Sjokkeruðu Celtics menn með þriggja stiga skotsýningu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. apríl 2024 14:00 Tyler Herro og félagar í Miami Heat skutu Boston Celtics liðið í kaf í nótt. Getty/Winslow Townson Miami Heat sló Boston Celtics óvænt úr úr úrslitakeppni NBA deildarinnar i körfubolta í fyrra og þeir ætla einnig að stríða þeim í ár. Celtics hefur verið yfirburðarlið í Austurdeildinni í vetur og endaði með langbesta árangurinn. Verðlaunin voru að mæta liði Miami Heat annað árið í röð. Það fór ekki vel í fyrra en núna mætir Miami liðið til leiks án bæði stórstjörnunnar Jimmy Butler og byrjunarliðsmannsins Terry Rozier. Það bjuggust því flestir við auðveldu sópi hjá Boston og það benti líka allt til þess eftir stórsigur í leik eitt þar sem Boston var um tíma 34 stigum yfir. Miami menn tókst hins vegar að jafna metin í nótt með 111-101 sigri í leik sem fór fram í Boston alveg eins og leikur eitt. Næstu tveir leikir verða aftur á móti í Miami. Í raun má segja að Miami Heat hafi staðið undir nafni fyrir utan þriggja stiga línuna því liði bætti félagsmetið með því að setja niður 23 þriggja stiga skot í leiknum. Boston strákarnir voru skotnir í kaf og þurfa nú að passa sig ef þeir ætla ekki að klúðra úrslitakeppninni í fyrstu umferð annað árið í röð. Miami hitti úr 53,5 prósent skota sinna fyrir utan þriggja stiga línuna sem er frábær hittni. Tyler Herro var allt í öllu hjá Miami með 24 stig og 14 stoðsendingar en hann skoraði sex af þessum fyrrnefndu þristum. Bam Adebayo bætti við 21 stigi og 10 fráköstum og Caleb Martin skoraði 21 stig en hann var með fimm þrista úr aðeins sex tilraunum. Stórstjörnur Boston voru að skila, Jaylen Brown skoraði 33 stig og Jayson Tatum var með 28 stig. Næsti maður var aftur á móti bara með 13 stig (Derrick White) og enginn annar skoraði meira en níu stig. Staðan er því 1-1 í einvíginu. Oklahoma City Thunder er aftur á móti komið í 2-0 á móti New Orleans Pelicans eftir 124-92 stórsigur. Shai Gilgeous-Alexander skoraði 33 stig, nýliðinn Chet Holmgren var með 26 stig og Jalen Williams skoraði 21 stig. Jonas Valanciunas var atkvæðamestur hjá Pelicans með 19 stig. NBA Mest lesið Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Íslenski boltinn EM í dag: Fimm mínútna martröð Körfubolti „Þessi sigur nærir meira en margir aðrir“ Sport Real Madrid áfram á sigurbraut Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Fleiri fréttir Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan „Hljóp stressið fljótt úr mér“ Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ Sjá meira
Celtics hefur verið yfirburðarlið í Austurdeildinni í vetur og endaði með langbesta árangurinn. Verðlaunin voru að mæta liði Miami Heat annað árið í röð. Það fór ekki vel í fyrra en núna mætir Miami liðið til leiks án bæði stórstjörnunnar Jimmy Butler og byrjunarliðsmannsins Terry Rozier. Það bjuggust því flestir við auðveldu sópi hjá Boston og það benti líka allt til þess eftir stórsigur í leik eitt þar sem Boston var um tíma 34 stigum yfir. Miami menn tókst hins vegar að jafna metin í nótt með 111-101 sigri í leik sem fór fram í Boston alveg eins og leikur eitt. Næstu tveir leikir verða aftur á móti í Miami. Í raun má segja að Miami Heat hafi staðið undir nafni fyrir utan þriggja stiga línuna því liði bætti félagsmetið með því að setja niður 23 þriggja stiga skot í leiknum. Boston strákarnir voru skotnir í kaf og þurfa nú að passa sig ef þeir ætla ekki að klúðra úrslitakeppninni í fyrstu umferð annað árið í röð. Miami hitti úr 53,5 prósent skota sinna fyrir utan þriggja stiga línuna sem er frábær hittni. Tyler Herro var allt í öllu hjá Miami með 24 stig og 14 stoðsendingar en hann skoraði sex af þessum fyrrnefndu þristum. Bam Adebayo bætti við 21 stigi og 10 fráköstum og Caleb Martin skoraði 21 stig en hann var með fimm þrista úr aðeins sex tilraunum. Stórstjörnur Boston voru að skila, Jaylen Brown skoraði 33 stig og Jayson Tatum var með 28 stig. Næsti maður var aftur á móti bara með 13 stig (Derrick White) og enginn annar skoraði meira en níu stig. Staðan er því 1-1 í einvíginu. Oklahoma City Thunder er aftur á móti komið í 2-0 á móti New Orleans Pelicans eftir 124-92 stórsigur. Shai Gilgeous-Alexander skoraði 33 stig, nýliðinn Chet Holmgren var með 26 stig og Jalen Williams skoraði 21 stig. Jonas Valanciunas var atkvæðamestur hjá Pelicans með 19 stig.
NBA Mest lesið Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Íslenski boltinn EM í dag: Fimm mínútna martröð Körfubolti „Þessi sigur nærir meira en margir aðrir“ Sport Real Madrid áfram á sigurbraut Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Fleiri fréttir Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan „Hljóp stressið fljótt úr mér“ Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ Sjá meira