Síðasta vonin gæti verið Húnaflóatorfa Kristján Már Unnarsson skrifar 21. febrúar 2024 20:40 Birkir Bárðarson fiskifræðingur er verkefnisstjóri loðnuleitarinnar. Arnar Halldórsson Eftir árangurslausar tilraunir til að finna loðnuna hefur verið ákveðið að efna til nýs leitarleiðangurs í von um að afstýra loðnubresti. Skammur tími er til stefnu áður en loðnan drepst og verður lagt í hann strax á morgun. Loðnan er næstverðmætasti veiðistofn Íslendinga á eftir þorskinum. Hún er svo mikið ævintýri að aðeins fárra vikna veiði getur skilað tugmilljarða króna útflutningstekjum. Það er því ekki nema von að útgerðin og Hafrannsóknastofnun efni núna til þriðju leitarinnar frá áramótum. Sjávarútvegsfyrirtækin greiða tvo þriðju hluta kostnaðar að þessu sinni. „Já, það er augljóst að það er mikið undir. Og einmitt vegna þess hvað þetta er skammlífur stofn og miklar sveiflur í honum, að þá er þetta mikil spenna í kringum þetta,“ segir Birkir Bárðarson, fiskifræðingur og verkefnisstjóri loðnuleitar, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Heimaey VE-1, eitt af skipum Ísfélagsins, mun leita miðin út af Vestfjörðum og Norðurlandi vestra.Vilhelm Gunnarsson Hvorugt skip Hafrannsóknastofnunar mun þó taka þátt í leitinni heldur þrjú skip frá útgerðinni. Ásgrímur Halldórsson og Polar Ammassak halda á morgun til leitar undan Suðausturlandi og Heimaey fer á föstudag til leitar undan Vestfjörðum og vestanverðu Norðurlandi. „Það er ennþá von. Við þurfum ekki að fara lengra aftur en í síðasta ár. Í febrúar í fyrra birtist mikið magn af loðnu út af Húnaflóa á þessum tíma, svipuðum tíma og núna. Það er ennþá möguleiki að það geti til dæmis eitthvað birst á því svæði.“ Þar fannst raunar óvænt risatorfa í fyrra. „Þá birtust 400 þúsund tonn þarna út af Húnaflóanum, rúmlega það,“ segir fiskifræðingurinn. Höfn í Hornafirði er í hópi loðnuvinnslubæja. Ásgrímur Halldórsson við bryggju. Vinnsluhús Skinneyjar-Þinganess fyrir aftan.Arnar Halldórsson Niðurstöður loðnuleitarinnar gætu legið fyrir um eða upp úr næstu helgi. En ef eitthvað finnst er hins vegar ljóst að þá verður skammur tími til stefnu því það styttist í hrygningu loðnunnar. „Ég held að það sé alveg ljóst að það er orðinn stuttur tími líka fyrir skipin að veiða þetta. Þannig að stutta svarið er kannski að þetta verður ekki risavertíð. Það held ég að hljóti að vera ljóst. En nákvæmlega hvað magnið verður og hvort það verður eitthvað, það verða bara niðurstöðurnar okkar að leiða í ljós,“ segir Birkir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Loðnuveiðar Sjávarútvegur Efnahagsmál Vísindi Vestmannaeyjar Fjarðabyggð Langanesbyggð Vopnafjörður Múlaþing Sveitarfélagið Hornafjörður Akranes Síldarvinnslan Ísfélagið Brim Tengdar fréttir Byggðirnar bíða spenntar fregna um hvort loðnuganga sé fundin Vonir um loðnuvertíð þennan veturinn hafa glæðst eftir að fiskiskip urðu vör við flekki djúpt út af Suðausturlandi í gær, sem líklegt þykir að séu stórar loðnutorfur. Í loðnubyggðum landsins bíða menn spenntir fregna um hvort loðna sé fundin í nægilegu magni til að leyfa veiðar. 14. febrúar 2024 21:31 Líklega engin stór loðnutorfa fyrir suðaustan Loðnutorfan sem skipstjórar þriggja uppsjávarveiðiskipa sáu undan Suðausturlandi í vikunni er ekki stór að sögn Guðmundar J. Óskarssonar, sviðsstjóra uppsjávarsviðs Hafrannsóknarstofnunar. Ekki er komin niðurstaða en engar vísbendingar benda til þess að eitthvað stórt sé þarna á ferðinni. 15. febrúar 2024 16:30 Óvænt loðna í Húnaflóa ávísun á mikil verðmæti Miklar loðnutorfur hafa óvænt fundist norður af Húnaflóa og tilkynnti Hafrannsóknastofnun í dag að búast mætti við að minnsta kosti eitthundrað þúsund tonna aukningu loðnukvótans. Viðbótin gæti skilað tíu milljarða króna útflutningsverðmæti. 22. febrúar 2023 22:45 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Loðnan er næstverðmætasti veiðistofn Íslendinga á eftir þorskinum. Hún er svo mikið ævintýri að aðeins fárra vikna veiði getur skilað tugmilljarða króna útflutningstekjum. Það er því ekki nema von að útgerðin og Hafrannsóknastofnun efni núna til þriðju leitarinnar frá áramótum. Sjávarútvegsfyrirtækin greiða tvo þriðju hluta kostnaðar að þessu sinni. „Já, það er augljóst að það er mikið undir. Og einmitt vegna þess hvað þetta er skammlífur stofn og miklar sveiflur í honum, að þá er þetta mikil spenna í kringum þetta,“ segir Birkir Bárðarson, fiskifræðingur og verkefnisstjóri loðnuleitar, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Heimaey VE-1, eitt af skipum Ísfélagsins, mun leita miðin út af Vestfjörðum og Norðurlandi vestra.Vilhelm Gunnarsson Hvorugt skip Hafrannsóknastofnunar mun þó taka þátt í leitinni heldur þrjú skip frá útgerðinni. Ásgrímur Halldórsson og Polar Ammassak halda á morgun til leitar undan Suðausturlandi og Heimaey fer á föstudag til leitar undan Vestfjörðum og vestanverðu Norðurlandi. „Það er ennþá von. Við þurfum ekki að fara lengra aftur en í síðasta ár. Í febrúar í fyrra birtist mikið magn af loðnu út af Húnaflóa á þessum tíma, svipuðum tíma og núna. Það er ennþá möguleiki að það geti til dæmis eitthvað birst á því svæði.“ Þar fannst raunar óvænt risatorfa í fyrra. „Þá birtust 400 þúsund tonn þarna út af Húnaflóanum, rúmlega það,“ segir fiskifræðingurinn. Höfn í Hornafirði er í hópi loðnuvinnslubæja. Ásgrímur Halldórsson við bryggju. Vinnsluhús Skinneyjar-Þinganess fyrir aftan.Arnar Halldórsson Niðurstöður loðnuleitarinnar gætu legið fyrir um eða upp úr næstu helgi. En ef eitthvað finnst er hins vegar ljóst að þá verður skammur tími til stefnu því það styttist í hrygningu loðnunnar. „Ég held að það sé alveg ljóst að það er orðinn stuttur tími líka fyrir skipin að veiða þetta. Þannig að stutta svarið er kannski að þetta verður ekki risavertíð. Það held ég að hljóti að vera ljóst. En nákvæmlega hvað magnið verður og hvort það verður eitthvað, það verða bara niðurstöðurnar okkar að leiða í ljós,“ segir Birkir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Loðnuveiðar Sjávarútvegur Efnahagsmál Vísindi Vestmannaeyjar Fjarðabyggð Langanesbyggð Vopnafjörður Múlaþing Sveitarfélagið Hornafjörður Akranes Síldarvinnslan Ísfélagið Brim Tengdar fréttir Byggðirnar bíða spenntar fregna um hvort loðnuganga sé fundin Vonir um loðnuvertíð þennan veturinn hafa glæðst eftir að fiskiskip urðu vör við flekki djúpt út af Suðausturlandi í gær, sem líklegt þykir að séu stórar loðnutorfur. Í loðnubyggðum landsins bíða menn spenntir fregna um hvort loðna sé fundin í nægilegu magni til að leyfa veiðar. 14. febrúar 2024 21:31 Líklega engin stór loðnutorfa fyrir suðaustan Loðnutorfan sem skipstjórar þriggja uppsjávarveiðiskipa sáu undan Suðausturlandi í vikunni er ekki stór að sögn Guðmundar J. Óskarssonar, sviðsstjóra uppsjávarsviðs Hafrannsóknarstofnunar. Ekki er komin niðurstaða en engar vísbendingar benda til þess að eitthvað stórt sé þarna á ferðinni. 15. febrúar 2024 16:30 Óvænt loðna í Húnaflóa ávísun á mikil verðmæti Miklar loðnutorfur hafa óvænt fundist norður af Húnaflóa og tilkynnti Hafrannsóknastofnun í dag að búast mætti við að minnsta kosti eitthundrað þúsund tonna aukningu loðnukvótans. Viðbótin gæti skilað tíu milljarða króna útflutningsverðmæti. 22. febrúar 2023 22:45 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Byggðirnar bíða spenntar fregna um hvort loðnuganga sé fundin Vonir um loðnuvertíð þennan veturinn hafa glæðst eftir að fiskiskip urðu vör við flekki djúpt út af Suðausturlandi í gær, sem líklegt þykir að séu stórar loðnutorfur. Í loðnubyggðum landsins bíða menn spenntir fregna um hvort loðna sé fundin í nægilegu magni til að leyfa veiðar. 14. febrúar 2024 21:31
Líklega engin stór loðnutorfa fyrir suðaustan Loðnutorfan sem skipstjórar þriggja uppsjávarveiðiskipa sáu undan Suðausturlandi í vikunni er ekki stór að sögn Guðmundar J. Óskarssonar, sviðsstjóra uppsjávarsviðs Hafrannsóknarstofnunar. Ekki er komin niðurstaða en engar vísbendingar benda til þess að eitthvað stórt sé þarna á ferðinni. 15. febrúar 2024 16:30
Óvænt loðna í Húnaflóa ávísun á mikil verðmæti Miklar loðnutorfur hafa óvænt fundist norður af Húnaflóa og tilkynnti Hafrannsóknastofnun í dag að búast mætti við að minnsta kosti eitthundrað þúsund tonna aukningu loðnukvótans. Viðbótin gæti skilað tíu milljarða króna útflutningsverðmæti. 22. febrúar 2023 22:45