Síminn greiðir Sýn sautján milljónir í bætur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. febrúar 2024 13:22 Sýn og Síminn hafa háð ýmsa baráttu fyrir dómstólum undanfarin ár vegna samkeppni í fjarskiptum. Þá hafa félögin í einhverjum tilfellum snúið bökum saman svo sem í baráttu við ólöglegt streymi á sjónvarpsefni. Síminn þarf að greiða Sýn á sautjándu milljón króna í bætur vegna brots á fjölmiðlalögum. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Forsaga málsins er sú að Póst- og fjarskiptastofnun komst að þeirri niðurstöðu árið 2018 að Síminn hefði brotið gegn bannákvæði í fjölmiðlalögum sem meinar fjölmiðlaveitum að beina viðskiptum viðskiptavina sinna að tengdu fjarskiptafyrirtæki. Var Síminn sekaður um níu milljónir króna. Þann 1. október 2015 stöðvaði Síminn dreifingu ólínulegs myndefnis Sjónvarps Símans yfir kerfi Sýnar, sem þá hét Vodafone. Með ólínulegu myndefni er átt við það sjónvarpsnotendur horfa á þegar þeim sýnist, svo sem tímaflakk, frelsi og leiga á myndefni. Það sem er utan línulegrar dagskrár. Stóð viðskiptavinum Sýnar sú þjónusta því ekki til boða eins og hafði verið fyrir þann tíma. Þeir neytendur sem kusu að kaupa aðgang að ólínulegu sjónvarpsefni Símans í Sjónvarpi Símans Premium þurftu nú að vera með myndlykil frá Símanum. Áskrift að efninu var því eingöngu í boði gegnum dreifikerfi Símans og þá nær eingöngu á neti Mílu sem þá var dótturfélag Símans. Síminn bar fyrir sig að bannákvæðið næði aðeins til línulegs efnis en Póst- og fjarskiptstofnun féllst ekki á það. Síminn skaut málinu til úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála sem staðfesti ákvörðun stofnunarinnar. Þá leitaði Síminn álits héraðsdóms sem tók undir með Símanum að hluta. Landsréttur staðfesti síðan sumarið 2022 upphaflegu niðurstöðu Póst- og fjarskiptastofnunar. Ekki var málinu lokið þar því Hæstiréttur sendi málið aftur heim í hérað vegna skorts á sérfræðimati á neðri dómstigum. Sýn höfðaði skaðabótamálið á hendur Símanum árið 2020 og krafðist á annað hundrað milljóna króna í bætur. Dómurinn féllst á að Síminn hefði væri bótaskyldur vegna ólögmætra og saknæmra markaðsaðgerða. Við mat á bótunum horfði dómurinn til matsgerðar frá 2020 og komst að þeirri niðurstöðu að 16,6 milljónir króna væru hæfilegar bætur. Vísir er í eigu Sýnar. Síminn Sýn Fjarskipti Bíó og sjónvarp Dómsmál Tengdar fréttir Taka höndum saman gegn ólöglegri dreifingu sjónvarpsefnis Sýn og Síminn hafa skrifað undir samstarfssamning við samtökin NCP (Nordic Content Protection) um stafræna réttindavernd. Þetta kemur fram í tilkynningu. 15. febrúar 2024 10:09 Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira
Forsaga málsins er sú að Póst- og fjarskiptastofnun komst að þeirri niðurstöðu árið 2018 að Síminn hefði brotið gegn bannákvæði í fjölmiðlalögum sem meinar fjölmiðlaveitum að beina viðskiptum viðskiptavina sinna að tengdu fjarskiptafyrirtæki. Var Síminn sekaður um níu milljónir króna. Þann 1. október 2015 stöðvaði Síminn dreifingu ólínulegs myndefnis Sjónvarps Símans yfir kerfi Sýnar, sem þá hét Vodafone. Með ólínulegu myndefni er átt við það sjónvarpsnotendur horfa á þegar þeim sýnist, svo sem tímaflakk, frelsi og leiga á myndefni. Það sem er utan línulegrar dagskrár. Stóð viðskiptavinum Sýnar sú þjónusta því ekki til boða eins og hafði verið fyrir þann tíma. Þeir neytendur sem kusu að kaupa aðgang að ólínulegu sjónvarpsefni Símans í Sjónvarpi Símans Premium þurftu nú að vera með myndlykil frá Símanum. Áskrift að efninu var því eingöngu í boði gegnum dreifikerfi Símans og þá nær eingöngu á neti Mílu sem þá var dótturfélag Símans. Síminn bar fyrir sig að bannákvæðið næði aðeins til línulegs efnis en Póst- og fjarskiptstofnun féllst ekki á það. Síminn skaut málinu til úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála sem staðfesti ákvörðun stofnunarinnar. Þá leitaði Síminn álits héraðsdóms sem tók undir með Símanum að hluta. Landsréttur staðfesti síðan sumarið 2022 upphaflegu niðurstöðu Póst- og fjarskiptastofnunar. Ekki var málinu lokið þar því Hæstiréttur sendi málið aftur heim í hérað vegna skorts á sérfræðimati á neðri dómstigum. Sýn höfðaði skaðabótamálið á hendur Símanum árið 2020 og krafðist á annað hundrað milljóna króna í bætur. Dómurinn féllst á að Síminn hefði væri bótaskyldur vegna ólögmætra og saknæmra markaðsaðgerða. Við mat á bótunum horfði dómurinn til matsgerðar frá 2020 og komst að þeirri niðurstöðu að 16,6 milljónir króna væru hæfilegar bætur. Vísir er í eigu Sýnar.
Síminn Sýn Fjarskipti Bíó og sjónvarp Dómsmál Tengdar fréttir Taka höndum saman gegn ólöglegri dreifingu sjónvarpsefnis Sýn og Síminn hafa skrifað undir samstarfssamning við samtökin NCP (Nordic Content Protection) um stafræna réttindavernd. Þetta kemur fram í tilkynningu. 15. febrúar 2024 10:09 Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira
Taka höndum saman gegn ólöglegri dreifingu sjónvarpsefnis Sýn og Síminn hafa skrifað undir samstarfssamning við samtökin NCP (Nordic Content Protection) um stafræna réttindavernd. Þetta kemur fram í tilkynningu. 15. febrúar 2024 10:09