Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. desember 2024 09:32 Knattspyrnukonurnar fjórar þurftu að dúsa í fangelsi öll jólin en þær eru nú lausar. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty/Dondi Tawatao Fjórir leikmenn kvennaliðs River Plate í fótbolta eru loksins lausar úr fangelsi þar sem þær dúsuðu í marga daga eftir handtöku í fótboltaleik stuttu fyrir jól. Leikmenn argentínska liðsins voru handteknar fyrir kynþóttafordóma gagnvart boltastrák í leik liðsins í fótboltamóti í Sao Paulo. Þetta var undanúrslitaleikur í mótinu á milli River Plate og brasilíska liðsins Grêmio. Dómari stöðvaði leikinn og rak sex leikmenn River af velli með rautt spjald. Hann flautaði svo leikinn af vegna þess að það voru ekki nægilega margir leikmenn liðsins eftir inn á vellinum. Leikmennirnir sem voru síðan handteknar af brasilísku lögreglunni fyrir rasisma heita Candela Díaz, Camila Duarte, Juana Cángaro og Milagros Díaz. Þær voru handteknar eftir þennan leik liðsins 21. desember síðastliðinn. Þær losnuðu síðan ekki fyrr á föstudaginn 27. desember og aðeins með því að lofa að mæta fyrir rétt í Sao Paulo í hverjum mánuði þar til að dómsmálið klárast. ESPN segir frá. Konurnar eyddu því jólunum í fangelsi. Díaz er sökuð um að gefa boltastráknum apamerki en knattspyrnukonurnar segja að strákurinn hafi ögrað þeim. Þjálfari Grêmio hélt því einnig fram að argentínsku leikmennirnir hafi kallað leikmenn sína apa í leiknum. Staðan var 1-1 í leiknum og Grêmio var síðan dæmdur sigur og argentínska félagið sett í tveggja ára bann. Hvorki lögfræðingur kvennanna eða þær sjálfar hafa gefið upp hvort þær séu á leiðinni aftur heim til Argentínu. River Plate fordæmdi kynþáttafordóma kvennanna og segist ætla að taka á málinu innanhúss. Argentína Brasilía Fótbolti Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fleiri fréttir Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjá meira
Leikmenn argentínska liðsins voru handteknar fyrir kynþóttafordóma gagnvart boltastrák í leik liðsins í fótboltamóti í Sao Paulo. Þetta var undanúrslitaleikur í mótinu á milli River Plate og brasilíska liðsins Grêmio. Dómari stöðvaði leikinn og rak sex leikmenn River af velli með rautt spjald. Hann flautaði svo leikinn af vegna þess að það voru ekki nægilega margir leikmenn liðsins eftir inn á vellinum. Leikmennirnir sem voru síðan handteknar af brasilísku lögreglunni fyrir rasisma heita Candela Díaz, Camila Duarte, Juana Cángaro og Milagros Díaz. Þær voru handteknar eftir þennan leik liðsins 21. desember síðastliðinn. Þær losnuðu síðan ekki fyrr á föstudaginn 27. desember og aðeins með því að lofa að mæta fyrir rétt í Sao Paulo í hverjum mánuði þar til að dómsmálið klárast. ESPN segir frá. Konurnar eyddu því jólunum í fangelsi. Díaz er sökuð um að gefa boltastráknum apamerki en knattspyrnukonurnar segja að strákurinn hafi ögrað þeim. Þjálfari Grêmio hélt því einnig fram að argentínsku leikmennirnir hafi kallað leikmenn sína apa í leiknum. Staðan var 1-1 í leiknum og Grêmio var síðan dæmdur sigur og argentínska félagið sett í tveggja ára bann. Hvorki lögfræðingur kvennanna eða þær sjálfar hafa gefið upp hvort þær séu á leiðinni aftur heim til Argentínu. River Plate fordæmdi kynþáttafordóma kvennanna og segist ætla að taka á málinu innanhúss.
Argentína Brasilía Fótbolti Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fleiri fréttir Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjá meira