Kauphöllin

Kauphöllin

Fréttir úr Kauphöllinni á Íslandi og af skráðum félögum á markaði.

Fréttamynd

Þrátt fyr­ir mik­inn út­lán­a­vöxt er Kvik­a enn fjár­fest­ing­ar­bank­i

Sveiflur í afkomu Kviku varpa ljósi á að félagið er enn fjárfestingarbanki jafnvel þótt vægi útlána hafi vaxið hratt. Útlán Kviku hafa aukist um 45 prósent frá áramótum en á sama tíma hefur efnahagsreikningurinn vaxið um 21 prósent. „Stærri efnahagsreikningur og stærra útlánasafn leggja grunninn að stöðugri og sterkari grunnrekstri til framtíðar,“ segir í verðmati Jakobsson Capital.

Innherji
Fréttamynd

Fjárfestu seldu sig út úr verðbréfasjóðum fyrir meira en tíu milljarða

Talsvert var um innlausnir fjárfesta í verðbréfasjóðum í október, einkum í sjóðum sem fjárfesta í skuldabréfum, þrátt fyrri að bæði vísitala hlutabréfa og skuldabréfa hafi hækkað í Kauphöllinni í síðasta mánuði. Óvenju miklar verðlækkanir samtímis útflæði á árinu þýðir að eignir skuldabréfasjóða hafa minnkað um 44 milljarða frá áramótum og ekki verið minni frá því í ágúst í fyrra.

Innherji
Fréttamynd

Komandi loðnu­ver­tíð gæti skilað allt að 30 milljörðum í þjóðarbúið

Þrátt fyrir að loðnukvóti komandi vertíðar stefni í að verða um fjórðungur af síðustu vertíð í lönduðum tonnum mælt, dregst vænt útflutningsverðmæti loðnuafurða aðeins saman um helming. Þetta kom fram í máli Gunnþórs Ingvasonar, forstjóra Síldarvinnslunnar í kynningu á uppgjöri félagsins fyrir þriðja ársfjórðung.

Innherji
Fréttamynd

Solid Clouds opinbera annan leik fyrirtækisins

Forsvarsmenn íslenska leikjafyrirtækisins Solid Clouds ætla að forsýna nýjasta leik fyrirtækisins á næstu dögum. Starborne Frontiers er annar tölvuleikur félagsins og verður hann opinberaður á fjárfestadegi Solid Clouds þann 1. desember.

Leikjavísir
Fréttamynd

Fresta jóla­glögg vegna á­hyggna af öryggi í mið­bænum

Starfsmannafélag Símans hefur ákveðið að fresta jólaglögg starfsmanna sem átti að fara fram í miðbænum annað kvöld vegna óvissu í kring um átök í undirheimum. Hótanir um árásir í miðbænum um helgina hafa gengið manna á milli á samfélagsmiðlum.

Innlent
Fréttamynd

Horf­ur „nokk­uð já­kvæð­ar“ hjá Fest­i og mæl­ir með að hald­a bréf­un­um

IFS mælir með því að fjárfestar haldi bréfum sínum í Festi. Horfur fyrir næstu mánuði í rekstri félagsins eru „nokkuð jákvæðar“ en það verður áfram „þrýstingur á framlegð“ í ljósi efnahagsmála erlendis. Stríðsátök í Úkraínu hafa gert það að verkum að ástandið á verður áfram „erfitt“ og verðbólga há alþjóðlega.

Innherji
Fréttamynd

Róbert Wessmann tekinn af Mannlífi

Allar fréttir um Róbert Wessmann, eiganda lyfjafyrirtækisins Alvogen, eru horfnar af vef fjölmiðilsins Mannlíf. Halldór Kristmannsson, sem hefur átt í deilum við Róbert segir hvarf fréttanna ekki tengjast sátt milli hans og Róberts. 

Innlent
Fréttamynd

Einkavæðing banka og ábyrgð ráðherra

Það má öllum vera ljóst að stjórnarsamstarfið er undir þegar ráðherrar tjá sig um bankasöluna og ábyrgð fjármálaráðherrans. Ef þau viðurkenna ábyrgð hans þá verður krafan eindregnari um að hann segi af sér, fari þau ekki fram á það sjálf. En hversu langt ætla þau að ganga?

Skoðun
Fréttamynd

Að­stoð­ar­rit­stjór­i Eur­om­on­ey gagn­rýn­ir skýrsl­u um sölu á Ís­lands­bank­a

Aðstoðarritstjóri Euromoney gagnrýnir nýlega skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann segir að verðið í útboðinu hafi verið sanngjarnt einkum í ljósi krefjandi markaðsaðstæðna. Það hefði haft dýrkeyptar afleiðingar fyrir innlenda hlutabréfamarkaðinn að selja á hærra gengi miðað við eftirspurnina. Að sama skapi hafi umræða um tiltekið Excelskjal verið á villigötum.

Innherji
Fréttamynd

Halldór og Róbert slíðra sverðin

Sættir hafa náðst á milli lyfjafyrirtækisins Alvogen og Halldórs Kristmannssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra, sem bar Róbert Wessman forstjóra þess þungum sökum í fyrra. Alvogen féll frá málsókn gegn Halldóri sem segist nú ekki lengur hafa stöðu uppljóstrara.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Staðreyndir og þvættingur um úttekt Ríkisendurskoðunar

Það hefur verið sagt að það sé vísindalega sannað að það sé ómögulegt annað en að vera vitur eftir á. Við höfum orðið vitni að því síðustu daga þegar þekkt bandalag stjórnarandstöðuflokka og sumra fjölmiðlamanna, fóðruð með skýrslu Ríkisendurskoðunar, hefur tekið það að sér að útskýra fyrir landsmönnum hvernig hefði átt að standa að sölu á stórum hlut í banka sem er skráður á markað. Þar er teygt sig langt við að snúa öllum staðreyndum á haus til að þjóna eigin pólitískri hentisemi.

Umræðan
Fréttamynd

Magnús Þór til Kviku

Magnús Þór Gylfason, fyrrverandi forstöðumaður samskipta hjá Landsvirkjun, hefur verið ráðinn tik Kviku banka. Hann á að hefja störf þar á nýju ári.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þor­björg segir „innan­hús­met í með­virkni“ hafa fallið á Al­þingi

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, er ósátt með þann farveg sem umræðan um Íslandsbankasölumálið er farin í á Alþingi. Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins töldu ástæðu til að vekja máls á þeim leka sem varð á skýrslu ríkisendurskoðunar til fjölmiðla. Trúnaður átti að ríkja um skýrsluna í sólarhring til að gefa nefndarmönnum stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis ráðrúm til að gaumgæfa hana áður en fjölmiðlar inntu þá eftir svörum um efni hennar.

Innlent