Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Sindri Sverrisson skrifar 31. desember 2024 08:02 Michael Newberry var í stóru hlutverki hjá Víkingi Ólafsvík árin sem hann spilaði á Íslandi. Facebook/@vikingurol Enski fótboltamaðurinn Michael Newberry, sem lék í þrjú ár á Íslandi, er látinn, aðeins 27 ára að aldri. Víkingur Ólafsvík og enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle eru á meðal þeirra sem minnast varnarmannsins. Newberry var leikmaður Cliftonville á Norður-Írlandi þegar hann lést, en hann átti 27 ára afmæli í dag. Newberry var uppalinn hjá Newcastle en lék svo með Víkingi Ólafsvík á árunum 2018-2020, í næstefstu deild hér á landi. Hann lék alls sextíu deildarleiki fyrir Ólsara og var í lykilhlutverki. Hann fór svo af Snæfellsnesinu og til Norður-Írlands þar sem hann lék með Linfield í þrjú ár og skipti svo yfir til Cliftonville á þessu ári. Ljóst er að Víkingar minnast góðs vinar eins og lesa má úr færslu félagsins, framkvæmdastjórans Þorsteins Hauks Harðarsonar og stuðningsmannsins Viðars Inga Péturssonar. Hvíldu í friði vinur minn💔 pic.twitter.com/FmLdn1LK9O— Þorsteinn Haukur (@thorsteinnhauku) December 30, 2024 Ekki í dag Helgi Guðjóns! / Have it Þórður Inga! Michael Newberry. Hvíl í friði elsku drengur. 🙏💙 pic.twitter.com/YHMkdDa4Ff— Viðar Ingi Pétursson (@vidarip) December 30, 2024 Fyrrum leikmaður okkar, Michael Newberry, er fallinn frá 27 ára gamall. Hefði einmitt átt afmæli í dag. Lék 73 leiki fyrir Víking Ó. í deild og bikar.Blessuð sé minning hans. https://t.co/Wh15luc4Dk— Víkingur Ólafsvík (@Vikingurol) December 30, 2024 Hið sama er að segja um Newcastle sem vottar fjölskyldu Newberry samúð sína og óskar þess að hann hvíli í friði. We are deeply saddened to learn of the passing of our former player, Michael Newberry, at the age of 27.Our sincere condolences go to Michael's family, friends and all at @cliftonvillefc at this time.Rest in peace, Michael. 🖤🤍 https://t.co/5dfruP3yF9 pic.twitter.com/o50NuN32i5— Newcastle United (@NUFC) December 30, 2024 Leikjum Cliftonville og Linfield sem fara áttu fram í kvöld var báðum frestað og í tilkynningu á vef Cliftonville segir að allir hjá félaginu séu í sárum. „Við vottum allri fjölskyldu og vinum Michaels samúð okkar, sem og öllum þeim fjölda liðsfélaga sem hann átti á ferlinum og stuðningsmönnum sem verða hryggir yfir þessum átakanlegu tíðindum. Hvíldu í friði, Newbs,“ sagði í tilkynningu Cliftonville. Íslenski boltinn Víkingur Ólafsvík Andlát Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Sjá meira
Newberry var leikmaður Cliftonville á Norður-Írlandi þegar hann lést, en hann átti 27 ára afmæli í dag. Newberry var uppalinn hjá Newcastle en lék svo með Víkingi Ólafsvík á árunum 2018-2020, í næstefstu deild hér á landi. Hann lék alls sextíu deildarleiki fyrir Ólsara og var í lykilhlutverki. Hann fór svo af Snæfellsnesinu og til Norður-Írlands þar sem hann lék með Linfield í þrjú ár og skipti svo yfir til Cliftonville á þessu ári. Ljóst er að Víkingar minnast góðs vinar eins og lesa má úr færslu félagsins, framkvæmdastjórans Þorsteins Hauks Harðarsonar og stuðningsmannsins Viðars Inga Péturssonar. Hvíldu í friði vinur minn💔 pic.twitter.com/FmLdn1LK9O— Þorsteinn Haukur (@thorsteinnhauku) December 30, 2024 Ekki í dag Helgi Guðjóns! / Have it Þórður Inga! Michael Newberry. Hvíl í friði elsku drengur. 🙏💙 pic.twitter.com/YHMkdDa4Ff— Viðar Ingi Pétursson (@vidarip) December 30, 2024 Fyrrum leikmaður okkar, Michael Newberry, er fallinn frá 27 ára gamall. Hefði einmitt átt afmæli í dag. Lék 73 leiki fyrir Víking Ó. í deild og bikar.Blessuð sé minning hans. https://t.co/Wh15luc4Dk— Víkingur Ólafsvík (@Vikingurol) December 30, 2024 Hið sama er að segja um Newcastle sem vottar fjölskyldu Newberry samúð sína og óskar þess að hann hvíli í friði. We are deeply saddened to learn of the passing of our former player, Michael Newberry, at the age of 27.Our sincere condolences go to Michael's family, friends and all at @cliftonvillefc at this time.Rest in peace, Michael. 🖤🤍 https://t.co/5dfruP3yF9 pic.twitter.com/o50NuN32i5— Newcastle United (@NUFC) December 30, 2024 Leikjum Cliftonville og Linfield sem fara áttu fram í kvöld var báðum frestað og í tilkynningu á vef Cliftonville segir að allir hjá félaginu séu í sárum. „Við vottum allri fjölskyldu og vinum Michaels samúð okkar, sem og öllum þeim fjölda liðsfélaga sem hann átti á ferlinum og stuðningsmönnum sem verða hryggir yfir þessum átakanlegu tíðindum. Hvíldu í friði, Newbs,“ sagði í tilkynningu Cliftonville.
Íslenski boltinn Víkingur Ólafsvík Andlát Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Sjá meira