og í leiknum á undan þá komu Denver menn til baka og unnu að lokum sinn ellefta sigur í röð á Lakers. Denver vann fjórða leiki í röð á móti Lakers í úrslitakeppninni í fyrra og getur nú endurtekið leikinn. Aaron Gordon var frábær með 29 stig og 15 fráköst og hinn magnaði Nikola Jokic bætti við 24 stigum, 15 fráköstum og 9 stoðsendingum. Jamal Murray skoraði síðan 22 stig. Þessi úrslit þýða að Denver getur sópað Lakers mönnum út úr úrslitakeppninni í næsta leik sem fer fram á morgun og þá aftur í Los Angeles. Joel Embiid er ekki tilbúinn að gefast upp í viðureign Philadelphia 76ers og New York Knicks. Knicks vann tvo fyrstu leikina en 76 ers minnkaði muninn í nótt ekki síst þökk sé frábærri spilamennsku stóra mannsins. Embiid skoraði 50 stig í 125-114 sigri en hann er að spila í gegnum meiðsli á hné. Embiid hitti úr öllum fjórum þriggja stiga skotum sínum og skoraði átján af stigum sínum í þriðja leikhlutanum þar sem 76ers vann 43-27. Embiid hitti alls úr 13 af 19 skotum sínum utan af velli og úr 19 af 21 vítaskoti sínu. Hann varð sá fyrsti til að skora fimmtíu stig í úrslitakeppni án þess að taka tuttugu skot. Jalen Brunson var frábær hjá Knicks með 39 stig og 13 stoðsendingar en það nægði ekki. Orlando Magic náði líka að minnka muninn í 2-1 á móti Cleveland Cavaliers með 121-83 sigri. Paolo Banchero var með 31 stig og 14 fráköst og Jalen Suggs skoraði 24 stig í mjög öruggum sigri þar sem liðið komst með 43 stigum yfir. WHAT A NIGHT FOR JOEL EMBIID 🔥🔥▪️ 50 PTS (playoff career high)▪️ 13-19 FGM, 19-21 FTM▪️ 5 3PM▪️ 8 REB▪️ Game 3 WEmbiid becomes the first Sixer to score 50 points in a postseason game since Allen Iverson in 2002-03.#PlayHasNoLimits | @PlayStation pic.twitter.com/JAiOgxBNBu— NBA (@NBA) April 26, 2024 NBA Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Rooney er ósammála Gerrard Enski boltinn Fleiri fréttir Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Sjá meira
Nuggets vann 112-105 sigur í Los Angeles í nótt og er 3-0 yfir í einvígi liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. LeBron James og Anthony Davis voru saman með 59 stig í leiknum en það dugði ekki til. Það dugði heldur ekki að Lakers vann fyrsta leikhlutann með tíu stigum, 33-23. Davis var með 33 stig og 15 fráköst en James var með 26 stig og 9 stoðsendingar. Jokic did Jokic things as the @nuggets get the road win and take a 3-0 series lead! 🃏 24 PTS (9-13 FGM)🃏 15 REB🃏 9 AST#PlayHasNoLimits | @PlayStation pic.twitter.com/NU9OHveR6R— NBA (@NBA) April 26, 2024 Alveg eins og í leiknum á undan þá komu Denver menn til baka og unnu að lokum sinn ellefta sigur í röð á Lakers. Denver vann fjórða leiki í röð á móti Lakers í úrslitakeppninni í fyrra og getur nú endurtekið leikinn. Aaron Gordon var frábær með 29 stig og 15 fráköst og hinn magnaði Nikola Jokic bætti við 24 stigum, 15 fráköstum og 9 stoðsendingum. Jamal Murray skoraði síðan 22 stig. Þessi úrslit þýða að Denver getur sópað Lakers mönnum út úr úrslitakeppninni í næsta leik sem fer fram á morgun og þá aftur í Los Angeles. Joel Embiid er ekki tilbúinn að gefast upp í viðureign Philadelphia 76ers og New York Knicks. Knicks vann tvo fyrstu leikina en 76 ers minnkaði muninn í nótt ekki síst þökk sé frábærri spilamennsku stóra mannsins. Embiid skoraði 50 stig í 125-114 sigri en hann er að spila í gegnum meiðsli á hné. Embiid hitti úr öllum fjórum þriggja stiga skotum sínum og skoraði átján af stigum sínum í þriðja leikhlutanum þar sem 76ers vann 43-27. Embiid hitti alls úr 13 af 19 skotum sínum utan af velli og úr 19 af 21 vítaskoti sínu. Hann varð sá fyrsti til að skora fimmtíu stig í úrslitakeppni án þess að taka tuttugu skot. Jalen Brunson var frábær hjá Knicks með 39 stig og 13 stoðsendingar en það nægði ekki. Orlando Magic náði líka að minnka muninn í 2-1 á móti Cleveland Cavaliers með 121-83 sigri. Paolo Banchero var með 31 stig og 14 fráköst og Jalen Suggs skoraði 24 stig í mjög öruggum sigri þar sem liðið komst með 43 stigum yfir. WHAT A NIGHT FOR JOEL EMBIID 🔥🔥▪️ 50 PTS (playoff career high)▪️ 13-19 FGM, 19-21 FTM▪️ 5 3PM▪️ 8 REB▪️ Game 3 WEmbiid becomes the first Sixer to score 50 points in a postseason game since Allen Iverson in 2002-03.#PlayHasNoLimits | @PlayStation pic.twitter.com/JAiOgxBNBu— NBA (@NBA) April 26, 2024
NBA Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Rooney er ósammála Gerrard Enski boltinn Fleiri fréttir Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Sjá meira