Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Atsu fannst látinn í rústum

Ganverski knattspyrnumaðurinn Christian Atsu hefur fundist látinn í rústum heimilis síns í Tyrklandi. Hans hafði verið saknað frá því að jarðskjálfti skók stóran hluta Tyrklands og Sýrlands þann 6. febrúar síðastliðinn. 

Fótbolti
Fréttamynd

Dýrkeypt mistök kostuðu Lee Mason starfið

Knattspyrnudómarinn Lee Mason og dómarasambandið PGMOL hafa komist að samkomulagi um að Mason muni yfirgefa sambandið eftir dýrkeypt mistök. Hann mun því ekki dæma aftur í ensku úrvalsdeildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Ten Hag ánægður með tíuna Weghorst

Erik ten Hag var ánægður með hvernig Wout Weghorst spilaði í nýrri stöðu þegar Manchester United gerði 2-2 jafntefli við Barcelona í umspili um sæti í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar í gær.

Fótbolti
Fréttamynd

Ólafur Gott­skálks­son dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir líkams­á­rás

Ólafur Gottskálksson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, hefur verið dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir að hafa ráðist á fyrrverandi tengdaföður sinn á heimili hans fyrir ári síðan. Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjaness að Ólafur hafi grunað tengdaföðurinn um áfengisneyslu en börn Ólafs og fyrrverandi konu hans voru á heimili tengdaföðurins.

Innlent
Fréttamynd

Allt jafnt fyrir stórleikinn á Old Trafford

Barcelona og Manchester United áttust við í fyrri viðureign liðanna í Evrópudeildinni í fótbolta í kvöld. Lokatölur urðu 2-2 og því verður allt undir þegar liðin mætast á Old Trafford í seinni leiknum að viku liðinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Conte snýr ekki aftur til vinnu fyrr en hann hefur náð fullum bata

Antonio Conte, knattspyrnustjóri Tottenham, verður ekki á hliðarlínunni þegar liðið tekur á móti West Ham í ensku úrvalsdeildinni næstkomandi sunnudag. Hann verður frá vinnu þar til hann hefur náð fullum bata eftir að hafa gengist undir aðgerð þar sem gallblaðran var fjarlægð úr honum.

Fótbolti
Fréttamynd

Vika gaslýsingar hjá FIFA

Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, er sakað um allsherjar gaslýsingartilburði með sköpun nýrrar stöðu mannréttindafulltrúa hjá sambandinu. Ráðningin kemur upp samhliða nýjum samningum við ríki þar sem mannréttindi eru fótum troðin.

Fótbolti
Fréttamynd

Einvígi risa sem raknað hafa úr rotinu

Barcelona og Manchester United hafa marga spennandi hildi háð í gegnum tíðina. Í dag mætast liðin hins vegar í Evrópudeildinni í fyrsta sinn, þrátt fyrir uppgang beggja í vetur undir stjórn nýrra þjálfara.

Fótbolti