Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Sindri Sverrisson skrifar 31. desember 2024 08:02 Michael Newberry var í stóru hlutverki hjá Víkingi Ólafsvík árin sem hann spilaði á Íslandi. Facebook/@vikingurol Enski fótboltamaðurinn Michael Newberry, sem lék í þrjú ár á Íslandi, er látinn, aðeins 27 ára að aldri. Víkingur Ólafsvík og enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle eru á meðal þeirra sem minnast varnarmannsins. Newberry var leikmaður Cliftonville á Norður-Írlandi þegar hann lést, en hann átti 27 ára afmæli í dag. Newberry var uppalinn hjá Newcastle en lék svo með Víkingi Ólafsvík á árunum 2018-2020, í næstefstu deild hér á landi. Hann lék alls sextíu deildarleiki fyrir Ólsara og var í lykilhlutverki. Hann fór svo af Snæfellsnesinu og til Norður-Írlands þar sem hann lék með Linfield í þrjú ár og skipti svo yfir til Cliftonville á þessu ári. Ljóst er að Víkingar minnast góðs vinar eins og lesa má úr færslu félagsins, framkvæmdastjórans Þorsteins Hauks Harðarsonar og stuðningsmannsins Viðars Inga Péturssonar. Hvíldu í friði vinur minn💔 pic.twitter.com/FmLdn1LK9O— Þorsteinn Haukur (@thorsteinnhauku) December 30, 2024 Ekki í dag Helgi Guðjóns! / Have it Þórður Inga! Michael Newberry. Hvíl í friði elsku drengur. 🙏💙 pic.twitter.com/YHMkdDa4Ff— Viðar Ingi Pétursson (@vidarip) December 30, 2024 Fyrrum leikmaður okkar, Michael Newberry, er fallinn frá 27 ára gamall. Hefði einmitt átt afmæli í dag. Lék 73 leiki fyrir Víking Ó. í deild og bikar.Blessuð sé minning hans. https://t.co/Wh15luc4Dk— Víkingur Ólafsvík (@Vikingurol) December 30, 2024 Hið sama er að segja um Newcastle sem vottar fjölskyldu Newberry samúð sína og óskar þess að hann hvíli í friði. We are deeply saddened to learn of the passing of our former player, Michael Newberry, at the age of 27.Our sincere condolences go to Michael's family, friends and all at @cliftonvillefc at this time.Rest in peace, Michael. 🖤🤍 https://t.co/5dfruP3yF9 pic.twitter.com/o50NuN32i5— Newcastle United (@NUFC) December 30, 2024 Leikjum Cliftonville og Linfield sem fara áttu fram í kvöld var báðum frestað og í tilkynningu á vef Cliftonville segir að allir hjá félaginu séu í sárum. „Við vottum allri fjölskyldu og vinum Michaels samúð okkar, sem og öllum þeim fjölda liðsfélaga sem hann átti á ferlinum og stuðningsmönnum sem verða hryggir yfir þessum átakanlegu tíðindum. Hvíldu í friði, Newbs,“ sagði í tilkynningu Cliftonville. Íslenski boltinn Víkingur Ólafsvík Andlát Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Aston Villa | Úrvalsdeildarslagur í bikarnum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Í beinni: Newcastle - Bournemouth | Gerir Howe sínu gamla félagi grikk Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar Sjá meira
Newberry var leikmaður Cliftonville á Norður-Írlandi þegar hann lést, en hann átti 27 ára afmæli í dag. Newberry var uppalinn hjá Newcastle en lék svo með Víkingi Ólafsvík á árunum 2018-2020, í næstefstu deild hér á landi. Hann lék alls sextíu deildarleiki fyrir Ólsara og var í lykilhlutverki. Hann fór svo af Snæfellsnesinu og til Norður-Írlands þar sem hann lék með Linfield í þrjú ár og skipti svo yfir til Cliftonville á þessu ári. Ljóst er að Víkingar minnast góðs vinar eins og lesa má úr færslu félagsins, framkvæmdastjórans Þorsteins Hauks Harðarsonar og stuðningsmannsins Viðars Inga Péturssonar. Hvíldu í friði vinur minn💔 pic.twitter.com/FmLdn1LK9O— Þorsteinn Haukur (@thorsteinnhauku) December 30, 2024 Ekki í dag Helgi Guðjóns! / Have it Þórður Inga! Michael Newberry. Hvíl í friði elsku drengur. 🙏💙 pic.twitter.com/YHMkdDa4Ff— Viðar Ingi Pétursson (@vidarip) December 30, 2024 Fyrrum leikmaður okkar, Michael Newberry, er fallinn frá 27 ára gamall. Hefði einmitt átt afmæli í dag. Lék 73 leiki fyrir Víking Ó. í deild og bikar.Blessuð sé minning hans. https://t.co/Wh15luc4Dk— Víkingur Ólafsvík (@Vikingurol) December 30, 2024 Hið sama er að segja um Newcastle sem vottar fjölskyldu Newberry samúð sína og óskar þess að hann hvíli í friði. We are deeply saddened to learn of the passing of our former player, Michael Newberry, at the age of 27.Our sincere condolences go to Michael's family, friends and all at @cliftonvillefc at this time.Rest in peace, Michael. 🖤🤍 https://t.co/5dfruP3yF9 pic.twitter.com/o50NuN32i5— Newcastle United (@NUFC) December 30, 2024 Leikjum Cliftonville og Linfield sem fara áttu fram í kvöld var báðum frestað og í tilkynningu á vef Cliftonville segir að allir hjá félaginu séu í sárum. „Við vottum allri fjölskyldu og vinum Michaels samúð okkar, sem og öllum þeim fjölda liðsfélaga sem hann átti á ferlinum og stuðningsmönnum sem verða hryggir yfir þessum átakanlegu tíðindum. Hvíldu í friði, Newbs,“ sagði í tilkynningu Cliftonville.
Íslenski boltinn Víkingur Ólafsvík Andlát Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Aston Villa | Úrvalsdeildarslagur í bikarnum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Í beinni: Newcastle - Bournemouth | Gerir Howe sínu gamla félagi grikk Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar Sjá meira