Play komið með vilyrði fyrir 2,6 milljörðum króna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. febrúar 2024 09:33 Birgir Jónsson forstjóri Play hefur í nægu að snúast þessa dagana. Vísir/Vilhelm Flugfélagið Play hefur safnað vilyrðum fyrir 2,6 milljörðum króna í áformi nýs hlutafjár með því skilyrði að félaginu takist að safna í heildina að lágmarki fjórum milljörðum króna. Þetta kemur fram í tilkynningu Play til Kauphallar. Þann 8. febrúar 2024 tilkynnti Play að félagið áformaði að sækja sér nýtt hlutafé sem gæti numið á bilinu þremur til fjórum milljörðum króna til að styrkja lausafjárstöðu félagsins. Forsvarsmenn PLAY ásamt ráðgjöfum sínum hafa því á undanförnum dögum kannað hug stærstu hluthafa félagsins til þess að leggja félaginu til aukið hlutafé. Fram kom hjá Innherja á föstudaginn að allt útlit væri fyrir að mikill meirihluti helstu fjárfestanna í hluthafahópi Play myndu leggja flugfélaginu til samanlagt um helming þeirrar fjárhæðar sem það áformar að tryggja sér í þessum mánuði. Stjórnendur Play hefðu klárað markaðsþreifingar við tíu stærstu hluthafa félagsins vegna útboðsins, þar sem ætlunin er að sækja allt að fjóra milljarða. Til stæði að tilkynna um aðkomu þeirra á allra næstu dögum. Sem nú er raunin. Stjórn PLAY hefur nú safnað áskriftarloforðum frá hluthöfum sem nemur 574.943.745 hlutum að nafnverði og er útgáfugengið á hvern hlut kr. 4,5. Samanlögð fjárhæð þeirra áskrifta sem félagið hefur móttekið nemur 2.587.246.853 milljónum króna. Áskriftir háðar tvennum skilyrðum Áskriftirnar eru háðar þeim skilyrðum að hluthafar PLAY samþykki að veita stjórn félagsins heimild til að auka hlutafé félagsins á aðalfundi þann 21. mars næstkomandi og því að félaginu takist að afla áskrifta að nýju hlutafé fyrir a.m.k. 4.000 milljónir króna að meðtöldu því hlutafé sem kemur frá núverandi hluthöfum. Félagið hyggst á næstum vikum halda áfram að ræða við fjárfesta úr hópi núverandi hluthafa og hefja viðræður við aðra fjárfesta, með það að markmiði að afla frekari skuldbindinga um þátttöku í fyrirhugaðri hlutafjáraukningu. Stefnt er að því að tilkynna um endanlegt umfang aukningarinnar og helstu skilmála samhliða boðun aðalfundar í lok þessa mánaðar auk frekari upplýsinga um skráningu á aðalmarkað Nasdaq Iceland. Erfiðar ytri aðstæður, einkum jarðhræringarnar á Reykjanesi sem höfðu neikvæð áhrif á eftirspurn og verkfall flugumferðarstjóra, þýddu að rekstrartap fyrir fjármagnsliði (EBIT) var nokkuð meira en gert var ráð fyrir á fjórða ársfjórðungi, eða 17,6 milljónir Bandaríkjadala, og um leið var sjóðstaðan því lakari en ella. Laust handbært fé Play var um 12,6 milljónir dala um áramótin og hefur að líkindum farið enn minnkandi á fyrstu vikum ársins. Þakkar stærstu hluthöfum „Ég er gríðarlega ánægður með þessa sterku stuðningsyfirlýsingu okkar stærstu hluthafa við félagið með áskriftarloforði að fjárhæð um 2.600 milljónum króna. Þátttaka okkar sterka hluthafahóps í fyrirhugaðri hlutafjáraukningu skapar skilyrði til að ljúka þeirri hlutafjáraukningu sem félagið áformar,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Play. „Eins og fram kom á afkomufundi okkar fyrr í febrúar eru skýr merki um bata í rekstrinum og er núverandi lausafjárstaða vel viðunandi, þrátt fyrir hraðan vöxt og ítrekuð ytri áföll í rekstrarumhverfinu. PLAY hefur á að skipa frábærum hópi starfsfólks sem hefur staðið sig gríðarlega vel á undanförnum árum. Með enn betri fjármögnun hefur félagið meiri styrk til að mæta óvæntum áföllum og getu til að grípa spennandi vaxtatækifæri. Ég vil þakka okkar stærstu hluthöfum okkar þá tiltrú sem þeir sýna félaginu eftir þessa fyrstu lotu og hlakka til að kynna reksturinn enn betur fyrir öðrum fjárfestum og markaðsaðilum. Framtíð PLAY er mjög björt og félagið er vel í stakk búið að vaxa og dafna á markaðinum.“ Arctica Finance hf. hefur umsjón með útboðinu og eru Fossar fjárfestingarbanki hf. og Greenhill (Mizuho) söluaðilar. Play Fréttir af flugi Kauphöllin Tengdar fréttir Rannsóknin snúi að upplýsingagjöf en ekki viðskiptum Forstjóri Play segir að rannsókn Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands á mögulegum brotum félagsins á lögum um aðgerðir gegn markaðssvikum snúi ekki neinum viðskiptum sem hafi verið gerð, heldur aðeins hvort félagið hefði átt að senda upplýsingar fyrr á markaðinn. 13. febrúar 2024 20:58 Play bætir við nýjum áfangastað Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á áætlunarferðum til Vilníus í Litháen. Flogið verður vikulega á laugardögum yfir sumarmánuðina en fyrsta flugið til Vilníusar verður 25. maí. 13. febrúar 2024 10:10 Play í hlutafjáraukningu og á aðalmarkað Forsvarsmenn Play hafa hafið undirbúning á hlutafjáraukningu fyrir félagið. Ráðgert er að sækja allt að þrjá til fjóra milljarða króna í nýtt hlutafé. Þá stefnir félagið á að flytja sig yfir á aðalmarkað Kauphallarinnar á fyrri helmingi ársins. Gengi félagsins í Kauphöllinni var sextán prósentum lægra en í gær þegar markaðir opnuðu í dag. 9. febrúar 2024 10:11 Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sjá meira
Þann 8. febrúar 2024 tilkynnti Play að félagið áformaði að sækja sér nýtt hlutafé sem gæti numið á bilinu þremur til fjórum milljörðum króna til að styrkja lausafjárstöðu félagsins. Forsvarsmenn PLAY ásamt ráðgjöfum sínum hafa því á undanförnum dögum kannað hug stærstu hluthafa félagsins til þess að leggja félaginu til aukið hlutafé. Fram kom hjá Innherja á föstudaginn að allt útlit væri fyrir að mikill meirihluti helstu fjárfestanna í hluthafahópi Play myndu leggja flugfélaginu til samanlagt um helming þeirrar fjárhæðar sem það áformar að tryggja sér í þessum mánuði. Stjórnendur Play hefðu klárað markaðsþreifingar við tíu stærstu hluthafa félagsins vegna útboðsins, þar sem ætlunin er að sækja allt að fjóra milljarða. Til stæði að tilkynna um aðkomu þeirra á allra næstu dögum. Sem nú er raunin. Stjórn PLAY hefur nú safnað áskriftarloforðum frá hluthöfum sem nemur 574.943.745 hlutum að nafnverði og er útgáfugengið á hvern hlut kr. 4,5. Samanlögð fjárhæð þeirra áskrifta sem félagið hefur móttekið nemur 2.587.246.853 milljónum króna. Áskriftir háðar tvennum skilyrðum Áskriftirnar eru háðar þeim skilyrðum að hluthafar PLAY samþykki að veita stjórn félagsins heimild til að auka hlutafé félagsins á aðalfundi þann 21. mars næstkomandi og því að félaginu takist að afla áskrifta að nýju hlutafé fyrir a.m.k. 4.000 milljónir króna að meðtöldu því hlutafé sem kemur frá núverandi hluthöfum. Félagið hyggst á næstum vikum halda áfram að ræða við fjárfesta úr hópi núverandi hluthafa og hefja viðræður við aðra fjárfesta, með það að markmiði að afla frekari skuldbindinga um þátttöku í fyrirhugaðri hlutafjáraukningu. Stefnt er að því að tilkynna um endanlegt umfang aukningarinnar og helstu skilmála samhliða boðun aðalfundar í lok þessa mánaðar auk frekari upplýsinga um skráningu á aðalmarkað Nasdaq Iceland. Erfiðar ytri aðstæður, einkum jarðhræringarnar á Reykjanesi sem höfðu neikvæð áhrif á eftirspurn og verkfall flugumferðarstjóra, þýddu að rekstrartap fyrir fjármagnsliði (EBIT) var nokkuð meira en gert var ráð fyrir á fjórða ársfjórðungi, eða 17,6 milljónir Bandaríkjadala, og um leið var sjóðstaðan því lakari en ella. Laust handbært fé Play var um 12,6 milljónir dala um áramótin og hefur að líkindum farið enn minnkandi á fyrstu vikum ársins. Þakkar stærstu hluthöfum „Ég er gríðarlega ánægður með þessa sterku stuðningsyfirlýsingu okkar stærstu hluthafa við félagið með áskriftarloforði að fjárhæð um 2.600 milljónum króna. Þátttaka okkar sterka hluthafahóps í fyrirhugaðri hlutafjáraukningu skapar skilyrði til að ljúka þeirri hlutafjáraukningu sem félagið áformar,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Play. „Eins og fram kom á afkomufundi okkar fyrr í febrúar eru skýr merki um bata í rekstrinum og er núverandi lausafjárstaða vel viðunandi, þrátt fyrir hraðan vöxt og ítrekuð ytri áföll í rekstrarumhverfinu. PLAY hefur á að skipa frábærum hópi starfsfólks sem hefur staðið sig gríðarlega vel á undanförnum árum. Með enn betri fjármögnun hefur félagið meiri styrk til að mæta óvæntum áföllum og getu til að grípa spennandi vaxtatækifæri. Ég vil þakka okkar stærstu hluthöfum okkar þá tiltrú sem þeir sýna félaginu eftir þessa fyrstu lotu og hlakka til að kynna reksturinn enn betur fyrir öðrum fjárfestum og markaðsaðilum. Framtíð PLAY er mjög björt og félagið er vel í stakk búið að vaxa og dafna á markaðinum.“ Arctica Finance hf. hefur umsjón með útboðinu og eru Fossar fjárfestingarbanki hf. og Greenhill (Mizuho) söluaðilar.
Play Fréttir af flugi Kauphöllin Tengdar fréttir Rannsóknin snúi að upplýsingagjöf en ekki viðskiptum Forstjóri Play segir að rannsókn Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands á mögulegum brotum félagsins á lögum um aðgerðir gegn markaðssvikum snúi ekki neinum viðskiptum sem hafi verið gerð, heldur aðeins hvort félagið hefði átt að senda upplýsingar fyrr á markaðinn. 13. febrúar 2024 20:58 Play bætir við nýjum áfangastað Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á áætlunarferðum til Vilníus í Litháen. Flogið verður vikulega á laugardögum yfir sumarmánuðina en fyrsta flugið til Vilníusar verður 25. maí. 13. febrúar 2024 10:10 Play í hlutafjáraukningu og á aðalmarkað Forsvarsmenn Play hafa hafið undirbúning á hlutafjáraukningu fyrir félagið. Ráðgert er að sækja allt að þrjá til fjóra milljarða króna í nýtt hlutafé. Þá stefnir félagið á að flytja sig yfir á aðalmarkað Kauphallarinnar á fyrri helmingi ársins. Gengi félagsins í Kauphöllinni var sextán prósentum lægra en í gær þegar markaðir opnuðu í dag. 9. febrúar 2024 10:11 Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sjá meira
Rannsóknin snúi að upplýsingagjöf en ekki viðskiptum Forstjóri Play segir að rannsókn Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands á mögulegum brotum félagsins á lögum um aðgerðir gegn markaðssvikum snúi ekki neinum viðskiptum sem hafi verið gerð, heldur aðeins hvort félagið hefði átt að senda upplýsingar fyrr á markaðinn. 13. febrúar 2024 20:58
Play bætir við nýjum áfangastað Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á áætlunarferðum til Vilníus í Litháen. Flogið verður vikulega á laugardögum yfir sumarmánuðina en fyrsta flugið til Vilníusar verður 25. maí. 13. febrúar 2024 10:10
Play í hlutafjáraukningu og á aðalmarkað Forsvarsmenn Play hafa hafið undirbúning á hlutafjáraukningu fyrir félagið. Ráðgert er að sækja allt að þrjá til fjóra milljarða króna í nýtt hlutafé. Þá stefnir félagið á að flytja sig yfir á aðalmarkað Kauphallarinnar á fyrri helmingi ársins. Gengi félagsins í Kauphöllinni var sextán prósentum lægra en í gær þegar markaðir opnuðu í dag. 9. febrúar 2024 10:11