Býst ekki við að landa starfinu stóra eftir óvænt tap Lee Carsley, landsliðsþjálfari enska karlalandsliðsins í fótbolta til bráðabirgða, býst ekki við því að vera ráðinn landsliðsþjálfari Englands til frambúðar. Fótbolti 11. október 2024 10:02
Minnist Baldocks með hlýju: „Honum þótti alltaf vænt um Vestmannaeyjar“ Fyrrverandi samherji Georges Baldock hjá ÍBV minnist hans með hlýhug. Hann segir að hann hafi verið mjög vinnusamur og smellpassað inn í samfélagið í Vestmannaeyjum. Baldock fannst látinn á heimili sínu í Grikklandi í fyrradag, aðeins 31 árs. Fótbolti 11. október 2024 09:03
Heiglar sem ráðast á vinalega Íslendinginn „Þessi sigur sýnir það hljóða starf sem Heimir Hallgrímsson hefur unnið fyrir Írland á bakvið tjöldin,“ skrifar Írinn Pat Dolan, fyrrverandi leikmaður og knattspyrnustjóri, í pistli í Irish Mirror eftir fyrsta sigur Heimis sem landsliðsþjálfari Íra. Heimir sé ekki vandamál írsks fótbolta en gæti verið lausnin. Fótbolti 11. október 2024 08:32
„Vonandi getum við nýtt okkur mína kunnáttu“ „Hann er frábær þjálfari sem veit nákvæmlega hvernig hann vill spila fótbolta," segir Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, sem þekkir vel til þjálfara Wales sem Ísland mætir í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Hann vonast til að fólk fjölmenni á leik kvöldsins og að Laugardalsvöllur verði aftur að því vígi sem hann var á sínum tíma. Fótbolti 11. október 2024 08:02
Berglindi sagt upp í síma: „Kom mér mjög á óvart“ Landsliðsframherjinn Berglind Björg Þorvaldsdóttir sneri aftur á fótboltavöllinn með Val í sumar, eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn í lok síðasta árs. Samningi hennar við Val var óvænt rift í vikunni, í óþökk þjálfara hennar sem vilja halda henni. Íslenski boltinn 11. október 2024 07:32
Haaland að verða pabbi Erling Haaland skráði sig í norsku sögubækurnar í kvöld þegar hann varð markahæsti leikmaður í sögu landsliðsins en hann stal þó fyrirsögnunum með öðrum hætti eftir leik þegar hann tilkynnti að hann og unnusta hans ættu von á barni. Fótbolti 10. október 2024 23:16
Lærisveinar Heimis með sinn fyrsta sigur Fjölmargir leikir fóru fram í Þjóðadeildinni í kvöld. Írland fagnaði sínum fyrsta sigri í deildinni þegar liðið lagði Finnland en þetta var fyrsti sigur liðsins undir stjórn Heimis Hallgrímssonar í þremur tilraunum. Fótbolti 10. október 2024 21:04
Möguleiki á að Albert komi til móts við landsliðið: „Verðum bara að bíða og sjá“ Möguleiki er á því að Albert Guðmundsson komi til móts við íslenska landsliðið í yfirstandandi landsliðsverkefni. Þetta segir Age Hareide landsliðsþjálfari Íslands. Fótbolti 10. október 2024 18:47
Bellingham og VAR gátu ekki bjargað Englendingum England og Grikkland mættust í Þjóðadeildinni í kvöld en bæði lið voru með fullt hús stiga fyrir leikinn. Það var þó ekki að sjá á leik Englendinga í kvöld að um mikilvægan leik væri að ræða. Fótbolti 10. október 2024 18:16
„Þrjú skot á markið og tvö af þeim fara inn“ Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari íslenska U-21 árs landsliðsins í fótbolta karla, var vitanlega vonsvikinn eftir 2-0 tap liðsins gegn Litáen í undankeppni EM 2025 á Víkingsvelli í dag. Úrslitin þýða að íslenska liðið á ekki lengur möguleika á að komast í lokakeppnina. Fótbolti 10. október 2024 18:16
Uppgjörið: Ísland - Litháen 0-2 | Vonir íslenska liðsins orðnar að engu Íslenska U-21 árs landsliðið í fótbolta karla kastaði frá sér möguleikanum á því að komast í lokakeppni Evrópumótsins sem fram fer árið 2025 með því að lúta í lægra haldi fyrir Litáen þegar liðin mættust í næstsíðustu umferð í undankeppni mótsins á Víkingsvelli í dag. Fótbolti 10. október 2024 16:52
Mazraoui fór í aðgerð vegna hjartavandamála Noussair Mazraoui, leikmaður Manchester United, hefur gengist undir smávægilega aðgerð vegna of hraðs hjartsláttar. Enski boltinn 10. október 2024 16:33
Morata leið svo illa að hann gat varla reimað skóna sína Álvaro Morata, fyrirliði spænsku Evrópumeistaranna og leikmaður AC Milan, hefur glímt við þunglyndi og kvíða undanfarin ár. Um tíma var hann svo illa haldinn að hann hélt að hann gæti ekki spilað fótbolta aftur. Fótbolti 10. október 2024 15:45
Sverrir Ingi minnist Baldocks: „Þú munt alltaf eiga stað í hjarta okkar“ Íslenski landsliðsmaðurinn Sverrir Ingi Ingason minntist samherja síns hjá Panathinaikos, Georges Baldock, í færslu á Instagram. Hann segir að sorgin vegna fráfalls hans sé óbærileg. Fótbolti 10. október 2024 15:02
Yfirlýsing Alberts: Ákveðinn léttir eftir erfitt ár Fótboltamaðurinn Albert Guðmundsson hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar þess að hann var í dag sýknaður af ákæru um nauðgun. Honum er létt eftir erfitt ár, og kveðst afar þakklátur fjölskyldu og vinum. Fótbolti 10. október 2024 14:02
Åge óviss varðandi Albert: „Gæti verið ómögulegt“ Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide svaraði því ekki hvort reynt yrði að freista þess að fá Albert Guðmundsson inn í landsliðshópinn sem mætir Wales á morgun og Tyrklandi á mánudag, í Þjóðadeildinni í fótbolta. Fótbolti 10. október 2024 13:28
Åge ræður hvort kallað verði í Albert Eftir að landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson var í dag sýknaður af ákæru um nauðgun er það í höndum landsliðsþjálfarans Åge Hareide að ákveða hvort hann taki þátt í leikjunum við Wales og Tyrkland, í Þjóðadeildinni. Fótbolti 10. október 2024 13:08
Svona var fundur KSÍ fyrir leikinn við Wales Åge Hareide landsliðsþjálfari og Jóhann Berg Guðmundsson fyrirliði sátu fyrir svörum á blaðamannafundi á Laugardalsvelli í dag, fyrir leikinn mikilvæga við Wales í Þjóðadeildinni í fótbolta annað kvöld. Fótbolti 10. október 2024 12:45
„Annað hvort væri ég ólétt eða að hætta“ Líkt og greint var frá í upphafi vikunnar hefur Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði nýkrýndra Íslandsmeistara Breiðabliks í fótbolta ákveðið að leggja skóna á hilluna. Ákvörðun Ástu á sér aðdraganda og átti hún hjartnæma stund með liðsfélögum sínum fyrir nokkrum vikum síðan er hún greindi þeim frá ákvörðun sinni. Íslenski boltinn 10. október 2024 12:33
Ætlar ekki að hætta að sjúga í sig kosmíska krafta Nýjasti leikmaður Barcelona, pólski markvörðurinn Wojciech Szczesny, hefur engan áhuga á að hætta að reykja. Fótbolti 10. október 2024 11:33
Þjálfari Íslands hvetur Dani til að ráða Solskjær Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, hvetur Dani til þess að ráða landa sinn frá Noregi, Ole Gunnar Solskjær, sem landsliðsþjálfara. Fótbolti 10. október 2024 10:58
Tekst að búa til úrslitaleik við Dani? Íslenska U21-landsliðið í fótbolta karla mætir Litáen í Víkinni í dag, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, og getur með sigri búið sér til úrslitaleik við Danmörku næsta þriðjudag. Fótbolti 10. október 2024 10:33
„Við þurfum að taka okkar sénsa“ „Við þurfum að taka okkar sénsa þegar að við fáum þá,“ segir landsliðsmaðurinn í fótbolta. Sverrir Ingi Ingason sem mætti í góðu formi og sáttur með lífið til móts við íslenska landsliðið sem á framundan tvo mikilvæga leiki í Þjóðadeild UEFA. Fótbolti 10. október 2024 10:01
Ældi á heimavöll Sædísar sem þurfti að bíða Landsliðskonan Sædís Rún Heiðarsdóttir þurfti líkt og aðrir leikmenn að bíða lengur en ella með að hefja seinni hálfleik gegn Juventus í gær, í Meistaradeild Evrópu í fótbolta, því ein úr ítalska liðinu ældi á völlinn. Fótbolti 10. október 2024 09:31
Heimir um ummæli Dunne: „Ykkar starf að safna áskrifendum“ Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Írlands, ætlar ekki að láta ummæli Richards Dunne trufla sig í aðdraganda leiksins við Finnland í dag, í Þjóðadeild UEFA í fótbolta. Svona sé bransinn og menn vilji sífellt reyna að bæta við sig áskrifendum. Fótbolti 10. október 2024 09:01
Miklar líkur á vandræðalegri stöðu fyrir Ísland Tölfræðiveita telur áttatíu prósent líkur á því að íslenska karlalandsliðið í fótbolta spili umspilsleiki í Þjóðadeild UEFA í mars á næsta ári. Ekki yrði hægt að spila á Laugardalsvelli og því góð ráð dýr. Fótbolti 10. október 2024 08:33
Stjörnulögfræðingur á að bjarga Paqueta frá lífstíðarbanni Enska knattspyrnusambandið rannsakar nú mögulega aðild brasilíumannsins Lucas Paqueta að víðtæku veðmálasvindli. Hann gæti átt yfir höfði sér lífstíðarbann en félag hans West Ham ætlar að gera sitt til að koma í veg fyrir að svo verði. Enski boltinn 10. október 2024 07:32
Milan vill að Zlatan sæki landa sinn frá Manchester AC Milan hefur áhuga á að næla í Victor Lindelöf frá Manchester United til að styrkja meiðslahrjáða varnarlínu sína. Þeir telja sig vera með rétta manninn til að sannfæra Svíann um að færa sig um set til Ítalíu. Enski boltinn 9. október 2024 22:33
Fyrrum leikmaður ÍBV og Sheffield United fannst látinn George Baldock, fyrrum leikmaður Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni, fannst í dag látinn í sundlaug við heimili sitt í Grikklandi. Baldock lék á sínum tíma með ÍBV í efstu deild hér á landi. Enski boltinn 9. október 2024 21:31
Magnaður sigur City á Barcelona og Sædís mætti Juventus Sædís Rún Heiðarsdóttir lék allan leikinn með norska liðinu Vålerenga sem mætti Juventus í Meistaradeild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Þá áttust stórlið Manchester City og Barcelona við. Fótbolti 9. október 2024 21:12