Íslenski boltinn

Frá Akur­eyri til Dan­merkur

Valur Páll Eiríksson skrifar
Bjarni Aðalsteinsson heldur til Danmerkur.
Bjarni Aðalsteinsson heldur til Danmerkur. Vísir/Hulda Margrét

Bjarni Aðalsteinsson yfirgefur herbúðir KA á Akureyri til að spila í dönsku C-deildinni. Þetta tilkynnti Akureyrarliðið í dag.

Í tilkynningu KA segir að Bjarni stundi nám í Danmörku og verði þar næsta sumar. Hann muni samhliða því spila fótbolta þar ytra í dönsku C-deildinni.

Ekki kemur fram í tilkynningunni hvaða lið Bjarni spili fyrir en Fótbolti.net segir hann muni spila með Roskilde í Danaveldi.

Bjarni er 26 ára miðjumaður sem er uppalinn hjá þeim gulklæddu. Hann hefur spilað 149 leiki fyrir félagið.

KA hafnaði í 7. sæti Bestu deildarinnar á síðasta tímabili, efsta sæti neðri hluta deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×